Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1981, Blaðsíða 45
alltaf á; einn maður dregur þessa trossu af spilinu, við næstu trossu fer hann á rúlluna og þannig koll af kolli. Með þessu móti þarf enginn að vera fúll yfir því að hafa dregið af spilinu í heila vertíð, en það starf er að flestum talið það leiðinleg- asta í sambandi við netadrátt. Jöklalið um borð í Blika Undanfarna daga hefur ýmis- legt bent til þess að afli sé að glæðast hjá netabátunum fyrir norðan. í gær var Bliki með 7 tonn af tveggja nátta fiski og nú var ég ákveðinn í því að þessi túr skyldi verða mettúr. Strax og ég sá fyrsta fiskinn koma inn fyrir, ákvað ég að við skyldum fá 8 tonn. En svo komu fleiri fiskar og ég varð ennþá bjartsýnni. 27 fiskar í fyrsta netið ... 12 net í trossu ... 12 sinnum 27 gerðu 314 fiska sem voru ca. 1 Vi tonn ... 8 trossur og hálft annað tonn í hverja gerði 12 tonn. Ekki leit það nú illa út. Ég spennti bogann hærra og setti markið við 10 tonn. Svipaður afli var í næstu net, en þá datt botninn úr því. 11 fiskar í VÍKINGUR fjórða netið og ennþá minna í næsta. Djöfullinn! Áður en trossan var hálfnuð var ég kominn með neglumar á milli tannanna og byrjaður að naga. Og ég sem hafði verið í naglabindindi í rúmt ár! Og ekki batnaði ástandið þegar Matthías fræddi mig á því að þeir hefðu fengið einna best í þessa trossu í gær. Ég reyndi að dreifa huganum og setti allt mitt traust á næstu trossu. Kannski yrði mok- veiði í hana. Og til að fara nú ekki alveg úr sambandi á fyrstu tross- unni, hætti ég að telja fiskana sem komu inn og fór þess í stað að fylgjast með múkkunum sem svifu í kringum bátinn. Það var auðséð á köllunum að þeir höfðu komið nálægt þorska- netum áður. — Þetta eru helvíti röskir kallar sem þú hefur,“ sagði ég við Matt- hías í viðurkenningartón. „Já vinur minn, þetta eru alveg hörkukallar . .. alveg jöklalið!“ Að þremur stundarfjórðungum liðnum hafði jöklaliðið dregið fyrstu trossuna. Afli: 102 fiskar. Nú dugði ekki lengur að notast við reiknisdæmið sem ég hafði áður sætt mig við, svo ég byrjaði að reikna upp á nýtt. Hvernig sem ég reyndi, hvernig sem ég tók áhætt- ur og virkjaði alla mína bjartsýni, komst ég aldrei uppfyrir fjögur tonn. I hæsta lagi yrði aflinn fjög- ur og hálft tonn. Flatlús og fingra- vettlingar Áfram líður tíminn. Þegar við vorum að enda við fyrstu trossuna voru fleiri bátar komnir á miðin og byrjaði að draga. Ef marka mátti hljóðið í köllunum þegar þeir áttu orða- skipti í talstöðinni, var aflinn mis- jafn. Einn fékk kannski gott í eina trossu en ekkert í næstu, þótt hún lægi rétt hjá hinni. Hjá öðrum var mokafli í tvö net, en ekkert í hin. En þótt aflinn væri misjafn hjá mönnum, var einn hlutur sam- eiginlegur með öllum þennan dag í byrjun marsmánaðar: Allir bölvuðu kuldanum. Tveir Grímseyingar sem voru að draga netin norðan við eyna voru engin undantekning frá þessu. — Þetta er ljóti andskotans bölvaður bruninn maður, sagði annar og stundi þungan í talstöð- ina. — Það er allt frosið fast hjá okkur .. . maður er svo krók and- skoti loppinn að það nær ekki nokkurri átt. . . maður getur varla migið hjálparlaust, ég skipti. — Það þýðir nú lítið að vera með götótta 66 gráður norður í svona veðri, svaraði hinn. — Þú ættir að prufa þessa nýju vettlinga frá Kóreu, þeir eru fóðraðir fram í fingurgóma og manni líður bara eins og að sitja heima í stofu . . . alveg djöfull fínir maður. En þeir eru nú ekkert sérlega liprir. . . svolítið vont að greiða úr með þeim. Það er svona svipað og að tína flatlýs af pungnum á sér með gúmmívettlingum . . . yfir. — Já, það er bara það .. . Ja, ég 45 Skyldi verða mok í endanetin eins og í gær, eða steindauði eins og i fyrradag? Slíkar spumingar leita alltaf á. Vonin knýr menn áfram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.