Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Side 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Side 16
Vistfólkiff rekur verslun í kjallaranum og rennur ágóðinn af henni í sumarferðalögin og lcikhúsfcrðirnar sem farnar eru tvisvar á ári. Sigríður Pétursdóttir íbúi á Hrafnistu er verslunarstjórinn og sést þama við störf sín. ára og mörgum finnst herbergin vera of lítil miðað við það sem gerist í dag. En þessu heimili hefur alla tíð fylgt mikil hlýja og þrifn- aður og hér eru allir ánægðir. Þetta heimili er sjómannastétt- inni til mikils sóma og hef ég oft undrast hversu sjaldan starfandi sjómenn leggja lykkju á leið sína til að koma og sjá þetta heimili sem þeir hafa átt svo stóran þátt í að byggja upp. Mér finnst önnur stéttasamtök mættu gera betur t.d. verslunarmenn. Þeir hefðu mátt leggja aðeins minna í að byggja Hús verslunarinnar og gæta gamla fólksins í staðinn því ég veit að í þeirri byggingu liggja aurar úr líf- eyrissjóðum fólksins. Eins mættu B.S.R.B. menn hugsa minna um sumarhúsin sín og gera eitthvað álíka fyrir aldraða félagsmenn og Sjómannasamtökin hafa gert. Það er ótrúlegt hve samtakamáttur sjómanna var mikill þegar tókst að koma Hrafnistu á legg. I því efni eru sjómenn hafnir yfir allan ríg um kjaramál o.þ.h. Þama sameinast undirmenn og yfir- menn í vinnu að sameiginlegu markmiði. Ég tel þetta alveg eins- dæmi og vildi óska að sjómenn vissu almennt meir um þetta. 16 Fólk af öllu landinu — Er ekki langur biðlisti yfir þá sem vilja komast hér inn? — Jú, það hefur alla tíð verið. Nú munu vera um 400 manns á biðlista. Ég tel að biðlistinn skipt- ist í þrennt. 1 fyrsta lagi er það fólk sem reynir eftir megni að fara ekki inn á elliheimili og leggur mikið á sig úti í bæ að vera í sínum gömlu íbúðum en vill hafa þetta í bak- höndinni. Síðan er það fólk sem er mjög einmana úti í bæ og þarf á félagsskap að halda. Það er kunn staðreynd að hægt er að svelta gamalt fólk á mat en ekki félags- skap. Það er ekkert sem fer jafn illa með gamalt fólk og einmana- leikinn þegar enginn er til að örva það og hjálpa því. í þriðja lagi er svo fólk sem hefur lent í veikind- um og slíku og er á sjúkrahúsum en þarf að komast út af sjúkra- húsunum. Fyrir þetta fólk er þörf á sérstökum heimilum með hjúkrunaraðstöðu því enginn vill vera mörg ár á sjúkrahúsi. — Er ekki fólk hér alls staðar að af landinu? — Jú, Hrafnista og Grund eru einu heimilin sem taka fólk af öllu landinu. Við höfum stundum reynt að hafa það í hlutfalli við selda miða í happdrætti D.A.S. Það er áberandi að hingað kemur fólk mest frá þeim stöðum sem ekki er sambærileg aðstaða fyrir hendi á. Hér er mjög margt fólk frá hinum ýmsu stöðum á Vest- fjörðum, frá Snæfellsnesi og Austfjörðum. Algengt er að unga fólkið flytji í bæinn og gamla fólkið á eftir en svo getur það ekki búið heima hjá börnum sínum hér og setur því öryggið langt fram yfir búsetumörkin. Ég geri ráð fyrir að 40% vistmanna hér sé fólk sem kemur utan af landi. Nauðsynlegt að hafa eitthvað að starfa — Gerirðu þér vonir um að „Ár aldraðra“ hafi góð áhrif á þessi mál? — Undanfarið hefur átt sér stað vakning hjá hinu opinbera um það hvað brýnast er fyrir aldraða, þ.e. bygging hjúkrunar- heimila. A næsta ári verður þessi aðstaða væntanlega komin upp og tel ég þá að brýnasti vandinn sé leystur í bili. Mikið hefur verið byggt af íbúðum fyrir aldraða á vegum Reykjavíkurborgar og fleiri sveitarfélaga en ég tel þessar byggingar aðeins hálft áratog því þetta fólk leitar til okkar þegar jíað er ekki lengur fært um að sjá um sig sjálft. Ég tel að hlutföllin í þessu hafi verið röng, of mikið af íbúðum fyrir aldraða miðað við hjúkrunarplássin. Sjúkrahúsin geta ekki hýst allt þetta fólk og hafa útskrifað það, þess vegna þarf að hafa fleiri stig í þessu t.d. dagvistun. Slík starfsemi er að byggjast upp á vegum sjómanna- samtakanna í Hafnarfirði. íslendingar eru mjög duglegt fólk og gamla fólkið j^arf að hafa eitthvað að starfa. Okkar stefna er að halda við þessari starfslöngun sem lengst með því að fá því eitt- hvað að starfa. Við viljum ekki pakka fólki inn í bómull eins og okkur hefur fundist gert t.d. í Sví- þjóð og annars staðar. E.Þ. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.