Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Síða 61

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1982, Síða 61
íslensk skipasaga Fjölva: V anþekking og fordómar Meðal bóka, sem út komu fyrir jól 1980, var Skipabók Fjölva með sérstökum kafla, sem bar heitið íslensk skipasaga. Um þessa bók var fjallað í jólablaði Víkings árið 1980 og þar segir m.a. um ís- lenska kaflann: „Þessi íslenski kafli er bæði fróðlegur og skemmtilegur aflestrar og ætti að vera kærkomin lesning öllum þeim sem áhuga hafa á siglingum og sögu skipa.“ Ástæða þess að ég sting niður penna um þetta atriði hér, er að ég er ekki sammála þessari umsögn um íslenska kaflann í bókinni, því þar er mikið af villum og einnig eru ýmis ummæli í kaflanum á þann veg að auðsjáanlegt er að höfund- ar þjást af fordómum út í þá, sem á landsbvggðinni búa og afla gjald- eyris fyrir þjóðarbúið. Ég ætla hér á eftir að gera nokkra grein fyrir þeim villum, sem ég hef rekið aug- un í, en vil um leið taka fram að hér er ekki um f ullkomna úttekt að ræða og verið getur að villurnar séu miklu fleiri og væri gott að þeir sem þckkingu hafa á þessum mál- um bæti við þessar athugasemdir mínar. ísbjörn, en ekki Ásbjörn Á blaðsíðu 264 (1. dálkur neð- arlega) segir svo: „Kratafélög á ísafirði stórhuga með 4 nýja 80 brl. Svþ.báta, Samvinnufélag Finnbjörn og Ásbjörn . . .“ Ásbjörn Samvinnufélagsins var ekki 80 brl., ég man eftir Ásbirni hér á Isafirði og var það ca. 45 tonna bátur, þ.e. einn af „gömlu“ Samvinnufélagsbátunum. Hér hefði frekar átt að standa Finn- björn og ísbjörn. Særún var í flutningum Á einum stað (bls. 264, ofarlega í 2. dálki) stendur: „Einar Guðf. í Bolv. keypti 100 brl. Svíþjóðarbát Hugrúnu. Þrátt fyrir lélega höfn, heppinn að hún komst í Hval- fjarðarsíld. en síðar í flutningum, sks. Leifur Jónss.“ Ég man ekki eftir Hugrúnu í flutningum, en man hins vegar eftir henni hér um slóðir sem fiskiskipi, sennilega fram yfir 1960. Verið getur að Hugrún hafi VÍKINGUR 61

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.