Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 20
Utanúrhcimi Um þaö bil 10 stór segl- skip sigla nú með skemmtiferðamenn. Flest þeirra eru í Karíba- hafi og taka á annað hundrað farþega hvert. Þetta tveggja skrokka skip (catamaran) er enn á teikniborðinu og bíöur kaupanda. Efiaust verð- ur þess ekki langt að bíöa að þetta sérstæöa skip verði að veruleika. Þýskir sáu um hönnun- ina. oröið fyrir árásum á Persaflóa seinustu 6 mánuöi. Tveir sjó- menn hafa látið lífið og tíu særst. TERKOL útgerðarfélagið í Ár- ósum hefur nú fengið fyrsta tankskip sitt af sex skipum sömu gerðar sem félagið hefur í smíðum í Nordsöværftet í Ringköbing. Skipin eru 3.300 tonn dw. og áhöfnin 9 manns. Terkol mannar skipin en A.P. Möller sér um að útvega farm. Demanders 20 VÍKINGUR ,VELA OG TÆKJAh MARKAÐURINNf KÁRSNESBR. 102A s 64 14 45 NIS (Norwegian International Shipping Register) er nú eins árs. Á fyrsta árinu hafa 13 mill- jónir tonna verið skráðar þar. Flest eru skipin í norskri eigu og hafa verið flutt þangað undan öðrum þægindafánum en slatti undan hinum eina sanna norska fána. ÍRANSKA tankskipafélagið er nú stærst í heimi í útgerð tank- skipa. Félagið gerir út 30 tank- skip, samtals 6 milljónir tonna dw. AUSTURASÍUFÉLAGIÐ danska kaupir nú 4-5 timbur- flutningaskip og eru flest skip- anna rúmlega 40.000 tonn dw. að stærð. Þá kaupir félagið einnig tankskip. BROTAJÁRNSVERÐ kaup- skipa hefur sjaldan verið hærra en nú og eru greiddir 268 $ fyrir tonnið I pottana. EYJAN FANÖ úti fyrir Esbjerg var skömmu fyrir aldamót einn helsti útgerðarstaður seglskipa í farmfiutningum og voru á þeim tíma gerð þaðan út um 130 seglskip (46.000 brúttó- lestir). Nú eru einungis 2-3 kaupskip gerð út og skráð í þessari frægu seglskipaeyju. FÆREYSKU skipafélögin urðu flest undir í siglingakreppunni. Af um 30 kaupskipum sem Færeyingar eignuðust á sein- ustu 4-5 árum hafa þeir misst 22 út úr höndunum og eru nú einungis 8 kaupskip eftir. Sein- asta uppgjör var á „Helenu" og voru skuldirnar 93 milljónir d.kr. en Færeyingum tókst að fá skipið á nauðungaruppboðinu fyrir 33,6 milljónir d.kr.. SVÍAR ætla að gera út fjöl- hæfnisskip með þriggja manna áhöfn. Hannað hefur verið flutningaskip sem á að lesta 1.950 tonn af olíu í botntank- ana, á þilfari getur skipið flutt 2812 metra langar vörubifreiðir (trailers) og á efsta þilfari trjá- vörur í búntum. Eru nú tvö skip í smíðum í Hollandi og eiga þau að sigla milli Karlstads og Gautaborgar. GRÍSKIR útgerðarmenn keyptu 300 kaupskip á sein- asta ári. UNDIR NORSKUM fána og NIS eru nú skráðar samanlagt 30 milljónir tonna dw. MACAO hefur nú boðið fram þægindafána fyrir næstu 10 ár en þá sameinast dvergríkið Kína. GAMBÍA hefur einnig boðið fram þægindafána svo úr nógu er að velja. TALA AÐGERÐARLAUSRA kaupskipa hefur ekki verið lægri seinustu sjö ár. 108 tank- skip lágu við festar og 490 önn- ur kaupskip. DIS (Danish International Shipping Register) er nú orðið að veruleika. Á fyrsta degi voru 54 skip tilbúin til skráningar. Kafað var í bunkann og varð „Mercandian Universe" fyrsta skipið sem skrásett var. Mörg önnur Mercandia-skip fylgdu á eftir. 19 gámaflutningaskip voru og mætt í hrúguna enda af nógu að taka á þeim bæ (150-160 skip). Skattfrelsi danskra mun verða algert en kaupið lækkar að sama skapi. Ekki hef ég enn séð kauplista, en eitt er á hreinu að kaup danskra háseta (fastakaup fyrir 38 stundir) er 1.001 $ en ofan á það bætist eftirvinna, frídagar, orlof o.fl. PÓLVERJAR eru nú að hefja skráningu fyrir þægindafána. Markmiðið er að útvega þólsk- um sjómönnum atvinnu. Þjóð- verjar eru þegar búnir að skrá þrjú skip og eitthvað hefur ís- lenskur útgerðarmaður þefað uppi pólska sjómenn og eymd- arkjör þeirra. MIKIL ÁTÖK eru nú á þeim markaði er skemmtiferðaskip hafa gert frægan og reyna þeir sterkustu að kaupa upp flota annarra félaga. Meira um það næst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.