Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 19
Utan ur heiini Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn. Þetta fengu yfirmenn, áhafnar- meðlimir og tollverðir í Osló að sannreyna þegar upp komst um kerfisbundið smygl sem þeir höfðu skipulagt í samvinnu og gengið snurðulaust í átta ár. Talið er að yfir 60 þúsund flösk- um af eðalvínum hafi verið smyglað á sl. 8 árum uns kerfið brast. Ýmsir svonefndir „fínir menn“ til sjós og lands munu þurfa að sjá af störfum sínum hjá Jahre Line og um borð í Kronprins Harald. Allt að 10 tollverðir munu einnig lenda úti í kuldanum. Stuttar fréttir pá «Kronprins Harald» i .sBBSáii SMUGLER- SKANDALE rii fortollii Oet er offturrer pA -M/S Kronpniu Harald» *om er mvoltvrt tprUimuglingtn, Sigurbjörn Guðmundsson þýddi MÆRSK skipafélagið kemur viða við í tröllauknum rekstri sínum. Flugiðvirðistveraímikl- um uppgangi hjá þeim. Fær- eyjaflugið skilaði 29 milljónum danskra króna í gróða sl. ár. Nýlega keypti félagið 8 Fokker F-50 flugvélar á einu bretti en flugvélar félagsins skipta nú nokkrum tugum. Þá vekur at- hygli að 28 ára gömul kona var gerð að forstjóra yfir vöruflutn- ingaflugvélunum. KÝPURMENN hafa á seinustu 5 árum misst 2,78% af kaup- skipaflota sínum í sjótjónum, en Norðmenn einungis 0,03%. Tjónalistinn er svona: Kýpur 2,78%, Rúmenía 2,01%, For- mósa 1,27%, Grikkland 1,25%, Suður-Kórea 1,06%, Panama 0,87%, Brasilía 0,65%, Filipps- eyjar 0,58%, Júgóslavía 0,53%, Spánn 0,47%, Líbería 0,44%, Saudí-Arabía 0,39%, Danmörk 0,16%, Svíþjóð 0,06%, Finnland 0,05%, Nor- egur 0,03% en tjónaprósenta Rússa fæst ekki gefin upp. Óhappafleyturnar eru gömul stykkjagóssskip með fjöl- mennri áhöfn, ekki hinar mann- fáu og tæknivæddu fleytur nú- tímans. IVARAN LINES. eigandi gámaflutningaskipsins „Amer- icana", ráðgerir að byggja tvö systurskip sömu tegundar. Skipið hefur farþegarými fyrir 100 farþega og siglir um aust- urströnd N-Ameríku, Karíba- hafið og austurströnd S-Amer- íku. Hringferðin tekur 48-52 daga og útgerðinni gengur vel að fylla farþegaplássið. Verðið er 5.500-12.000 $ og er þá allt innifalið. Hár standard er á far- þegarýminu, enda hannað af höfundum „Sea Goddess" far- þegaskipanna. UGLAND skipafélagið í Grim- stad í Noregi er nú á leið í upp- gjör. Þriðja kynslóð eigenda kemur sér ekki saman um reksturinn og er allt útlit fyrir að félagið, sem á 30 kaupskip, lið- ist í sundur. Félaginu hefur vegnað mjög vel hingað til. LAUSAFARMSKIPIN (bulk- carriers) hafa margfaldast í verði. Sem dæmi má nefna að lausafarmskip byggt árið 1972 var keypt í mars 1987 á 3 mill- jónir dollara en selst nú, ári seinna, á 10 milljónir. Hluthafar sem áttu 20% í skipinu (80% eru lán) hafa fengið hlutafé sitt tólffalt til baka. Svipað hefur gerst með ákveðnar tegundir tankskipa. ÁRIÐ 1939 var breski kaup- skipaflotinn 34% af heimsflot- anum, en í dag er hann 2-3%. Árið 1949 voru 35.000 hafnar- verkamenn í Liverpool, en í dag eru þeir um 2.000. Viktoría drottning réði ríkjum frá 1834-1902 og réði yfir fjóröungi jarðar enda var þá sagt: „And the sun never sets in the British Empire". Bretar hafa sannar- lega dregið saman seglin á seinustu 50 árum. BALTIMAR útgerðarfélagið í Vedbæk í Danmörku hefur látið byggja mörg 2.700 tonna kaup- skip í Kína. Reynslan af skipun- um hefur verið góð og hefur fé- lagið aukið pöntunina í 20 skip. Flest þeirra skipa sem komin eru á flot sigla fyrir Ástrali en fáninn er frá Bahama. 27 NORSK KAUPSKIP hafa VÍKINGUR 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.