Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1990, Blaðsíða 57
LÍUSAR
höndum á ári hverju eitt eöa
fleiri stærri verkefni þar sem
um hefur verið aö ræða meiri
háttar breytingar á skipum.
Þessi breytingaverkefni hafa
gegnum tíöina verið mjög fjöl-
breytileg. Skip hafa verið
lengd, yfirbyggð, breikkuð, al-
gjörlega endurnýjuð, skipt um
vélar, stýrisbúnað, ný stýrishús
o.s.frv.
í flestum tilvikum hefur
skipasmíðastöðin bæði hann-
að og annast framkvæmd
breytinganna, en einnig eru til-
vik þar sem skipasmíðastöðin
hefur einungis annast hönnun
breytinganna eða framkvæmd.
Nýsmíðar fiskiskipa
Árið 1987 afhenti skipa-
smíðastöðin sína fyrstu nýs-
míði, mb. Sigga Sveins ÍS-29.
Síðan þá hefur skipasmíðast-
öðin afhent mb. Jón Helgason
ÁR-12 og núna síðast mb. Þór
Pétursson ÞH-50 sem er 26m
frystiskip.
Varðandi nýsmíðarnar hefur
skipasmíðastöðin kappkostað
að afhenda kaupendum skipin
á umsömdum tíma og á um-
sömdu verði, nokkuð sem
samkeppnisaðilunum, aðal-
lega erlendum skipasmíða-
stöðvum, hefur gengið misvel
að standa við.
Allar nýsmíðar skipasmíða-
stöðvarinnar hafa verið hann-
aðar og teiknaðar af tækni-
mönnum skipamsíðastöðvar-
innar. Skipin hafa verið hönnuð
í nánu samstarfi við kaupendur
þeirra og þannig leitast við að
uppfylla þeirra ýtrustu kröfur.
Framtíðin - hönnun -
þróun
Samhliða því að vinna stöð-
ugt að bættri aðstöðu við slipp-
tökur og vinnuaðstöðu við skip í
slipp ásamt endurbótum á
tækjakosti til almenns viðhalds
á skipum, hefur skipasmíða-
stöðin leitast við að vera í
fremstu röð hvað varðar gerð
og búnað skipa.
Á sjávarútvegssýningunni í
Laugardalshöll 19-.23. sept-
ember mun skipasmíðastöðin
kynna nýja gerð af fiskibátum,
sem byggir á svokölluðu „Cata-
maran prinsippi". Hér er um að
ræða tveggja skrokka báta
sem mjög hafa rutt sér til rúms
síðustu árin. Skipasmíðastöðin
hefur haft í gangi síðustu tvö
árin verkefni, þar sem fylgst
hefur verið með þróuninni á
þessu sviði, auk þess sem hún
hefur hannað og látið fram-
kvæma módelprófanir í tanki á
eigin hönnun.
Hvað snertir framleiðslu á
búnaði til fiskvinnslu hefur
skipasmíðastöðin þróað, smíð-
að og prófað í samstarfi við Iðn-
tæknistofnun dælu sem dælt
getur fiski og er hugsuð til
þvottar og flutnings á fiski í fisk-
vinnslustöðvum og um borð í
fiskiskipum. Dæla þessi mun
einnig verða kynnt á sjávarút-
vegssýningunni í haust.
Framleiðsla á
búnaði fyrir
rækjuvinnslu og
fiskvinnslu
Sérstök deild innan fyrirtæk-
isins hefur sérhæft sig í smíði á
búnaði fyrir rækju- og fisk-
vinnslu.
Snar þáttur í starfsemi þess-
arar deildar hefur verið fram-
leiðsla á svonefndum rækju-
dælum og búnaði þeim tengd-
um. Þessar dælur eru
smíðaðar í mörgum stærðum
og notaðar til flutnings á bæði
pillaðri og ópillaðri rækju í
rækjuverksmiðjum og um borð
í skipum. Framleiddar hafa
verið yfir 50 slíkar dælur sem
eru í notkun um allt land. Auk
rækjudælunnar framleiðir fyrir-
tækið ýmsan búnað til rækju-
og fiskvinnslu, s.s. kerjahvolf-
ara, fisk- og rækjuþvottaker,
færibönd, lyftur og margt fleira.
Með árunum hefur safnast
upp mikil þekking á rækju-
vinnslu og búnaði til vinnslunn-
ar sem nýst hefur skipasmíða-
stöðinni og viðskiptavinum
hennarvel. Þannig hefurskipa-
smíðastöðin tekið að sér hönn-
un og smíði á fjölda innmötun-
arkerfa fyrir rækjuverksmiðjur,
auk minni kerfa og búnaðar.
Nú síðast hannaði og smíð-
aði skipsasmíðastöðin tölvu-
stýrt pækilmeðhöndlunarkerfi
fyrir Rækjustöðina hf.
SKIPASMÍÐASTÖÐ MAR-
SELLÍUSAR HF. Ship-
builders
Skipasmíðastöð Marsellíu-
sar hf. began operating in
1983 and has always taken
pains to provide it’s custom-
ers with prompt and efficient
services.
An important part of their
operation is servicing ships
in their shipyard, for this pur-
pose the company has a slip-
way capable of taking 500
tons. Another important part
of their operation is doing
major alterations on ships.
Over the years these alter-
ations have been very di-
verse.
A special department with-
in the company specializes
in the building of equipment
for the prawn- and fishproc-
essing industries, e.g. prawn
pumps and related equip-
ment, fish- and prawns
washing machines, con-
veyor belts, fork-lifts etc.
At the lcelandic Fisheries
Exhibition Skipasmíðastöð
Marsellíusar hf. will promote
their newest makes of fishing
boats built according to the
Catamaran principle.
VÍKINGUR 57