Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Blaðsíða 25
Sitja við hannyrðir og spjalla saman — litíð inn á föndurstofu kvenna Uppi undir risi hefur verið inn- réttuð föndurstofa kvenna á Hrafnistu. Föndurstofan er stór og rúmgóð og þar eru borð og lampar fyrir konumar og tveir föndurkennarar sem starfa alla daga frá 130-5. Konumar sem sækja föndurstofuna em líka flestar mættar til vinnu kl. 130 og sitja við handavinnuna sína þar til vinnudegi er lokið. Það eru mikið sömu konurnar sem sækja föndur- stofuna og fyrir þær er hún ómet- anleg dægrastytting, þar fæst fé- lagsskapur og aðstoð við verkið sem verið er að vinna. Ég geng fyrst að borði þar sem þrjár ömmulegar, silfurhærðar konur sitja og tek þær tali. Þær hlæja fyrst að mér að ég skuli ætla að mynda þær og spyrja að heiti en síðan segir ein þeirra með ör- litlum þótta, að þær hljóti að vera þess fullt eins verðar og hvur annar. Ég er henni hjartanlega sammála og geng því á röðina og spyr að heiti og hvaðan þær séu. — Vill hún nú líka fá að vita hvar maður er fæddur“, gellur við í einni og þær hlæja. „Það er naumast maður er orðinn merki- legur.“ — Jæja, segir sú fyrsta, „ég heiti Sesselja Einarsdóttir og er fædd í Ölfusinu en fluttist síðar til Reykjavíkur.“ — Nú, já og ég heiti líka Sesselja og er Jónsdótt- ir“, segir sú næsta, „við erum nöfnur. Ég er fædd að Nesi í Sel- vogi“, segir hún ákveðin og lítur á mig til að vita hvort ég sé nokkru nær. „Síðan fluttist ég í Garðinn og bjó þar lengst af eða þangað til ég missti manninn og fluttist til barnanna hingað til Reykjavík- ur.“ — Ég heiti Gíslína Sigurðar- dóttir, þér finnst það kannske Ijótt nafn“, segir sú fjórða. „Huh“, segir þá Sesselja Jónsdóttir, „mér finnst nú Sesselja miklu ljótara en Gíslína, það er svo tært yfir nafn- inu þínu.“ Hún Gísiína er inn- fæddur Reykvíkingur. — Eruð þið búnar að vera lengi á Hrafnistu, spyr ég. „Ég er búin að vera hér í fjögur ár“, segir Sesselja Jónsdóttir, „ég í eitt og hálft ár“, segir Gíslína, „og hún kom í haust“, segir hún og bendir á Sesselju Einarsdóttur. „Ég kom ekkert í haust“, mót- mælir Sesselja, „ég er búin að vera hér í nokkur ár. „Víst komstu í haust, er það ekki“, spyr Gíslína Sesselju Jónsdóttur. „Ég man það ekki“, svarar hún. „Ég veit bara að ég kom ekki í haust“, segir Sess- elja Einarsdóttir ákveðin. „Ég veit að ég er búin að vera héma í nokkur ár, það skiptir ekki máli hvað þau eru mörg“, heldur hún áfram og finnst þessi nákvæmni okkar óþörf. „Ég hugsa að ég sé elst hérna inni“, segir Gíslína og lítur í kringum sig. — Hvað ertu gömul, spyr ég. „Ég er níutíu“, segir hún hróðug. Mér verður orðfall því ekki datt mér í hug hún væri svo öldruð, eins lífleg og hress og hún er. „Ég er 87 ára“, segir Sesselja Jónsdótir og Einars- dóttir segist vera 80 ára. Þær stöllur segjast mjög ánægðar með föndurstofuna, hér geti þær verið innanum aðrar konur. Þær voru allar giftar sjó- mönnum en eru orðnar ekkjur. 25 Þærhalda áfram að starfa þó komnar séu á níræðisaldurog koma oft í föndurstofuna. Frá vinstrí Sesselja Einarsdóttir úr Ölfusinu 80 ára, Sesselja Jónsdóttir frá Nesi í Selvogi 87 ára og Gíslína Sigurðardóttir úr Rcykjavík 90 ára. VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.