Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Blaðsíða 52
NjíÖS'lá 52 VIKINGUR NOREGUR. Hafrannsóknarstofnun þeirra hefur gefiö út jákvæöa skýrslu hvaö veiðihorfur varöar í yfirliti sínu fyrir árið 1988. Þó mælir stofnunin meö minni veiðum á flestum tegundum í Barentshafi og Noröursjó. Þar sér hún fyrir vandamál í fram- tíðinni vegna greinilegs hruns í loðnustofninum og þeirrar staðreyndar aö vorgotslaxinn er svo ofveiddur að stofninn mun veröa lengi aö ná sér á strik. Rækjan í Barentshafi er líka í hættu vegna ofveiði og auk þess harðari baráttu í fæöuöflun vegna aukningar á þorski og ýsu á þessum slóö- um. NORSKUR ELDISLAX er sýktur af gyrodactyl- us-sníklinum og hefur þessi sníkill breiöst út í vatnakerfi Drammenárinnar. Erfðaeiginleikar villts lax í Noregi eru í hættu þar sem nýlega varð uþþvíst að 50% af laxa-hængum sem fyrirfundust í nokkrum ám í Noregi voru frá laxeldisstöðvum. KANADÍSKAR RANNSÓKNIR eiga kannske eftir að auka markað fyrir saltaðan fisk. Áhuginn á söltuðum fiski hefur fram til þessa takmarkast vegna þess hve langan undirbúning þarf til að gera hann tilbúinn til matreiðslu (allt upp í 12 tíma) og auk þess vegna takmarkaðs áhuga ungra neytenda á saltaðri matvöru. Kanadíska saltfisk- sambandið í samvinnu við sjávarútvegsráðu- neytið og með fjárhagslegri aðstoð frá Nýfundna- landsstjórn hefur fundið upp nýja vinnsluaðferð og munu setja á markað 13 tegundir af söltuðum fiski sem er auðvelt að matreiða og á einkum að höfða til ungra neytenda með þessum réttum úr saltaða fiskinum. RÚSSAR eru með stærsta fiskiskip í heimi í smíð- um í Finnlandi. Verksmiðjuskip þetta á að heita Samvinna (Co-operation) og mun hafa 520 manna áhöfn um borð í einu — skipaða konum mestan part. Hönnuður skipsins segir að mögu- legt sé að veiða og vinna 300 tonn af fiski á dag og nýtingin sé slík að úrgangurinn sé einungis örlítið af skolpi! Þetta risastóra 180 metra langa skip mun athafna sig á Norður-Kyrrahafi og aðal- lega veiða risakrabba. Hvert úthald mun standa í 3 mánuði og mun fiskvinnslufólkið vinna á 11 tíma vöktum. SOVÉSKIR DÓMSTÓLAR ráðast nú af hörku gegn veiðiþjófum. í sumar voru tveir japanskir veiðimenn fundnir sekir fyrir rétti í borginni Nak- hodka um að hafa veitt rauð-krabba innan 200 mílna efnahagslögsögu Sovétríkjanna. Annar skútueigandinn var dæmdur í 6 mánaða fangelsi en skip hins gert upptækt og auk þess var hann dæmdur í háar fjársektir. Samkvæmt sovéskum lögum má dæma útlendinga í alltað 20.000 doll- ara sekt, árs fangelsi og auk þess gera upptækan afla þeirra, veiðarfæri og skip. TRINIDAD. Dagblöð halda áfram að skýra frá ólöglegum veiöum fiskimanna frá Bandaríkjunum i efnahagslögsögu Trinidad. Fréttamenn segja að veiðimennirnir bandarísku hafi flutt veiðar sín- ar til AusturKarabíska hafsins eftir að hafa þurra- usið miðin af fiski við austurströnd Bandaríkj- anna. FRANSKI SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRANN Ambroise Guellec er hættur í því starfi eftir tvö ár en hann var allan tímann áhyggjufullur vegna stefnu Efnahagsbandalagsins í fiskveiðimálum. Hann gaf til kynna að í bígerð væri að Norður- Evrópulöndin í bandalaginu yrðu látinn vinna inn- fluttan fisk og jafnframt fengin til að minnka veiði- flota sinn gegn fjárhagsaðstoð...Suður-Evrópu- löndin myndu hins vegar sjá um fiskveiðarnar. Orð ráðherrans að skilnaði voru: Þaö sem upp er á Evrópu mun snúa niður. Hann óttast að sá tími muni koma að fiskveiði- þjóðirnar sem sjá Efnahagsbandalaginu fyrir fiski vilji vinna úr eigin hráefni, og jafnframt að fisk- veiðisvæði um norðanverða Evrópu verði ofveidd og ekkert komi í þeirra stað. í apríl á þessu ári var öllum styrkjum til smíði nýrra fiskveiðiskipa slegið á frest, þar til öll ríki innan bandalagsins hafa tilkynnt um stærð núverandi flota. Ráðherrar á fundi bandalagsins í Cuxhaven í Vestur-Þýska- landi í apríl síðastliðnum voru á einu máli um að aðalvandi útgeröar Efnahagsbandalagsland- anna væri hinn allt of stóri floti miðað við fiski- stofnana í sjónum. írar, Hollendingar og Danir mundu verða verst úti ef af þessum fiskveiðiflota- niðurskurði yrði. NORSKUR ELDISLAX hefur nælt sér í enn einn sjúkdóminn, og herjar þessi á hjartað. Án nokk- urra sjáanlegra merkja um veikindi deyr eldislax- inn nú úr hjartaslagi. Hjörtu dauðra fiska eru ýmist óeðlilega stór eða sprungin, lifrin litlaus og kviðar- holið oft fullt af vökva. Engin baktería hefur fund- ist í dauða fiskinum, en vísindamenn grunar að hér sé vírustegund um að kenna, jafnvel stressi..., eða stafi af einhverju í fæðunni, t.d. loðnu. Þessarar hjartveiki í eldislaxi hefur einnig orðiö vart í Skotlandi og á írlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.