Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1990, Page 109
kg og eru allar gerðar fyrir háan
vinnuþrýsting eða u.þ.b. 250
bar og allar með innbyggðri ör-
yggisbremsu.
Sem dæmi má nefna að
Landhelgisgæslan hefur fest
kaup á fjórum krönum sem nú
þegar eru komnir í notkun í
varðskipunum v/s Óðni, Ægi
og Tý og eru allir þessir kranar
með spilum frá Vökvatæki hf.
Þrátt fyrir að það sé spenn-
andi fyrir íslensk fyrirtæki að
komast í slík sambönd þar sem
í hlut á framleiðandi sem fram-
leiðir nokkur hundruð krana ár-
lega af ýmsum gerðum og
stærðum hefur fyrirtækið
ákveðið að fara rólega af stað
með þennan útflutning til þess
að fá góða reynslu á framleiðsl-
una. í þessa framleiðslu hefur
fyrirtækið eingöngu notað mót-
ora með innbyggðri bremsu frá
Valmet OY. Þá má geta þess
að Vökvatæki hf. hefur í geng-
um árin einnig framleitt tugi
vökvaaflstöðva frá hálfu upp í
eitt hundrað hestöfl til notkunar
í fiskiskipum fyrir vindur og
færibandakerfi og til notkunar
fyrir ýmsan iðnað í landi. Þar
sem kröfur vegna hávaða um
borð í fiskiskipum eru sífellt að
verða meiri notar fyrirtækið í
dag nær eingöngu mjög hljóð-
látar spjaldadælur í þessa
framleiðslu. í dælustöðvarnar
fyrir vindurnar eru notaðar
háþrýstar dælur en fyrir færi-
bandakerfin eru notaðar lág-
þrýstari þrýstistýrðar dælur.
Af innflutningsvörum fyrir-
tækisins má nefna dælur, mót-
ora, loka, tjakka, síur, gíra og
nánast allt sem viðkemur
háþrýstum vökvakerfum í skip-
um og öðrum iðnaði. Einnig
flytur Vökvatæki inn vökvabún-
að fyrir vörubíla svo sem sturtu-
tjakka, stimpildælur, loftstýrða
stjórnloka og kraftúttök fyrir all-
ar gerðir vörubíla.
Á sjávarútvegssýningunni
nú í september verður Vökva-
tæki hf. með aðstöðu í bás
D-110 og munu starfsmenn
fyrirtækisins kynna hluta af
framleiðslu sinni og innflutn-
ingsvörum.
SANDBLÁSTUR OG MÁLMHÚÐUN H/F
v/Hjalteyrargötu 600 Akureyri pósthólf 264 sími 96-22122 myndsendir 96-2ZZ30
Heitzinkhúðun
Sandblástur
Kaldzinkhúðun
Stálsmíði
EFNISSALA:
Plötujárn
IPE bitar
UNP bitar
Prófílurör
Vinklar
Rúnnjárn
Flatjárn
Rör
Zinkhúðað
með stuttum
fyrirvara
Sandblástur og málmhúðun hf. hefur mjög góða aðstöðu til zinkhúðunar á ZÍnkhÚdllll
járni og 2o ára reynslu. Zinkbað okkar er það stærsta hérlendis
9000x1500x900 MM Zinkhúðun er besta og ódýrasta leiðin til að ryðverja járn. í 20 ár