Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Síða 42
Sigurdór
Sigurdórsson
tók saman
Teikningar:
Birgir
Andrésson
Vísnaþáttur
Þrátt fyrir þá staðreynd að
brageyra íslendinga hefur
nokkuð þynnst, er enn til fólk
sem yrkir stökur og enn fleiri
sem hafa nokkra ánægju af
góðum vísum. í trausti þess
birtum við nú í Víkingnum
vísnaþátt, þar sem leitað verð-
ur fanga vítt og breytt.
Því er við hæfi að byrja á vísu
eftir snillinginn Steingrím Bald-
ursson í Nesi, þar sem hann
lýsir viðhorfi íslendinga til stök-
unnar:
Allt sem þjóöin átti og naut,
alit sem hana dreymir,
allt sem hún þráöi og aldrei hlaut
alþýöustakan geymir.
Stefán G. Stefánsson Kletta-
fjallaskáld lýsir þessu á svipað-
an hátt:
Undarleg er íslensk þjóð
allt sem hefur lifaö
hugsun sína og hag í Ijóö
hefur hún sett og skrifað.
Hlustir þú og sé þér sögö
samankveöin bagan
þér er upp í lófa lögð
landið, þjóöin, sagan.
Alkunn er þessi vísa:
Ferskeytlan er Frónbúans
fyrsta barnaglingur,
en reynist svo í höndum hans
hvöss sem byssustingur.
Hér fyrrum þótti fólki fátt verra
en fá á sig hvassa ádeiluvísu
og vissulega gátu ferskeytlur
verið hvassar sem byssusting-
ur. Því til sönnunar má benda á
þessa alkunnu vísu Páls Víta-
líns um Björn Pétursson sýslu-
mann á Burstafelli:
Kúgaöu fé af kotungi
svo kveini undan þéralmúgi,
þú hefnir þess í héraöi
sem hallaðist á alþingi.
Egill Jónasson frá Húsavík er
einhver snjallasti hagyrðingur
sem nú er uppi á íslandi. Hann
er lítt hrifinn af svo kölluðum
atómskáldskap og þegar vinur
hans Kristján frá Djúpalæk gaf
út bók með nútímaljóðum sem
hann nefndi „Þrílæki" eftir að
hafa ort
hefðbundið fram að því orti Eg-
ill til hans vísu eftir að hafa lesið
„Þrílækju." Vísan er harður rit-
dómur:
Gegnum landiö lygn og beinn
leið á slóðum kunnum,
djúpur lækur, áöur einn,
oröinn að þremur grunnum.
Einhverju sinni átti Egill við
magakvilla að stríða. Læknir
hans Daníel Daníelsson hafði
sagt Agli að hann mætti alls
ekki bragða áfengi meðan
hann væri aö fá sig góðan í
maganum. Vinur Egils átti sjöt-
ugsafmæli meðan á þessu
stóð. Sá lá á sjúkrahúsi og
þegar Egill heimsótti hann dró
afmælisbarnið upp brennivíns-
flösku og bað Egil skála við sig í
tilefni dagsins. Egill fékk sér tár
í tappann, aðeins dropa. Um
nóttina varð hann svo afar