Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1990, Blaðsíða 93
Á undanfömum árum hefur
Stálsmiðjan tekið að sér ýmsar
breytingar á fiskiskipum sem
allar lúta að öryggi, hagræð-
ingu og því að bæta vinnuað-
stöðu sjómanna um borð.
Almenn
verktakastarfsemi á
sviði stálsmíða
Stálsmiðjan tók þátt í fram-
kvæmdum við byggingu ál-
versins í Straumsvik, ísal hf.,
sem er eign Alusuisse. Þegar
framkvæmdir stóðu sem hæst,
voru rúmlega 130 menn starf-
andi þar á vegum Stálsmiðj-
unnar.
Stálsmiðjan sá einnig um
niðursetningu aðalvéia í Kröflu-
virkjun.
Stálsmiðjan smíðaði aðfalls-
rör úr stáli fyrir Sigölduvirkjun,
um það bil 1000 tonn stálröra,
innanmál 4,5 m, sem undir-
verktaki portúgalska fyrirtækis-
ins Sorefaml S.A.R.L. Einnig
smíðaði Stálsmiðjan aðfallsrör
og sá um niðursetningu þeirra
að hluta til, fyrir Hrauneyjar-
fossvirkjun, á vegum ítalska
fyrirtækisins Magrini Galileo.
Þar var um að ræða 1800 tonna
stálrör 4,8 m að innanmáli.
Öflug þjónusta við
fiskiskipaflotann
Nú sem fyrr leggur Stál-
smiðjan höfuðáherslu á að
veita fiskiskipaflotanum góða
þjónustu. Það sem gerir Stál-
smiðjuna öfluga á þessu sviði
er einkum eftirfarandi:
Við nýsmíði og breytingar
getur tæknideildin séð um
hönnun og útfærslu verkefna
frá upphafi til enda. Tækni-
deildin hefur einnig yfirumsjón
allra framkvæmda á vegum
Stálsmiðjunnar.
Stálsmiðjan hefur yfir að
ráða góðum véla- og tækja-
kosti í öllum deildum, sem nýt-
ist við hin fjölþættu verkefni
sem unnið er að hverju sinni.
Síðast en ekki síst hefur
Stálsmiðjan þjálfaða starfs-
menn með mikla reynslu í þjón-
ustu við skipaflotann.
If your are looking for some real auction you will find it at the free
market of Icelandic Fisheries in Hafnarfjörður.
* DAILY AUCTION
* ALL KINDS OF FRESH FISH
* INFORMATION ON PRICING AND AVAILABILITY
THE FISHHIARKET LTD.
Po. Box 383. 222 Hafnarfjörður, Iceland.
Tel.: (354-1) 651888, telex: 3000 Fax 651878