Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Side 60

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Side 60
ekki bara ákveðin tegund af byggðastefnu, sem gerði það að verkum að straumurinn lá til þéttbýlisstaða á SV-horni lands- ins? Ég veit ekki betur en að byggðarlög á SV-horni landsins hafi fengið togara, því nær helm- ingur togaraflotans er gerður út frá þessum stöðum. Það skyldi þó ekki vera að það hafi bara verið fyrirtæki á SV-horni landsins, sem hafi fengið lánuð 102,5% af kaup- verði togara? Engir sjómenn álandsbyggðinni Nokkru síðar í skýrslunni skjótast eftirfarandi gullkom úr hugarfylgsnum starfshópsins. „Það má leiða að því nokkur rök að þegar „skuttogaravæðingin“ hófst hafi varla nokkurs staðar, utan Stór-Reykjavíkur, verið nægilegt vinnuafl fyrir hendi til að taka við nýjum skuttogara og því sern honum fylgdi. Þetta á bæði við um áhafnirnar á togurunum, sem eru 14—16 manns og eins hvað varðar vinnuafl við frysting- una. Dæmi eru um, að aðeins einn eða tveir „heimamenn" hafi verið á togara til að byrja með. Nokk- um tíma tók að fá nægilegt fram- boð á hæfum sjó. önnum úr heimabyggðinni, og sums staðar er það enn alls ekki fyrir hendi, þótt togaraútgerð hafi verið í allt að 5 ár frá plássinu.“ Ótrúlegt en satt, þetta stendur í skýrslunni. Ég veit með vissu að þetta er í meginatriðum rangt, það getur verið að um fáeina staði var að ræða, en í flestum tilfellum leystu skuttogararnir togbáta af hólmi og áhafnirnar fluttust yfir á nýtt skip. Sem dæmi vil ég nefna að sjó- menn á ísafirði höfðu aflað sér mikillar reynslu af togveiðum þegar skuttogararnir komu og voru mjög fljótir að tileinka sér nýjungar. Ég veit með vissu að svona var þessu farið á fleiri stöð- um og er því fásinna að vera að halda því fram að ekki hafi verið til sjómenn nema á Reykjavíkur- svæðinu. Ég tel að þessi ummæli starfshópsins séu gróf móðgun við sjómenn úti á landsbyggðinni, sem sótt hafa sjóinn af kappi og verið fljótir að tileinka sér nýj- ungar. Þessir sjómenn eiga heimt- ingu á að höfundar skýrslunnar biðji þá opinberlega afsökunar við fyrsta tækifæri. Af hverju rændi Hrói Höttur þá ríku og gaf þeim fátæku? Svar: Af því hinir fátæku áttu enga peninga ... ★ Lítill strákur var að fara með kvöldbænirnar sínar. „Ég heyri ekki hvað þú segir elskan,“ hvíslaði mamma hans. „Ég var ekki að tala við þig,“ sagði litli strákurinn. MEIRI ENDING M MINNA SLIT BP Mobil SMUROLÍUR OG SMURFEITI OLÍUVERZLUIM ÍSLANDS HE HAFNARSTRÆTI 5 • REYKJAVÍK SÍMI 24220 60 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.