Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1986, Qupperneq 62
Aftur undir norskan fána
Höfundur:
Karsten
Stenland
yfirstýrimaöur
LPG/C Magellan
Lesendabréfiö
sem hér fylgir er
þýtt úr félagsblaöi
Skipstjórafélags
Noregs (Norsk
Skibsförertidende).
Einn úr forustuliöi
FFSÍ gaukaði því
aö ritstjóra Vik-
ingsins meö ósk
um aö þaö yröi þýtt
og birt. Aö sjálfs-
ögöu er orðið viö
slíkum óskum.
Vafalaust gerir
bréfiö rúmrusk
einhvejrum þeirra
sem sofa í fullvissu
þess aö núverandi
kerfi sé gott og
óumbreytanlegt,
einhverskonar nátt-
úrulögmál. Jafn
vafalítið sjá ein-
hverjir skrattann i
hverri línu bréfsins
og umræöan verö-
ur væntanlega mik-
ii og málefnaleg.
Vonandi sjáiö þiö,
lesendur góöir, eöa
a.m.k. einhverjir
ykkar, ástæðu til
aö skrifa blaöinu
og láta skoðun
ykkar í Ijós. Blaöiö
mun fúslega birta
þaö sem berst um
þetta efni, meö
venjulegum fyrir-
vara um málefna-
lega framsetningu.
Ritstjóri.
62 VÍKINGUR
Mikinn hluta verslunarflot-
ans má reka meö aðeins átta
manna áhöfn. En til þess
verðum viö aö gleyma þvi
algjörlega aö nokkru sinni
hafi verið til þaö sem kallað
er yfirmenn; stýrimenn, vél-
stjórar, vélaveröir, brytar,
matreiöslumenn og loft-
skeytamenn.
Skipin veröa rekin meö
átta skipstæknum. Að
minnsta kosti sex þeirra, en
helst allir, skulu hafa réttindi
þannig aö kröfunum sem
fylgja „gömlu“ stööunum —
skipstjóri, yfirstýrimaöur, 1.
stýrimaöur, yfirvélstjóri, 1.
vélstjóri og rafvirki — veröi
fullnægt. Flestir þeirra skulu
hafa réttindi á telex. Aö
nokkrum tíma liðnum munu
allir hafa réttindi sem sigl-
ingafræðingar og vélstjórar.
Allir eiga þeir kröfu til svip-
aös vinnutíma, 12 — 15 tima á
dag, sjö daga vikunnar. Lik-
amleg vinna er sjálfsögö fyrir
alla og aö undanteknum þeim
störfum sem krefjast sér-
þekkingar, sem skipsmenn
hafa ekki allir, skulu allir
ganga jafnt til allra verka. Hér
á eftir tek ég sérstaklega miö
af gastankskipi, þvi þau
þekki ég best.
Hver þessara átta skips-
tækna á aö geta stjórnað
kælikerfi lestanna, tekiö þátt í
öllum störfum i vélarrúminu
og gengið vaktir viö lestun og
losun. Þegar búið er aö af-
greiða skipsskjölin i landi og
losun og ferming er komin vel
i gang, annast skipstjórinn
t.d. hluta þeirra starfa sem
yfirstýrimaður gerir venju-
lega. Á sjónum ganga tvö eöa
þrjú liö vaktir i brúnni, allt eftir
aöstæðum. Aö minnsta kosti
tveir menn upþfylla kröfurnar,
sem gerðar eru til kunnáttu
rafvirkja um borö. Ef bilun
veröur i vél, veröur einn maö-
ur í brúnni en sjö í vélinni, allir
vel til þess færir. Þegar lagt
er að bryggju er einn maður i
vél en þrir i brúnni, sem
gegna störfum skipstjóra,
stýrimanns og rórmanns.
Þegar fyrsta trossan er kom-
in i land verður skipstjóri einn
eftir i brúnni. Aðalvél er
stjórnað í vélarrúminu. VHF-
tæki flytja samtöl milli brúar
og vélarrúms og reyndar
skulu allir átta áhafnarmeð-
limir bera VHF-tæki. Kerfið
verður að vera fullkomlega
sveigjanlegt. Tveir menn
verða á næturvakt. Þeir sem
ekki sofa á daginn bera VHF-
tækin, svo að til þeirra náist
samstundis úrbrúnni.
Lúkarana önnumst viö
sjálfir. Eldhús- og borðstofu-
vinna verður í lágmarki.
Notkun á örbylgjuofnum
verður aukin og sömuleiðis
verða tilbúnir réttir mest not-
aðir, þannig að hver getur
fengið þann rétt hverju sinni
sem hann langar mest i.
Pappirsvinna verður sömu-
leiöis skorin niður i það
minnsta sem hægt er að
komast af með. Bókhaldið fer
á telexinn.
Hlutfalliö milli siglingatima
og fritíma í landi verður að
vera 1 á móti 1. Siglingatim-
inn veröi einn til tveir mánuð-
ir, breytilegur eftir árstiðum,
siglingaleiðum, vinnuálagi og
öðru sem skiptir máli, i hvert
sinni.
Og launin. Sagt er að hver
sjómaður skapi vinnu fyrir tvo
menn í landi. Við viljum ekki
taka á okkur þrældóm til þess
að þessir tveir menn i landi
haldi sínum störfum, nema fá
eitthvaö i staðinn. Við viljum
fá talsvert i staðinn. Við vilj-
um skattfrelsi og áhættu-
þóknun og við viljum fá lifeyr-
isrétt 50—55 ára, meðal ann-
ars.
Laun veröi að meðaltali
110 — 140 þúsund krónur á
mánuði á mann, svolitið mis-
munandi eftir hvað menn
hafa mikil starfsréttindi.
Þetta kerfi tryggir endur-
nýjunina. Sá sem fer til sjós
verður að hafa haldgóða
tæknimenntun. Sjómanna-
skólarnir verða að taka þátt i
þróuninni. Þegar sjómaður er
heima, á hann að geta farið á
endurhæfingarnámskeið eftir
þörfum og hentugleikum.
Menntunin verður sérhæfing,
sem haldið er við og bætt við
með stuttum námskeiðum
öðru hverju, þegar menn
eru i landi. Mikiö lærist líka i
starfinu um borð. Kennslan á
ekki að verða almenn fræðsla
með ivafi af siglingafræði og
vélfræði. Burt meö nám i
tungumálum, stærðfræði,
skósmiðahagfræði og annaö
þess háttar. Það á maður að
vera búinn að læra áður á
öðrum skólum.
Þessir átta menn geta siglt
skipinu betur og öruggar en
nú tiðkast á skipum undir út-
lendum fánum, með 18
manna áhöfn, þar af 2 — 3
norska.
Engin núverandi stéttarfé-
lög geta kyngt þessu, þess
vegna verðum viö að taka
upp nýtt félagaskipulag.
Margir sjómenn verða
sjálfsagt á móti þessu. Það er
skiljanlegt. Það verður mörg-
um erfiðara og töluverð um-
skipti.
En við erum bestir. Sönn-
um þaö enn einu sinni. Hefur
samfélagið nokkru að tapa á
þvi?
Hver þorir og vill? Til eru
sjómenn sem geta og vilja. Ef
hægt er að græða peninga á
því, eru til útgeröarmenn sem
geta og vilja. Ríkið getur. En
vill rikið?
Navigare necesse est. Eða
eins og Móses sagði: To sea
or not to sea.
(Þýðing: SV.)