Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Síða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Síða 46
Fjárfestingar i auknu öryggi skila sér meö góöum arði til samfé- lagsins. 46 VÍKINGUR Mdrei má... Fjárfestingar í auknu öryggi & þjóðhagslegur sparnaður (Núvirði fjárfestingar) landi og i mörgum tilvikum höfum við gengið lengra en segir í samþykktinni." „Mig langar aðeins að minnast á atriði sem varðar fjarskiptamálin sem við vor- um að ræða áöan, en það er samþykkt frá 1979 um leit og þjörgun. I þeirri samþykkt er gert ráð fyrir því að þjóðir heims skipti með sér haf- svæðinu og hafi uppi strand- stöðvar, sem taki við boðum frá skipum í háska og sendi þau út til nærstaddra skipa. Við islendingar erum ekki aðilar né höfum staðfest þessa samþykkt, og erum eina þjóðin á N-Atlandshafi sem ekki hefur staðfest sam- þykktina. Þessu er auðvitað sinnt hér á landi, en formlega séð er þarna gat, meðan við ekki staðfestum samþykkt- ina. Ég tel mikla nauðsyn bera til að við staðfestum hana i Ijósi þeirra fjarskipta- breytinga sem við vorum að ræða um áðan og eiga að koma til framkvæmda eftir 4 ár. En til þess að við getum staðfest hana verða þeir aðil- ar hér á landi sem sjá um leit og björgun að koma sér sam- an um samræmda stefnu i þessum málum. Hér er um að ræða Slysavarnafélagið, Póst og síma og Landhelgis- gæsluna. Ég veit að þetta er viðkvæmt mál hér á landi en það gengur ekki lengur að við tökum ekki þátt i sameigin- legum aðgerðum á þessu sviði.“ Öryggi mannslífa á hafinu „Þann 1. júli sl. tók gildi þriðji kafli alþjóðasamþykkt- ar, sem nefnist SOLAS og fjallar um breytingar á björg- unar- og öryggisbúnaði fyrir kaupskip. Við erum aðilar að þessari samþykkt og þurfum því að fara eftir henni. Þarna er um að ræða fjölda nýrra ákvæða, sum koma til fram- kvæmda strax, en önnur gilda fyrir ný skip, og enn önnur koma seinna til framkvæmda. Atriði sem koma til fram- kvæmda strax eru m.a. um þjálfun áhafna. Þar má nefna til neyðaráætlun, öll skip eiga nú að vera komin með hana. Þá á að framkvæma reglu- bundið eftirlit með öllum björgunar- og öryggisbúnaði um borð í skipunum og að halda reglulega björgunar- æfingar um borð. Að þessu öllu er nú unnið af kappi hjá kaupskipafélögunum. í sam- þykktinni er gert ráð fyrir að björgunarbúningar verði komnir i öll kaupskip 1. júli á næsta ári. Hér er um aö ræða björgunargalla, sem halda mönnum á floti ef skip sekkur og eru þannig gerðir að menn geta lifaö i 0 gráðu köldum sjó i a.m.k. 6 klukkustundir, slik er varmavörn þessara búninga." Fiskiskipin — Viö höfum nú rætt all mikiö um kaupskipin en hvaö er nýtt í þessum málum varöandi fiskiskipin? „Nú, eins og kunnugt er, er

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.