Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1990, Blaðsíða 51
ar sinnar samhæfir sig vel,
engir flöskuhálsar myndast og
nýting tíma því góð, möguleikar
eru á fjölbreytni í vinnslu og
auðvelt að koma við hópbónus.
Meðhöndlun
fiskkassa
Oddi hefur nú afgreitt yfir 100
kassaklær og hefur rúmur
helmingur þeirra verið fluttur út
til Kanada, Grænlands, Dan-
merkur, Chile og víðar. Kassa-
losararnir hafa einnig notið vin-
sælda og verið seldir á sömu
markaði. Á þessu sviði hefur
Oddi haft samstarf við fyrirtæk-
ið Semi stál í Danmörku en það
fyrirtæki framleiðir kassa-
þvottavélar, kassastöflunarvél-
ar og flutningakerfi fyrir kassa.
Framleiðsla þeirra Meyendorf
bræðra er mjög vönduð en þeir
hafa jafnframt selt til sláturhúsa
og kjötvinnslustöðva í Dan-
mörku en þar eru kröfur um
vandaðan þvott mjög miklar.
Semi stál sýnir litla kassa-
þvottavél í sýningarbás Odda
og fulltrúi þeirra verður á staðn-
um.
Ný rækjuverksmiðja
hjá K. Jónsson hf.
Síðastliðinn vetur unnu
starfsmenn Odda hf. við upp-
setningu nýrrar rækjuverk-
smiðju hjá K. Jónsson hf. á Ak-
ureyri. Þáttur Odda fólst meðal
annars í gerð fyrirkomulag-
steikninga, smíði skelblásara,
tveggja hreinsibanda, ryðfrírra
lagna og færibanda. Útvegun á
öðrum búnaði svo sem rækju-
dælum, íshúðunarvél og flokk-
unarvél. Uppsetningu á allri
vinnslulínunni nema pillunar-
vélum sem framleiðandi sá um.
Oddi sá þó um smíði palla
kringum pillunarvélar. Einnig
annaðist Oddi alla uppsetningu
á frystibúnaði sem saman-
stendur af frystipressum,
bandfrysti, eftirfrysti og stjórn-
búnaði frá Sabroe, rafmagn-
stafla var gerð af Ljósgjafanum
hf. í bandfrystinum og eftirfryst-
inum er nýr búnaður sem dreifir
rækjunni og kemur í veg fyrir
samfrystingu. Smíði búnaðar
og frágangur allur miðaðist við
að ströngustu kröfum í mat-
vælaiðnaði væri fullnægt.
tion line is intended for 6-8
people. The main advantag-
es of this line is that because
of it„s small size it synchro-
nizes well, there is less pos-
sibility of bottle necking and
the production time is mini-
mized, the ability to adapt the
line to various other needs
and the simplicity of setting
up group-bonus.
úr gæðastáli, gerðir til að standast erfiðustu skilyrði. Við þróun þeirra höfum
við notið góðs af reynslu og þekkingu sjómanna sem hafa skipt við okkur
árum saman. ODDA-bobbingar eru varðir með slitsuðu og þrýstiprófaðir.
Vélsmiðjan Oddi hf.
Strandgötu 49,600 Akureyri, Sími 96-21244
Fax: 96-27644, Telex 2195 kea is/oddi