Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Page 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Page 33
MýJUMGAR TÆKNI og viögeröir geta einungis fariö fram í slipp eöa dokk. Þegar um fiskiskip og drátt- arbát er aö ræöa skapast mikil hætta fyrir ásþéttiö þegar tóg eöa net fara í skrúfuna og vefj- ast um hana. Fyrirtækið „Kobe Steel ltd“ framleiöir ásþétti sem býöur upp á talsvert öryggi gagnvart fyrrnefndum þáttum. Meðfylgjandi mynd sýnir langskurð og þverskurö af ás- þéttinu. Þéttihringirnir eru venjuleg uggaþétti (Sealing Ring) sem gerö eru úr olíuþolnu gúmmíi. Tveir hringir, #1 og #2, þétta móti sjónum en hringirnir #3 og #3S þétta á móti olíunni. Viö venjulegan rekstur starfar þéttihringur #3S einvörðungu sem varahringur (Spare Seal- ing Ring). Þetta er framkvæmt á þann hátt aö smurolíuþrýst- ingurinn er haföur sá sami í skutpípunni og í rýminu milli hringjanna #3 og #3S en þá er opið fyrir lögnina sem leiöir ol- íuna aö þessu rými. Þessi lögn sést á teikningunni. Ef þétti- hringur #3 verður óþéttur kem- ur fram lækkun á olíuhæð í hæöarkeri eins og áöur er sagt. Viö þessar aðstæður skal loka fyrir smurolíaðstreymi aö rým- inu milli hringjanna #3 og #3S. Viö þessa aðgerð myndast þrýstifall yfir hringinn #3S og þar meö er hann virkjaður sem þéttihringur. Á myndinni má sjá hina svokölluðu tóghlíf (Rope Guard) sem fest er viö skutpípuendann og á aö hindra aö tóg eöa net vefjist um ás- þéttiö. Á myndinni má einnig sjá netgjörðina (Net Protector) en meö þessu fyrirkomulagi telur framleiöandi meiri líkur á því aö dót sem fer í skrúfuna vefjist upp milli skrúfublaöa og net- gjarðar og þar meö verði ás- þétti og tóghlíf hlíft. Framleiöandi fullyröir aö varahlutir og þjónusta fyrir ás- þéttiö sé til staðar í öllum helstu hafnarborgum heims. Aðalskrifstofa fyrirtækisins í Þýskalandi er Kobe Steel Ltd, Machinery Division, Immer- mann Str. 10,4000 Dusseldorf, F.R. Germany. Breytt viðhorf gagnvart hönnun og rekstri kælikerfa Ýmsar athafnir manna hér á jöröinni eru þess eölis aö þær hafa áhrif á efnasamsetningu gufuhvolfsins meö því aö hliðra á einhvern hátt því jafnvægi á efnabreytingum sem stöðugt eiga sér staö við yfirborð jarö- arinnar eða í gufuhvolfinu. Aö undanförnu hafa „freon“- efnin veriö mjög í sviðsljósinu en nú þykir sannað að þessi efni brjóta niðuróson (Oa) sam- eindir í venjulegar súrefnis- sameindir (02). Ósonlag gufu- hvolfsins kemur aö miklu leyti í veg fyrir að útfjólubláir geislar frá sólu nái yfirboröi jarðar og vinnur óson því sem verndar- hjúpur fyrir lífríki jarðarinnar. Veiking á ósonmagni gufu- hvolfsins mundi því hafa í för með sér aukna útfjólubláa geislun, viö yfirborö jarðar, og óttast menn aö afleiöingin yröi aukning á húökrabbameini hjá mönnum auk margra alvar- legra kvilla sem komið gætu upp í plöntu- og dýraríkinu og eru höfin þá ekki undanskilin. Einnig er rætt um aö aukin út- fjólublá geislun geti stuölaö aö auknum gróðurhúsaáhrifum. Nokkuð stór hluti þess „freons", sem sleppur út í andrúmsloftið, er talinn koma frá starfandi kælikerfum en eins og kunnugt er eru „freon“-kælimiðlar orðnir mjög algengir bæði í stórum og smáum kælikerfum. Ekki er hægt aö setja alla freon-kælimiðla undir sama hatt því þeir eru mis hættulegir gagnvart eyöingu óson-lagsins og hafa þeir verið flokkaðir í svokallaöa haröa (fullstandiga) og veika (ofulstandiga) kæli- miðla. Þaö sem einkennir hiö sterka freon er aö þaö inniheld- VÍKINGUR 33

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.