Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Qupperneq 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1988, Qupperneq 52
NjíÖS'lá 52 VIKINGUR NOREGUR. Hafrannsóknarstofnun þeirra hefur gefiö út jákvæöa skýrslu hvaö veiðihorfur varöar í yfirliti sínu fyrir árið 1988. Þó mælir stofnunin meö minni veiðum á flestum tegundum í Barentshafi og Noröursjó. Þar sér hún fyrir vandamál í fram- tíðinni vegna greinilegs hruns í loðnustofninum og þeirrar staðreyndar aö vorgotslaxinn er svo ofveiddur að stofninn mun veröa lengi aö ná sér á strik. Rækjan í Barentshafi er líka í hættu vegna ofveiði og auk þess harðari baráttu í fæöuöflun vegna aukningar á þorski og ýsu á þessum slóö- um. NORSKUR ELDISLAX er sýktur af gyrodactyl- us-sníklinum og hefur þessi sníkill breiöst út í vatnakerfi Drammenárinnar. Erfðaeiginleikar villts lax í Noregi eru í hættu þar sem nýlega varð uþþvíst að 50% af laxa-hængum sem fyrirfundust í nokkrum ám í Noregi voru frá laxeldisstöðvum. KANADÍSKAR RANNSÓKNIR eiga kannske eftir að auka markað fyrir saltaðan fisk. Áhuginn á söltuðum fiski hefur fram til þessa takmarkast vegna þess hve langan undirbúning þarf til að gera hann tilbúinn til matreiðslu (allt upp í 12 tíma) og auk þess vegna takmarkaðs áhuga ungra neytenda á saltaðri matvöru. Kanadíska saltfisk- sambandið í samvinnu við sjávarútvegsráðu- neytið og með fjárhagslegri aðstoð frá Nýfundna- landsstjórn hefur fundið upp nýja vinnsluaðferð og munu setja á markað 13 tegundir af söltuðum fiski sem er auðvelt að matreiða og á einkum að höfða til ungra neytenda með þessum réttum úr saltaða fiskinum. RÚSSAR eru með stærsta fiskiskip í heimi í smíð- um í Finnlandi. Verksmiðjuskip þetta á að heita Samvinna (Co-operation) og mun hafa 520 manna áhöfn um borð í einu — skipaða konum mestan part. Hönnuður skipsins segir að mögu- legt sé að veiða og vinna 300 tonn af fiski á dag og nýtingin sé slík að úrgangurinn sé einungis örlítið af skolpi! Þetta risastóra 180 metra langa skip mun athafna sig á Norður-Kyrrahafi og aðal- lega veiða risakrabba. Hvert úthald mun standa í 3 mánuði og mun fiskvinnslufólkið vinna á 11 tíma vöktum. SOVÉSKIR DÓMSTÓLAR ráðast nú af hörku gegn veiðiþjófum. í sumar voru tveir japanskir veiðimenn fundnir sekir fyrir rétti í borginni Nak- hodka um að hafa veitt rauð-krabba innan 200 mílna efnahagslögsögu Sovétríkjanna. Annar skútueigandinn var dæmdur í 6 mánaða fangelsi en skip hins gert upptækt og auk þess var hann dæmdur í háar fjársektir. Samkvæmt sovéskum lögum má dæma útlendinga í alltað 20.000 doll- ara sekt, árs fangelsi og auk þess gera upptækan afla þeirra, veiðarfæri og skip. TRINIDAD. Dagblöð halda áfram að skýra frá ólöglegum veiöum fiskimanna frá Bandaríkjunum i efnahagslögsögu Trinidad. Fréttamenn segja að veiðimennirnir bandarísku hafi flutt veiðar sín- ar til AusturKarabíska hafsins eftir að hafa þurra- usið miðin af fiski við austurströnd Bandaríkj- anna. FRANSKI SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRANN Ambroise Guellec er hættur í því starfi eftir tvö ár en hann var allan tímann áhyggjufullur vegna stefnu Efnahagsbandalagsins í fiskveiðimálum. Hann gaf til kynna að í bígerð væri að Norður- Evrópulöndin í bandalaginu yrðu látinn vinna inn- fluttan fisk og jafnframt fengin til að minnka veiði- flota sinn gegn fjárhagsaðstoð...Suður-Evrópu- löndin myndu hins vegar sjá um fiskveiðarnar. Orð ráðherrans að skilnaði voru: Þaö sem upp er á Evrópu mun snúa niður. Hann óttast að sá tími muni koma að fiskveiði- þjóðirnar sem sjá Efnahagsbandalaginu fyrir fiski vilji vinna úr eigin hráefni, og jafnframt að fisk- veiðisvæði um norðanverða Evrópu verði ofveidd og ekkert komi í þeirra stað. í apríl á þessu ári var öllum styrkjum til smíði nýrra fiskveiðiskipa slegið á frest, þar til öll ríki innan bandalagsins hafa tilkynnt um stærð núverandi flota. Ráðherrar á fundi bandalagsins í Cuxhaven í Vestur-Þýska- landi í apríl síðastliðnum voru á einu máli um að aðalvandi útgeröar Efnahagsbandalagsland- anna væri hinn allt of stóri floti miðað við fiski- stofnana í sjónum. írar, Hollendingar og Danir mundu verða verst úti ef af þessum fiskveiðiflota- niðurskurði yrði. NORSKUR ELDISLAX hefur nælt sér í enn einn sjúkdóminn, og herjar þessi á hjartað. Án nokk- urra sjáanlegra merkja um veikindi deyr eldislax- inn nú úr hjartaslagi. Hjörtu dauðra fiska eru ýmist óeðlilega stór eða sprungin, lifrin litlaus og kviðar- holið oft fullt af vökva. Engin baktería hefur fund- ist í dauða fiskinum, en vísindamenn grunar að hér sé vírustegund um að kenna, jafnvel stressi..., eða stafi af einhverju í fæðunni, t.d. loðnu. Þessarar hjartveiki í eldislaxi hefur einnig orðiö vart í Skotlandi og á írlandi.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.