Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Page 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Page 15
öðrum kvikmyndahúsum til að sýna vistmönnum. Leikhúsferðir eru skipulagðar tvisvar á ári og tvisvar á sumri er farið í ferðalag. Þetta er endur- gjaldslaust en ágóðinn af verslun- inni sem við rekum hér í húsinu rennur í þessi ferðalög og í leik- húsferðirnar. Kiwanisklúbburinn Hekla hefur sýnt Hrafnistu mikla rækt- arsemi en tilgangur félagsins er beinlínis að gleðja fólk á Hrafn- istu. Þeir halda árlega stóra skemmtun hér sem við köllum árshátíð, þeir fara með fólkið í ferðalög út á land á hverju sumri og þeir koma hér á þrettándanum og skjóta upp flugeldum og halda dansleik á eftir. Við gefum út Hrafnistubréfið sem er vettvangur fólksins og þeirra sem vilja skrifa í blaðið og ekki má gleyma þjónustu sóknar- prestsins sr. Árna Bergs Sigur- bjömssonar. Hér eru reglulega messur og helgistundir sem haldnar eru á morgnana uppi í föndursal. Þessi þjónusta er eldri kynslóðinni mjög mikilvæg. Sjómannasamtökin einstök í umhyggju fyrir öldruðum — Nú er Hrafnista að verða 25 Kvöldvökur, ferðalög og dans Félagsstarfsemi er mjög öflug. Segja má að kvöldvökur séu Fullkomið rafmagnsvcrkstæði er starfrækt á Hrafnistu svo ekki þarf að sækja rafvirkjana út í bæ ef eitthvað bilar. Sighvatur Sveinsson rafvirki lítur upp úr verkinu rétt á meðan smellt er af. Læknavakt er starfandi allan sólarhrínginn fyrír fólkið á vistdeildinni. Þama er Vibeke Jónsson að fylla á lyfjaboxin sem vistmenn fá fyrir vikuna. Starfsmenn læknavaktar Lára Þórðardóttir og Ingibjörg Ólafsdóttir (sitjandi) eru tilbúnar að aðstoða þá sem á þurfa að halda, hvenær sem er. Leikfimi eykur mjög vellíðan fólks. Heilsurækt með endurhæf- ingaraðstöðu er hér einnig til húsa. Oftast er sú þjálfun vegna fyrirmæla læknis en t.d. eru þrek- hjólin til afnota fyrir alla sem vilja. Læknavakt er allan sólarhring- inn, svokölluð bakvakt en einn læknir er starfandi fyrir vistdeild- ina og annar fyrir hjúkrunar- deildirnar. Séð er um öll lyf fyrir vistmenn með lyfjadreifingu í sér- stökum boxum sem fólk getur haft á sér og duga til vikunnar. Með þessu getur fólk fylgst með því hvenær það á að taica lyf og hvort það er búið að því. Við reynum samt að hafa sem minnst lyf en láta fólk öðlast þrek í gegnum hina daglegu fæðu. Einnig er starfandi hér meinatæknir sem tekur reglulega blóð- og þvagsýni og fylgist með hjartalínuritum. Hér er hárgreiðsla, rakstur karla, fótsnyrting karla og kvenna, allt endurgjaldslaust nema lagn- ingarvökvi fyrir konumar. haldnar hvert fimmtudagskvöld, það er spiluð vist eða bingó, kvik- myndir eru sýndar og slæds- myndir. Margs konar fólk kemur hingað að skemmta kvöldvöku- gestum. Við sýnum video-myndir tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum og einnig geta vist- menn sótt sýningar í Laugarásbíó að vild en þangað fáum við allar íslenskar myndir sem sýndar eru í VÍKINGUR 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.