Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Side 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Side 15
Þetta er þetta: „Ég er samt oft i vafa. Ég hef oftsinnis hugsað minn gang eftir að hafa horft upp á þingmenn flokksins fara akk- úrat öfuga leið á við þá sem þeir höfðu boðað á kosninga- fundunum fyrir kjördag. Mér er gjarnt að efast. Ég er gagnrýnin að eðlisfari." En kýst alltaf flokkinn? „Já, ég hef nú gert það.“ Kanntu svona vel viö hann? „Já, mér likar mjög vel við hann sem stofnun. Þarna rúmast ólikar skoðanir...“ Of ólíkar? „Nei, það finnst mér ekki. Ég held að flokkurinn væri löngu staðnaður ef hann hefði ekki einmitt notið þess- arar breiddar." Leiðir þessi breidd ekki af sér eilífar málamiölanir? „Heildarstefnan er skýr. Vissulega tekur hún tillit til margra hagsmuna, en fólk þarf hinsvegar ekkert að efast um hvar þaö hefur flokkinn í einstökum málum. Hinsvegar halda flokksmenn þingmönnum sinum ekki nógu mikið aðhald, halda þeim ekki nóg við efnið. Það er löngu Ijóst. Þingmenn flokksins hafa alltof oft kom- ist upp með að segja eitt fyrir kosningar og framkvæma annað eftir þær. Þetta kemur til dæmis skýrt fram i skatta- málunum, þar sem þoðið er tekjuskattslækkun en fram- kvæmd tekjusakttshækkun, þar sem boðað er stað- greiðslukerfi en keyrt áfram á gamla kerfinu." Þorsteinn langt frá nógu beittur Hvaö finnst þér verst viö Sjálfstæðisflokkinn ? „Hann gefur alltof mikið eftir í stjórnarsamstarfi", segir Guðjón eftir nokkra um- hugsun og bætir við. „Hann getur verið óþolandi sveigj- anlegur i þeim málaflokkum sem maður hélt að væru hon- um helgastir. Mér finnst það pólitisk afglöp, ef Sjálfstæö- isflokkurinn beitir sér ekki fyrir staðgreiðslukerfi skatta og lækkun tekjuskatts á yfir- standandi þingi." Finnst þér Þorsteinn Páls- son nógu sterkur foringi? Enn hugsar hann sig um góða stund, en kveður svo upp úr: „Nei. Hann er langt i frá nógu óeittur formaður. Hann er alltof óákveðinn. Og ef hann, sem fjármálaráð- herra, beitir sér ekki snarlega fyrir breytingum á skatta- löggjöfinni er ég ansi hrædd- ur um að manninn setji mikið ofan hjá hinum almenna flokksmanni úti á landi". Ertu óánægður meö þingliö flokksins aö ööru leyti? „Rétt eins og í öðrum flokk- um, endurspeglar það ekki nándar nærri nógu vel þær starfsgreinar sem eru til staðar i landinu. Af alþingis- mönnum mætti halda að ann- arhver Islendingur væri annaðhvort bóndi eða lög- fræöingur. Og þrátt fyrir nafn- gift þeirra siðarnefndu, er ég Fundarsetur og aftur fundarsetur eru hlut- skipti þeirra sem velj- ast til forustu í félags- málum. Hér sitja forseti og varaforseti FFSÍ, Guðjón og Helgi Lax- dal, hlið við hlið og hlusta af athygli á ræðumann. „Mér finnst það pólitísk afglöp ef Sjálfstæðisflokk- urinn beitir sér ekki fyrir stað- greiðslukerfi skatta og lækkun tekjuskatts á yfir- standandi þingi". VÍKINGUR 15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.