Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Side 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Side 31
ára þegar hann fór fyrst á sjó. „Ég fór með föður mínum í rúnings- ferð út í Elliðaey og man það eins og ég hefði farið það fyrir viku. Amma mín Jórunn Skúladóttir á Kirkjubæ, fór líka. Hún átti tvær kindur í högum föður míns en Elliðaey áttu 16 jarðir úr Heima- ey. Á heimleiðinni fengum við austanstormbrælu og þegar ég var að segja leiksystkinunum frá ferðalaginu, sagði ég að öldumar í flóanum hefðu verið eins stórar og stóri hóllinn í Oddstaðatúninu. Já, það kom fljótt, grobbið", og Eyjólfur hlær lágt. Með sjómennskunni var alltaf svolítill búskapur í Eyjum. Eyjólfur átti lengi eina kú sem kom sér vel á krcppuárunum. Þama er verið í heyskap upp á gamla móðinn. Til vinstri sjást Bessastaðir, hús Eyjólfs en húsið nær, heitir Einland. Konan sem sést framan í er Guðrún Brandsdóttir, kona Eyjólfs og í fjarska sjást Ellirey (Elliðaey) og Bjarnarey nær. Að vera leikinn á fiskimiðum og f jallatindum „Ég var í alls kyns snúningum hjá föður mínum heima á Búa- stöðum til 17 ára aldurs. Að reita lunda, reita arfa og reka þessa einu kú inn í Herjólfsdal í vatnið því við þurftum að spara það. Faðir minn lá til lunda í Elliðaey og maður ólst upp við tal um sjó- ferðir og fjallaferðir. Það þótti enginn maður með mönnum nema þeir sem voru vel að sér í þeim greinum. Ég var fyrst bund- inn í berg 12 ára og fann ekki til lofthræðslu en síðar fór ég austur í Mjóafjörð í fimm sumur og missti þá niður þann eiginleika að vera ekki lofthræddur. Ég var fyrst ráðinn sem beitu- maður á Hansínu 1914 og átti að róa ef mann lamaði af. Það var kallað að vera varamaður. Ég réri níu róðra yfir vertíðina og fann ekki til sjóveiki. Formaður á bátnum var Einar M. Einarsson síðar skipherra á Þór og Ægi. Vestmannaeyjar voru mjög sér- stætt pláss og út af fyrir sig. At- vinnuvegurinn var svo breytileg- ur, bæði af fiskimiðum og fjalla- tindum. Á eyjunni voru 48 jarðir og átti hver sinn part í úteyjunum. 16 jarðir áttu í Elliðaey, 8 í Heimakletti, 8 í Suðurey, 8 í Álfsey og 8 í Bjamarey. Hefurðu farið á Þjóðhátíð í Eyjum“, spyr Eyjólfur og það færist bros og eftirvænting yfir svip hans. „Nei“, verð ég að játa og þykir miður. „Ég gaf sigamanninum í 30—40 ár á Þjóðhátíð. Hérna er ég að búa mig“, segir hann og sýnir mér mynd af sér. „Það hefur þurft krafta til þess“, segi ég með aðdáun. „Ef maður sat nokkuð langt frá brún og hafði góða við- spymu, var það ekki mikið“, segir hann hógvær. „Maður varð að passa að gefa jafnt, ekki slykkjótt. Áhöfnin á Hansínu 1928. Fremri röð: Ólafur Gíslason, Björk Flóa, Hjörtur Einarsson vélstjóri, Eyjólfur Gíslason skipstjóri, Valdimar Guðmundsson Kílhrauni, Árnessýslu. Aftari röð: Ágúst Gissurarson Byggðarhorni Flóa, Ágúst Þorvaldsson Brúnastöðum Ámessýslu, Guðni Gestsson Mel, Þykkvabæ og ísleifur Pálsson, Ekru Oddahverfi, Rang. Frásögn Eyjólfs af útilegunni 1928 birtist í þessu blaði sem sýnishorn af því sem hann hefur skrifað. VÍKINGUR 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.