Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Side 41
þessu fyrir 10 árum var alveg
óhemju þorskur á grunnslóð aust-
ur í Þistilfirði. Þá voru menn með
þorsknótina á þessu. Ég man eftir
því að ég fann svo stóra lóðningu
þarna í dýpinu, sem næturnar
náðu ekki í, að það hefði þurft
margar nætur til að ná utan um
hana . . . þetta var eins og stærsta
síldartorfa. En þetta var eintómur
þorskur drengur minn! Alveg
óhemju andskotans magn!
Þarna fyrir utan línuna var
breski togaraflotinn eins og hann
lagði sig. Á þessum tíma var álitið
að þorskstofninn væri kominn
niður í það allra lægsta sem hægt
væri að hugsa sér. Én svo skeður
það bara, að þegar búið er að loka
þessu svæði, því var lokað út í 200
mílur austur úr Langanesi og
norður úr Hraunhafnartanga, þá
skeður það bara að fiskigengd fer
ört minnkandi á grunnslóðir. Það
er nú ekkert annað.
Á undanförnum árum höfum
við aftur á móti haft þokkalegan
netafisk hér á Vesturkantinum,
þar sem togurunum hefur þó verið
hleypt upp á 12 mílur. Þeir hafa
verið að toga innan um netatross-
urnar okkar og það hefur gengið
alveg áfallalaust.“
— Hver er skýringin á þessu?
„Þetta er dálítið merkilegt. Ég
held að skýringin sé einfaldlega sú
að fiskurinn liggi í djúpköntunum
á friðuðu svæðunum. Þar er nóg
æti og eilífur drottins friður. Mér
virðist þetta vera mjög einfalt.
Þegar opnað var þama inn á 40
mílur í haust þá gerist það að
fiskigengd óx á grunnslóðum og
varð meiri en hún hefur verið í
langan tíma.
Ég man til dæmis eftir því þegar
við vorum á trollinu á Snæfellinu,
þá var andskotast á fiskinum á
Sléttugrunninu og hann eltur með
línunni . . . bókstaflega rekinn
innfyrir handa smábátunum.
Þessvegna tel ég það engum til
góðs að ákveðin svæði séu friðuð í
VÍKINGUR
of langan tíma. Það þarf að hrófla
við þessu alltaf annað slagið . . .
hreint og klárlega að plægja
svæðin upp eins og tún eða akur.
Það hefur til dæmis átt að moka
upp kola á snurvoðasvæðum sem
hafa verið friðuð í áratugi. En þá
fæst bara ekkert nema dót, bara
ónýtt rusl! Þetta gerðist f.yrir
sunnan Langanes. Það komu
fiskifræðingar til að kanna þetta
og mér var sagt að þeir hefðu
hvergi nokkurstaðar getað fyllt
blikkfötu af ætum kola. Það litla
sem fékkst voru bara smákvikindi
sem voru eins og undirbollar á
stærð.
Ég er ekki að segja að það eigi
að opna svæði alveg upp í fjöru og
leyfa skipunum að vera þar allt
árið, síður en svo. En alveg skil-
yrðislaust að opna í einhvern
ákveðinn tíma og ekki láta líða of
langt á milli.“
Um endurnýjun fiski-
skipaflotans
Þegar hér er komið sögu er farið
að glitta í ljós framundan á stjór.
Það er Gjögurviti. Myrkrið grúfir
ennþá yfir öllu. Það er kominn
norðan kaldi með éljagangi.
Frostið er 8 gráður. Hver dropi
sem frussast yfir bátinn frýs og
hleðst uan á rekkverk og stög.
Tölurnar á sjávarmælinum rokka
á milli núll og einnar gráðu. Það
verður hrollur í einhverjum þegar
fyrsta baujan verður tekin.
Tal okkar Matthíasar berst nú
að hinum margumrædda togara
sem kenndur hefur verið við
Þórshöfn, og þeirri útþenslu sem
er í fiskiskipaflotanum, þrátt fyrir
yfirlýsingar ráðamanna um það
að flotinn megi ekki stækka.
„Það er eitt í þessu sem við
verðum að gæta að, en mér sýnist
að ekki sé gert, þrátt fyrir reynslu
undangenginna ára,“ sagði Matt-
hías og hreyfði sjálfstýinguna um
nokkur strik. „Einn góðan veður-
dag vöknum við upp við það að
allur fiskiskipaflotinn þarfnast
endurnýjunar. í stað þess að
endurnýja flotann jöfnum hönd-
um, er verið að gera upp gamla
kláfa og reyna að tjasla í handónýt
skip. Maður hefur séð fyrirmynd-
ina að þessu í Slippstöðinni á
41
„Jöklaliðið“ í mat. Frá vinstri: Magnús Hafsteinsson, Garðar Ægisson, Svavar Marín-
osson og Sigurbjörn Bencdiktsson, öðru nafni „Jarlinn af Móafelli“. Það ereins og hann
hugsi: Það vatnar eitthvað í þetta hjá mér ... svolítið estragon eða kannski ögn af
Herbes du Provenqe ... ?