Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1990, Page 116
STJORNUSTEINN HF
Y*mo
Fiskur í frauðplastum-
búðum seldur á mark-
aði í París.
116 VÍKINGUR
Stjörnusteinn hf. var
stofnaö 1984 af þeim
Sigvalda H. Péturs-
syni og Kristni Hall-
dórssyni. Fyrstu tvö árin var
fyrirtækið rekiö sem sameign-
arfyrirtæki en 1986 var því
breytt í hlutafélag. Nýlega var
starfsemin flutt í nýtt og stærra
húsnæði, reyndar í sömu götu,
aö Kaplahrauni 4 í Hafnarfiröi.
Stjörnusteinn hf. framleiöir
eingöngu varmaumbúöir úr
plastefni. Aö langmestu leyti
fyrir sjávarútveginn en einnig
fyrir aörar vörur svo sem græn-
meti og mjólkurvörur. Lengst af
hefur framleiðslan farið fram í
einni vélasamstæðu en nýlega
var keypt ný og stærri vél sem
eykur mjög möguleika og fram-
leiðslugetu fyrirtækisins. Um
áramót bætist svo við enn ein
vélasamstæðan og eykur það
mjög á afköst og hagkvæmni í
rekstrinum.
Núna þegar nátúruvernd og
mengunarvarnir eru ofarlega í
huga fólks hafa einnota um-
búðir verið litnar hornauga.
Flutningur á ferskum fiski er
ákaflega viðkvæmur, hitastig
þarf að vera lágt og fiskurinn er
ákaflega viðkvæmur fyrir
óþrifnaði. Umbúðirnar frá
Stjörnusteini eru þeim eigin-
leikum gæddar að halda lágu
hitastigi lengi og vera ákaflega
léttar og sterkar. Viðskiptavinir
okkar geta nú losað sig við um-
búðirnar frá okkur í endur-
vinnslu og nýtast því umbúðirn-
ar aftur og aftur og stuðla að því
að halda vörunni ferskri og um-
hverfinu hreinu.
Á sjávarútvegssýningunni í
Laugardalshöllinni 19-.23.
september sýnir Stjörnusteinn
hefðbundna framleiðslu sína.
Jafnframt verða kynntar nýjar
umbúðir fyrir ferskan humar
sem prófaðar hafa verið í sum-
ar hjá KASK á Hornafirði og
reynst vel. Stjörnusteinn er að
hanna nýja gerð af laxakassa
sem er kynntur á sýningunni.
Hann er með tvöföldum botni
og með honum má sleppa við
pappaumbúðir. Við það léttast
umbúðirnar um 25-30% sem er
umtalsverður peningasparn-
aður í flutningskostnaði. Við
fallprófun hefur það sýnt sig að
þessi kassi þolir þrefalt - fjórfalt
meira hnjask heldur en hefð-
bundnar umbúðir. Það'skiptir
ekki svo litlu máli fyrir svo við-
kvæma vöru sem fiskurinn er.
Á sýningunni í Laugardals-
höllinni 1990 munu starfmenn
Stjörnusteins taka á móti gest-
um á 12 fermetra svæði merktu
D22.
STJÖRNUSTEINN HF. -
Manufacturers of insulat-
ed containers
Stjörnusteinn was estab-
lished ín 1984 by Sigvaldi H.
Pétursson and Kristinn Hall-
dórsson. They manufacture
exclusively insulated con-
tainers made of plastic,
mostly for the fish industry,
but also for other products
such as vegetables and milk
products.
At the lcelandic Fisheries
Exhibition Stjörnusteinn will
exhibit their newly designed
salmon case that has a dou-
ble bottom which cuts out the
necessity for paper wrap-
pings and in this way the
packing weight is 2530%
less.
At the exhibition Stjörnus-
teinn“s staff will receive
guests at their stall number D
22.
z
1
2