Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Síða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1983, Síða 30
... AllarNorður- landaþjóðirnar nema ísland, hafa fengið nýju tölvuratsjána ARPA, þ.e. ratsjá meðsjálfvirkri útsendingu og viövörunum gegn árekstri... sínu fegursta þessa 2 daga sem ráðstefnan var. Það var fyrst á þriðja degi, þegar átti að fara i skoðunarferð til Vest- mannaeyja.að gerði ófært veð- ur, en i stað þess sáu fundar- menn Gullfoss, Geysi og Þing- velli i sunnlenskri rigningu eins og hún getur þest og mest orð- iö. Einn helsti ávinningur svona fundar eru hin gagnkvæmu tengsli og skoðanaskipti, sem eru okkur islendingum einkar mikilsverö svo að við eing- angrumstekki. STCW-samþykktin Það kom fram, að kennsla hér i ratsjársamliki og ratsjár- siglingu — 24 std., á 2. stigi fyrir sérstak skirteini i radar- siglingu og siðar aðrar 24 std., á þriðja stigi er algjört lágmark. Norðurlandaþjóðirnar fylgja nú stift ákvæðum þeim og regl- um, sem Alþjóðasiglingamála- stofnunin hefur sett fram í ályktun um samræmda þjálfun og varðstöðu sjófarenda, sem er almennt nefnd STCW- samþykktin, sem er skammstöfun fyrir Standards of Training, Certification and Watchkeeping for Seafarers 1978 — eða staðlar varöandi þjálfun, skirteini og varðstöðu sjófarenda 1978. Með þessari merku ályktun Alþjóðasigl- ingamálastofnunarinnar hefur verið komiö upp alþjóðlegum kröfum í menntun sjómanna. Allar Norðurlandaþjóöirnar nema Island hafa fengið nýju tölvuratsjána — ARPA (Auto- matic Radar Plotting Aids) — þ.e. ratsjá með sjálfvirkri út- setningu og viðvörun gegn árekstri, en þessarar ratsjár verður krafist um þorð í öll ný- byggð skip, sem eru 10.000 BRT eöa stærri næsta haust, frá 1. september 1984. Tæki þetta er einnig mjög mikilsvert i sambandi við þröngar leiðir og aðskildar, aðgreindarsiglinga- leiðir. Stýrimannaskólar á Norðurlöndum og viðar i Evrópu hafa þvi lagt vaxandi áherslu á kennslu i meðferð þessatækis. i beinu framhaldi af sam- þykkt Alþjóðasiglingamála- stofnunarinnar (IMO) hefur einnig verið lögð aukin áhersla á umfjöllun um skipulag vakta i brú — bridge procedure — og vandlega gerða áætlun um ferðir skipa — t.d. val siglinga- leiðar, gögn við siglingu skipa þ.e.a.s. leiðsögubækur o.fl. — Passageplanning —. Stýrimannaskólinn i Kaup- mannahöfn hefur nú fengið vandaðan samliki til að æfa stjórntök (manovresimulator) og er samlikirinn hannaöur í samvinnu milli RACAL — DECCA og Rannsóknastofu skipa (Skipsteknisk Labora- torium) iDanmörku. FISKFRAMLEIÐENDUR Pallagámar Höfum einnig til geymslu til sölu allar og flutnings 1 gerðir á fiskafurðum flutningsbretta. Kíi Hagstætt verð. Betri nýting húsnæðis. Minni pökkunarkostnaður. Lækkaður flutningskostnaður. EINFALT — ÖRUGGT — ÓDÝRT. KOMIÐ — SKOÐIÐ — SANNFÆRIST. Víkurbraut sf., Hjarðarhaga 17, Reykjavík. Símar 11120 — 10458.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.