Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Side 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Side 55
„Þetta er frægasti velti- dallur í Reykjavíkurhöfn” — rætt viö fjóra stráka úr sjóvinnunni Eins og sagt er frá hér í blaðinu hófust í haust veiðiferðir með sjó- vinnu nemendur í 9. bekk grunn- skóla á höfuðborgarsvæðinu. Einn daginn rákust inn til okkar fjórir röskir strákar sem farið höfðu í þessar ferðir og voru þeir spurðir álits á framkvæmdinni og reynslu sinni af sjóveiki og veiði- skap. Ur Álftamýrarskóla komu þeir Guðlaugur Guðmundsson og Ævar Öm Ævarsson og við spyrj- um hvers vegna þeir völdu sér sjóvinnuna sem valfag. —Ég hef kynnst sjónum áður, segir Guðlaugur, fór fyrst sex ára í nokkra túra og fyrir tveim árum var ég kokkur á háhymingaveið- um smá tíma. Pabbi og afi voru sjómenn þannig að þetta hefur verið nálægt manni. — Mig langaði að prufa, það hafa allir gott af að kynnast sjón- um því maður lærir margt í þessu námi. Það var gífurlega gott að komast í þessar ferðir, maður gerir sér miklu betur grein fyrir hvemig þetta er eftir á, segir Ævar. — Við fengum að reikna út stefnur og sigla hver og einn nokkrar mílur, bætir Guðlaugur við, eins að draga netin og hreinsa úr þeim. — Fannst ykkur það Ieiðinlegra verk en að sigla? — Það er náttúrulega þægi- legra að vera skipstjóri eða stýri- maður en háseti segir Guðlaugur brosandi. Ég ætla að fara í Vél- skólann, bætir Ævar ákveðinn við, maður getur þá unnið bæði á sjó og í landi. Ég hef líka mikinn áhuga á vélum. — Hvernig gekk að glíma við sjóveikina? — Það var slæmt veður fyrri túrinn, ældu allir, segir Guðlaug- ur hlæjandi. Þetta er líka frægasti veltidallur í Reykjavíkurhöfn, það vantar alla kjölfestu í hann, bætir Ævar við. Hann var fylltur með steypu en það hafði lítið að segja. — Voru engar stelpur í sjóvinnu með ykkur? — Nei. Þær virðast ekki hafa áhuga á þessu. Þær vita ekki alveg hvemig þetta er og sjá sumar eftir því að hafa ekki farið í þetta. Þær velja helst íþróttafræði og mat- reiðslu. — Hvernig aflaðist hjá ykkur? — Það aflaðist mjög vel í seinni túmum, við vorum hæstir trillu- karlanna í Flóanum þann dag. Þeir sögðu í talstöðina: „Það voru einhverjir skólahvolpar sem fengu mest.“ Við fengum allt í netin, 600 kíló, það fékkst ekkert á handfær- in. — Finnst ykkur skemmtilegast að eiga við netin? — Nei, það er lang erfiðast, það verður allt að ganga svo hratt og við erum óvanir. Þegar maður er orðinn fær á þau, er maður eft- irsóttastur á skipin ef maður er fljótur að greiða úr, segir Guð- laugur. Við seldum mest allan aflann og það fór upp í kostnað. Við fengum líka í soðið sjálfir. — Er eitthvað sérsiakt sem þið vilduð fá að lœra, eftir þessa reynslu? — Það væri gaman að fá að fara niður í skip og pæla í tækjum segir Ævar svo væri gott að læra meira um meðferð á fiski, bætir Guðlaugur við. Læra að með- höndla hann rétt um borð þangað til tekið er við honum í landi. — Það væri mjög æskilegt að hafa sér skip í þessu, stærri bát og 55 Ævar og Guðlaugur úr Álftamýrarskóla. „Fengum 600 kíló seinni túrinn.“ VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.