Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Síða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Síða 25
Sjóslys rannsökuð í aldarfjórðung Þaö er orðið að föstum lið þegar líða tekur á árið að út kemur ársskýrsla Rannsóknar- nefndar sjóslysa. Þessi skýrsla hefur komið út um árabil en á þessu ári er liðinn aldarfjórð- ungur síðan nefndin var sett á laggirnar og skipulegar rann- sóknir á sjóslysum hér við land hófust. Aö þessu sinni er að finna í skýrslu nefndarinnar álit henn- ar á 58 slysum og óhöppum hér við land. Alls kannaði nefndin 74 atvik en af þeim þótti ekki ástæða til að gefa út álit í sex málum. í formála að skýrslunni kemst formaður nefndarinnar, Haraldur Blöndal, að þeirri nið- urstööu að líklegur fjöldi bóta- skyldra slysa á íslenskum skip- um árið 1987 haf i verið um 530. í vor var búið að tilkynna 499 slys til Tryggingastofnunar rík- isins eins og skylt er að gera. En miðað við „venjulegan tras- sagang má búast við að enn vanti tilkynningar um 30 slys“ eins og segir í formálanum. Raunar birtir nefndin sérstaka ályktun um vanrækslu á lög- bundinni tilkynningarskyldu at- vinnurekenda og leggur til að sett verði viðurlög við slíkum trassaskap. Auk álitsgerða um sjóslys birtast í skýrslunni í ár nokkrar ályktanir auk þeirrar sem þegar er nefnd. í þeim er fjallað um SKÝRSLA Rannsóknarnefndar sjóslysa fyrir árió 1987 W m ■ frágang á færum við netalögn, slys á smábátum, vanrækslu á færslu skipsbóka, stöðugleika fiskiskipa, reynslu af sleppi- búnaði gúmmíbjörgunarbáta o.fl. arfjórðungsafmælis nefndar- innar með því að birt er saman- tekt Kristjáns Guömundsson- ar, framkvæmdastjóra nefndarinnar, á störfum nefnd- arinnar frá því hún var stofnuð. Þá er í skýrslunni minnst ald- Stígvél þessi eru sérstaklega hönnud fyrir matvælaidnað, svo sem fisk- og kjötvinnslu. Þau eru alveg varin gegn dýrafitu, sjávarefnum úr fiski, öllum jurta- og jarðolíum svo og leysiefnum. SÓLI: Alveg stamur í slori, dýrafitu og öllum olíum. Efni í yfirhluta: Acifort. Efni í fóðri: Nylon. Stærðir: 3-13 (36-48) Hæð: 38 cm (43) FRAMLEIÐANDI: Heildverslun H.J.SVEINSSON HF. SIGTÚN 9, 105 REYKJAVÍK, SÍMI 68-78-88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.