Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Page 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Page 24
ber út af. Við höfum síma og sjónvarp og svo eigum við útvarp, plötuspilara og segulband“, segja þau stolt. „Sýndu henni“, segir Ásgrímur og bendir á myndarleg- an skáp með innbyggðu útvarpi, segulbandi og plötuspilara. „Þetta þótti fín mubla þegar við fengum hana. Þeir fóru 1959 til Dan- merkur að skipta um vél í bátnum og komu með þetta heim.“ — Saknið þið þess ekkert að geta ekki verið á Siglufirði, spr ég. Asgrímur Sigurðsson frá Siglufirði býr nú á Hrafnistu í Reykjavík en 1974 veiktist hann illa og þurfti að flytjafrá Siglufirði. Á veggnum má sjá mynd af Sigurði, bátnum sem hann átti á Siglufirði og var skipstjóri á. við fleiri, 1962. En svo brást síldin, þéir gerðu það ágætt fyrsta sum- arið en svo fóru þeir að taka fisk af trillunum og salta.“ — Var ekki líf og fjör á Siglu- firði á þessum árum? „Jú, það var mikið af aðkomu- fólki og mikið að gerast. Ég fór í síld fyrstu árin, áður en bömin komu“, segir Þorgerður. „Annars var ég bara húsmóðir“, segir hún og hlær hálf afsakandi eins og títt er um þær sem segja slíkt. „Við eigum þrjár dætur, ein er búsett hér og er ljósmóðir, ein býr á Akureyri og ein í París.“ Og þau horfa stolt á myndimar á skápn- um. — Fluttistu snemma úr Bol- ungarvík, Þorgerður? „Mamma veiktist og var flutt á sjúkrahús á ísafirði og við fórum inneftir með henni og fengum leigt herbergi á Stjömunni hjá Jónu og Jóni Barðasyni. Síðan bjó ég í tíu ár hér í Reykjavík áður en ég flutti til Siglufjarðar.“ Einhvem veginn finnst þeim ævi sín ekki hafa verið það merkileg að þurfi að skrifa um hana í blöðin svo ég ákveð að snúa mér að nútíðinni. „Þetta er eins og ein stór fjöl- skylda hérna. Maður þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu frá degi til dags og það er mikið öryggi að geta alltaf fengið hjálp ef eitthvað „Nei, börnin voru farin og það var engin aðstaða fyrir okkur þar. Það var byggt elliheimili ofan á spítalann en það er meira fyrir þá sem eru rúmliggjandi. Það er svo ágætt að fá svona herbergi þar sem maður getur haft hjá sér það sem manni er kærast og fengið alla umönnun. Það er mikið öryggi í því.“ E.Þ. Þorgerður og Ásgrímur kunna vel að meta öryggið sem þau njóta á Hrafnistu. Ásgrfmur keypti söltunarstöð í félagi við aðra, rétt áður en síldin hvarf en síðan keyptu þeir fisk af trillunum og söltuðu. 24 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.