Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1990, Síða 36
A.M. SIGURÐSSON
36 VÍKINGUR
MESA 850
SUNDMAGAVÉLIN
AM. Sigurösson er
fyrirtæki, sem fram-
leiðir sérhæfðar
fiskvinnsluvélar, til
að auka nýtingu úr sjávarfangi
t.d. úr hausum, hryggjum og
slógi. Starfsemin hefur í tals-
verðum mæli beinst að nýjung-
um og þróun. Fyrirtækið er
staðsett í Hafnarfirði og rekur
þar verkstæði.
MESA 850 Sundmagavélin
tekur sundmaga og hold af
þorskhryggjum hvort sem er
eftir flatningu eða flökun.
Hryggirnir koma inn á safnborð
sem er áfast við vélina og er
síðan stungið inn í hana, þar
sem sundmaginn er skorinn frá
um leið og holdið er skafið af
hryggnum. Vélin er með stig-
lausri hraðastillingu og er hægt
að mata vélina eins hratt og
einn maður ræður við. Einn
maður getur auðveldlega mat-
að vélina á 15 - 25 hryggjum á
mínútu. Línurit 1 og 2 sýna af-
köst og nýtingu fyrir hryggi frá
200 -600g að þyngd en vélin
ræður við hryggi frá ca 150g og
upp úr. Möguleiki er á að hirða
eingöngu hold og auka með því
afköstin ef ekki er áhugi á að
hirða sundmagann. Einnig er
hægt að hirða hold af hryggjum
fisktegunda sem hafa lítinn
sundmaga eins og ufsa.
Vélin er smíðuð úr ryðfríu
stáli og plasti. Stæröir eru
(l.b.h) 1500.600.1370mm. Hún
gengur fyrir rafmagni (220 -
380v) og er loftstýrð. Þrír raf-
mótorar taka samtals 2,6 kw.
Þrýstijafnari með sjálfsmurn-
ingu leyfir stillingu á loftþrýst-
ingi inn á vélina. Vélin er á hjól-
um og er mjög meðfærileg.
Þyngd ca 100 kg. Fyrir framan
innmötunaropið er safnborð. Á
stýriskáp eru start- og stopprof-
ar. Vélin er mjög örugg í notk-
un, auk þess sem neyðarrofi er
staðsettur innan seilingar frá
starfsmanni. Vélin er tekin út af
Rafmagns- og Öryggiseftirliti.
Vélin er þrautreynd og hafa vél-
ar af þessari gerð verið í þróun
frá 1987 og í vinnslu frá 1989 og
er vélin fullþróuð.
Á.M. SIGURÐSSON: MESA
850 SWIM BLADDER
MACHINE
Á. M. Sigurðsson is a pro-
ducer of specialized fish
processing machines for im-
proving utilization of fish
catches e.g. from heads,
backbones and intestines.
Its operation has been aimed
at developing new machines
for this purpose. The produc-
tion facilities are located in
Hafnarfjörður, lceland.
The MESA 850 swim blad-
der machine removes swim
bladders and flesh from cod
backbones after splitting or
filleting. The backbones en-
ter the machine’s collecting
table and are then pushed
into the machine, which cuts
the swim bladder from the
backbone and at the same
time removes the flesh. The
machine has continuously
adjustable speed control and
it can be fed as fast as one
man can manage. One man
can easily feed 15-25 back-
bones per minute. Figures 1
and 2 show capacities and
yields for backbones weigh-
ing 200 -600g. The machine
can however process back-
bones weighing from ca
150g and to the largest size.
It is possible if so desired to
collect only flesh and thereby
increase capacity if it is not of
interest to collect the swim
bladders for instance if these
are too small. Also it is pos-
sible to collect flesh from
backbones of fish species
having small swim biadders
such as saithe.
The machine is made from
stainless steel and plastics.
Its dimensions are (l.wþ.h)
1500.600.1370mm. It is elec-
trically driven with three elec-
tric motors requiring 2.6 kw,
200 - 380v, and pneumati-
cally controlled. Its pressure