Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Qupperneq 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Qupperneq 14
Vonirnar „Það eru allt of margir sem ekkert hugsa um öryggismálin." 14 VÍKINGUR allra smábáta veröi máluð meö skærum lit og munu þær koma til framkvæmda á næsta ári. Eftir 1. janúar 1989 eiga allir bátar upp aö 15 metrum aö vera með 15 cm breiða rönd málaöa í svonefndum öryggislit efst á stýrishúsi eöa á hástokk. Viö teljum aö þetta auðveldi mönnum að sjá bátana ef verið er aö leita að þeim og einnig að þetta minnki hættu á árekstri. Það hafa oröið árekstrar milli stórra og lítilla skipa á undan- förnum árum og ég hef þaö á tilfinningunni aö slíkir árekstrar hafi aukist, enda hefur umferö- in stóraukist vegna fjölgunar smábáta. Ef þessir litlu bátar sjást betur meö því aö mála þá með skærum litum mætti ef til vill fækka slíkum óhöppum. Þetta er því viðleitni til að bæta þar úr. Af atriðum sem falla ekki undir reglugerð má nefna nýjar kröfur hjá okkur um öryggis- búnaö viö netaspil. Meö til- komu „dráttarkarlsins" svo nefnda hefur átt sér stað nokk- ur breyting á netadrætti um borö (skipum. Þær kröfur sem viö gerðum áöur um neyðar- rofa spilsins eru að okkar mati ekki lengur nægilegar með til- komu „dráttarkarlsins". Hætt- urnar á að menn lendi í spilinu eru því annars eðlis en áður var. Því gerum við nú kröfu um að settur verði upp tvívirkur loki, sem er á svipuðum stað og áður en hann stöðvi spilið jafn skjótt, hvoru megin sem menn dragast inn að spilinu. Við telj- um að með tilkomu,, dráttar- karlsins" sé hættan mest fyrir þann sem stendur við netarúll- una. Við höfum kynnt tvívirka lokann bæði fyrir útgerðar- mönnum og smiðjum og teljum að hann muni minnka umtals- vert hættuna á slysum við neta- drátt. Ég vona að þessum til- lögum okkar verði vel tekið og að tvívirkur loki verði kominn um borð í fiskiskipin fyrir næstu vetrarvertíð.“ — Þú sagðir eitt sinn í blaðaviðtali Magnús, að eitt væri að setja reglur og reglu- gerðir, en annað væri að fá menn til að fara eftir þeim. Þú sagðir að oft væri erfitt að fá menn til að fara eftir settum reglum og nefndir sérstak- lega björgunaræfingar um borð í skipum. Hefur einhver hugarfarsbreyting átt sér stað hjá skipstjórnarmönn- um í þessum efnum? „Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að svo sé, ef við lítum almennt á málin. Samt sem áður eru allt of margir sem ekk- ert hugsa um öryggismálin. Og ef við tölum sérstaklega um björgunaræfingarnar, þá sagði ég í þessu sama viðtali fyrir tveimur árum að við værum að byrja með stigmagnandi að- hald. Nú gerum við kröfur um fjórar björgunar- og eldvarnar- æfingar á ári um borð í hverju skipi sem er 100 brúttórúmlestir eða meira. Skoðunarmenn okkar kanna hvort við þetta hefur verið staðið, á síðustu 3 mánuðum áður en skoðun skipsins fer fram. Hafi það ekki verið fær viðkomandi skip ekki haffærnisskírteinið endurnýjað fyrr en björgunar- og eldvarnar- æfing hefur farið fram að skoð- unarmanni viðstöddum. Það hefur komið fyrir að breyta hef-

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.