Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Page 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Page 17
Þvo af 520 vistmönnum og rúmlega 200 manna starfsliöi Kristjana í þvottahúsinu tekin tali Forstöðukona þvottahúss og saumastofu Hrafnistu heitir Kristjana Þorsteinsdóttir. Kristj- ana hefur unnið við þvottahúsið í 24 ár eða nánast frá því það tók til starfa. Hún er lágvaxin dökkhærð og brúneyg kona, rösk í hreyfing- um og ákveðin. Hún ber aldurinn vel, lítur alls ekki út fyrir að verða sjötug á þessu ári eins og kirkju- bækur segja. Kristjana bjó á ísa- firði til tvítugs aldurs en flutti þá til Reykjavíkur og giftist sunn- lenskum manni. „Sjúkradeildin var að byrja þegar ég kom hingað“, segir Kristjana. „Fyrst var þvegið suður í Hafnarfirði síðan voru settar niður vélar héma. Ég byrjaði fljótlega eftir það, vann eitt sumar hálfan daginn og tók við forstöð- unni um haustið. — Hvað þvoið þið fyrir margt fólk núna? Ásta Ámadóttir hefur unnið í 17 ár í þvottahúsinu og vann lengst af við þvottavélarnar sem er erfitt starf, karlmannsverk, eins og sagt er. Fyrir fjórum árum tók karlmaður við starfinu og ncfnist þvottamaður. Ásta stillti sér upp á gamla staðnum sínum að bciðni blaðamanns því oft hafa jú verið teknar myndir af fólki fyrir minna afrek. eru því um 520—530 manns auk starfsfólks sem er eitthvað á þriðja hundrað. Við þvoum alla sloppa og vinnuföt í eldhúsi, hjúkrunar- deildum og alls staðar.“ — Hvað starfa margar í þvottahúsinu? „Þær eru 12 og á saumastof unni eru fjórar. Þar er allt saumað sem nota þarf á stofnuninni, rúmföt á sjúkradeildir, sloppar á starfsfólk, handklæði, viskustykki o.fl. o.fl. Við sjáum um innkaup á öllu efni sem saumað er úr og eins þvotta- efni og hreinlætisvörum. Þama er verkstjórinn hjá mér hún Anna Guðlaugsdóttir og Kristjana bendir á konu sem bíður á gang- inum en er búin að stimpla sig út. — Er gott að vinna héma? spyr ég. „Já, ég væri sennilega hætt ef mér fyndist það ekki,“ segir Anna og hlær. „Ég er búin að vera hér í tólf „Við þvoum fyrir vistfólk Hrafnistu í Hafnarfirði líka, það Krístjana Þorsteinsdóttir forstöðukona þvottahússins á að baki 24 ára starfsferil á Hrafnistu. Við hlið hcnnar er Anna Guðlaugsdóttir verkstjóri sem starfað hefur í 12 ár í þvottahúsinu og líkar vel. VÍKINGUR 17

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.