Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Qupperneq 19
Utan ur heiini
Engin keðja er
sterkari en veikasti
hlekkurinn.
Þetta fengu yfirmenn, áhafnar-
meðlimir og tollverðir í Osló að
sannreyna þegar upp komst
um kerfisbundið smygl sem
þeir höfðu skipulagt í samvinnu
og gengið snurðulaust í átta ár.
Talið er að yfir 60 þúsund flösk-
um af eðalvínum hafi verið
smyglað á sl. 8 árum uns kerfið
brast. Ýmsir svonefndir „fínir
menn“ til sjós og lands munu
þurfa að sjá af störfum sínum
hjá Jahre Line og um borð í
Kronprins Harald. Allt að 10
tollverðir munu einnig lenda úti
í kuldanum.
Stuttar fréttir
pá «Kronprins Harald» i
.sBBSáii
SMUGLER-
SKANDALE
rii
fortollii
Oet er offturrer pA -M/S Kronpniu Harald» *om er mvoltvrt
tprUimuglingtn,
Sigurbjörn
Guðmundsson
þýddi
MÆRSK skipafélagið kemur
viða við í tröllauknum rekstri
sínum. Flugiðvirðistveraímikl-
um uppgangi hjá þeim. Fær-
eyjaflugið skilaði 29 milljónum
danskra króna í gróða sl. ár.
Nýlega keypti félagið 8 Fokker
F-50 flugvélar á einu bretti en
flugvélar félagsins skipta nú
nokkrum tugum. Þá vekur at-
hygli að 28 ára gömul kona var
gerð að forstjóra yfir vöruflutn-
ingaflugvélunum.
KÝPURMENN hafa á seinustu
5 árum misst 2,78% af kaup-
skipaflota sínum í sjótjónum,
en Norðmenn einungis 0,03%.
Tjónalistinn er svona: Kýpur
2,78%, Rúmenía 2,01%, For-
mósa 1,27%, Grikkland 1,25%,
Suður-Kórea 1,06%, Panama
0,87%, Brasilía 0,65%, Filipps-
eyjar 0,58%, Júgóslavía
0,53%, Spánn 0,47%, Líbería
0,44%, Saudí-Arabía 0,39%,
Danmörk 0,16%, Svíþjóð
0,06%, Finnland 0,05%, Nor-
egur 0,03% en tjónaprósenta
Rússa fæst ekki gefin upp.
Óhappafleyturnar eru gömul
stykkjagóssskip með fjöl-
mennri áhöfn, ekki hinar mann-
fáu og tæknivæddu fleytur nú-
tímans.
IVARAN LINES. eigandi
gámaflutningaskipsins „Amer-
icana", ráðgerir að byggja tvö
systurskip sömu tegundar.
Skipið hefur farþegarými fyrir
100 farþega og siglir um aust-
urströnd N-Ameríku, Karíba-
hafið og austurströnd S-Amer-
íku. Hringferðin tekur 48-52
daga og útgerðinni gengur vel
að fylla farþegaplássið. Verðið
er 5.500-12.000 $ og er þá allt
innifalið. Hár standard er á far-
þegarýminu, enda hannað af
höfundum „Sea Goddess" far-
þegaskipanna.
UGLAND skipafélagið í Grim-
stad í Noregi er nú á leið í upp-
gjör. Þriðja kynslóð eigenda
kemur sér ekki saman um
reksturinn og er allt útlit fyrir að
félagið, sem á 30 kaupskip, lið-
ist í sundur. Félaginu hefur
vegnað mjög vel hingað til.
LAUSAFARMSKIPIN (bulk-
carriers) hafa margfaldast í
verði. Sem dæmi má nefna að
lausafarmskip byggt árið 1972
var keypt í mars 1987 á 3 mill-
jónir dollara en selst nú, ári
seinna, á 10 milljónir. Hluthafar
sem áttu 20% í skipinu (80%
eru lán) hafa fengið hlutafé sitt
tólffalt til baka. Svipað hefur
gerst með ákveðnar tegundir
tankskipa.
ÁRIÐ 1939 var breski kaup-
skipaflotinn 34% af heimsflot-
anum, en í dag er hann 2-3%.
Árið 1949 voru 35.000 hafnar-
verkamenn í Liverpool, en í dag
eru þeir um 2.000. Viktoría
drottning réði ríkjum frá
1834-1902 og réði yfir fjóröungi
jarðar enda var þá sagt: „And
the sun never sets in the British
Empire". Bretar hafa sannar-
lega dregið saman seglin á
seinustu 50 árum.
BALTIMAR útgerðarfélagið í
Vedbæk í Danmörku hefur látið
byggja mörg 2.700 tonna kaup-
skip í Kína. Reynslan af skipun-
um hefur verið góð og hefur fé-
lagið aukið pöntunina í 20 skip.
Flest þeirra skipa sem komin
eru á flot sigla fyrir Ástrali en
fáninn er frá Bahama.
27 NORSK KAUPSKIP hafa
VÍKINGUR 19