Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Qupperneq 42
Sigurdór
Sigurdórsson
blaðamaöur
Ljósmyndir:
Róbert o.fl.
42 VÍKINGUR
Aldrei má gefa eftir
þá sofna menn
á verðinum
Rætt við Magnús Jóhannesson
siglingamálast jóra um fjölmargar breytingar sem
eru að verða í öryggis og slysavörnum á sjó.
Öryggismál sjómanna hafa mjög verið í brennidepli síðustu misserin og það hef-
ur ekki bara verið látið sitja við orðin tóm. Margt afar athyglisvert hefur verið
framkvæmt í þeim efnum og enn fleira er á döfinni. Magnús Jóhannesson siglinga-
málastjóri, sem eðli málsins samkvæmt vinnur mest að öryggismálum sjómanna,
er nýkominn af fundi Alþjóöa siglingamálastofnunarinnar, þar sem fundað var um
öryggismál sjómanna í siglingaöryggisnefnd stofnunarinnar. Fundir í þeirri nefnd
eru haldnir á 8 mánaða fresti. í tilefni þessa fór tíðindamaður Víkingsins á fund
Magnúsar og ræddi við hann um þennan fund, sem og annað er varðar öryggismál-
in.
Fjarskiptabylting
„’l siglingaöryggisnefndinni
koma til afgreiöslu mál sem
varða öryggi skipa og áhafna
frá einum átta undirnefndum
sem starfa undir þessari
nefnd og vinna á milli funda.“
— Hvaö var merkast til
umræöu aö þessu sinni?
„Aö sjálfsögöu var fjöl-
margt til umræöu á fundinum
og alltaf matsatriði hvaö telja
skal merkast mála. Þó hygg
ég fjarskiptamálin megi telja
þaö merkilegasta. Þar er búiö
aö taka ákvarðanir um
stefnumarkandi breytingar á
fjarskiptamálum skipa. Mors-
iö, sem neyðarfjarskipti skipa
hafa byggst á um langan ald-
ur, eöa allt frá árinu 1914,
veröur lagt af og í staöinn
kemur til hagnýtingar hin nýja
gervitunglatækni. Á síöasta
fundi var verið að ræöa aö-
lögun skipa aö þessu nýja
kerfi. Einhver aölögunartími
er aö sjálfsögöu nauðsynleg-
ur, en ég tel, og þaö eru fle.iri
á því, aö þessi breyting þurfi
að ganga sem allra hraöast
fyrir sig sökum þess aö sam-
ræming í þessum málum yfir
allan heiminn er bráönauö-
Baujan sem fest er utan á skipiö
og flýtur upp ef skipið ferst. Eft-
ir örfáar minútur eru boð komin
til strandstöðva um gervihnött,
um að skipiö hafi farist og hvar.
synleg. Inni þetta kemur aö
menntun þeirra manna sem
sjá munu um fjarskiptin verð-
ur önnur en verið hefur hjá
loftskeytamönnum. Þaö þarf
því tima til aö mennta þessa
menn upp.“
— Hvernig mun þetta nýja
fjarskiptakerfi virka?
„í sem stystu máli má
segja aö venjulegar strand-
stöövar sem taka viö boðum
frá gervitunglum, svipaðar og
Skyggnir, munu taka beint
viö boöum frá skipum sem
eru nærri landi. En um leið og
þau eru komin fjær, fara boö-
in i gegnum gervitungl. Þetta
eru hin almennu fjarskipti. En
hvaö varðar neyöarfjarskipti,
þá er þar um nýjung aö ræða.
Hvert skip verður útbúið sér-
stakri bauju, sem flýtur sjálf-
virkt upp ef skip ferst. Baujan
sendir þegar frá sér neyöar-
merki uppí gervihnött og þaö-
an þerast svo þoöin til næstu
strandstöðvar. Og ekki bara