Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Síða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Síða 37
Pálsson sem er fyrsti stýrimaður hjá mér og er giftur danskri konu. í Óðinsvéum er hins vegar meira um íslendinga en þangað eru bara 40 kílómetrar. Þar er starfandi ís- lendingafélag og haldnar sam- komur 17. júní og 1. desember, þorrablót o.fl. Við sækjum slíkar samkomur og þekkjum íslendinga sem lengi hafa búið í Óðinsvéum en fjöldinn er á mikilli hreyfingu, aðallega námsmenn. Bankinn sér um allar fastar mánaðargreiðslur — Hvernig er frídaga kerfið hjá ykkur? — Stýrimenn þéna átta frídaga fast á mánuði ef þeir eru á sjó og yfirvinnuna geta þeir tekið út sem frí ef þeir vilja. Þeir geta líka fengið hana greidda en geyma það oft og taka út sem frí til að lækka skattinn. Þeir sem hafa mikla yfirvinnu geta því verið 6—7 mánuði í landi ef þeir vilja lifa af fastakaupinu. Kjörin eru alveg ágæt er mér óhætt að segja. Skattafrádráttur er um 8% hærri en hjá fólki í landi en ef tekjurnar eru komnar yfir 15.000 d.kr. á mánuði mega þeir leggja á 64% skatt. Skatturinn er tekinn af manni mánaðarlega og eins sér bankinn um að greiða allar fastar mánaðargreiðslur t.d. fasta mán- aðagreiðslu vegna húsakaupa, tryggingar, rafmagn o.fl. Maður býr bara til fjárhagsáætlun sem bankinn sér um að framfylgja. Maður fær þess vegna aðeins út- borgaða þá peninga sem maður á. Nægar tómstundir — bíó, video, bækur og bréfaskólar Hafið þið nóg fyrir stafni meðan á hinum löngu siglingum stendur? — Það er alltaf bíó þrisvar í viku og við höfum video. Norð- menn reka kvikmyndamiðlun, Norsk velfærd, við fáum tíu myndir í einu svo sendum við Nanok S. fer tvær ferðir á ári með matföng og mannskap í rannsóknastöðvar Ástralíu- manna á Suðurheimskautinu. Aðeins um hásumarið er mögulegt að lenda þar, hinn hluta ársins er þar allt ísilagt. 100 hnútar og mikil ísing. Það var ekkert að gera nema bíða og stýra á fullri ferð upp í sjó og vind og vona að skipið rækist ekki á borg- arísinn sem var þama allt í kring. Ég las það í áströlskum blöðum að þeir hefðu beðið sína síðustu bæn. í fríi sex mánuði sl. ár Hinn hluta ársins siglum við svo fyrir Grænlandsverslunina á austurströndina, Angmagsalik og fleiri staði. Það eru 15 daga túrar og lagt upp hjá Grænlandsverslun í Álaborg. Ég get því alltaf skroppið heim til Svendborgar á milli. — Hvemig kunnið þið við ykkur á Fjóni? — Mjög vel. Ég var í fríi sex mánuði á síðasta ári og fjölskyld- an hefur siglt um allan heim með mér. Þau geta komið með hvenær sem þau vilja. Það er ekki mikið um Islendinga í Svendborg, ég held þeir séu tveir núna fyrir utan skólabróður minn Jón Kristján Útgerðarmenn — vélstjórar. Önnumst allar raflagnir og viðgerðir í bátum, skipum og verk- smiðjum. Áratuga þjónusta við íslenskan sjávarútveg tryggir reynslu og öryggi frá sérþjálfuðu starfsfólki. VÍKINGUR 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.