Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Síða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Síða 8
ÞETTA ER EINSTÖK VERÖLD Guöjón A. Kristjánsson, þekkt aflakló og forseti FFSÍ talar um hafiö, pólitík og persónuleg mál í sfmarabbi viö Sigmund Erni Rúnarsson blaöamann. ÞARNA ÚTI FYRIR Viðtal: Sigmundur Ernir Rúnarsson blaöamaöur Ljósmyndir: Róbert S.V. Miguel o.fl. 8 VÍKINGUR Páll Pálsson ÍS 102 lagöist aö bryggju viö ísafjaröarkaupstaö um sjöleytið sama dag og þetta viðtal var tekið viö Guöjón A. Kristjánsson. Skipstjórinn var helsti ómyrkur í máli þegar spurt var um aflann meðferðis: „Æ, þetta var slappt. Níutíu tonn af þorski“, dæsti hann. „En maður getur heldur ekki búist við svo miklu þegar viö fjórar áttir er að eiga á sama sólarhringnum“, og svo bætti hann bölvi við um vindinn. Annars ragnaði hann ekki mikið í samtalinu sem fylgdi á eft- ir, en talaði þess í stað af festu og ákveðni, kaus meiningum sínum skrúðlausar og skorinorðar setningar. Blátt áfram, ein- lægur og öðru hverju þungt hugsi, enda er auðheyrt að mann- inum stendur ekki á sama um hvernig hann segir hlutina. En hann er líka sagður verða æði harður á brún og óvæginn í orð- um, þyki honum viðsemjendur eða andstæðingar fara fram af ósanngirni. Heima á ísafirði þekkja hann allir undir nafninu Addi Kitta Guj.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.