Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Qupperneq 5
Besta kerfi
/ heimi?
Af og til berast okkur fréttir af ferðum sérlegs sendiboða fisk-
veiðistjórnunarkerfis okkar íslendinga. Hann flengist heims-
horna á milli til að útbreiða fagnaðarerindið um besta kerfi í heimi.
Það fiskveiðistjórnunarkerfi sem við búum við er þó ekki betra en
svo að jafnvel núverandi ríkisstjórn þykir nú nauðsynlegt að endur-
skoða það. Enda hlýtur að vera eitthvað athugavert við kerfi sem
byggir á fleiri bráðabirgðaákvæðum en hefðbundnum lagagreinum.
Þrátt fyrir þessa staðreynd er Ijóst að forysta LÍÚ vill ekki kenna
þessu kerfi um neitt sem miður fer í sjávarútvegi. Brottkast afla er
ekki kerfinu að kenna frekar en annað sem miður fer. Sjómenn
henda sumum fiskum af því þeim finnst þeir litlir, Ijótir og leiðinlegir.
Nú hefur verið upplýst að skuldir sjávarútvegs hafa aukist á tæþ-
um áratug úr 90 milljörðum króna í 175 milljarða. Hagfræðingur LÍÚ
nefnir ýmsar ástæður sem hann segi valda þessari skuldaukningu.
En hvergi bendir hann á galla á núverandi kerfi. Hann talar um
miklar fjárfestingar í nýjum skipum. Þær eru allar nýjar af nálinni en
með góðum hug má eflaust heimfæra fimm til sex milljarða króna á
þennan lið. Og hann tiltekur aukinn olíukostnað án þess að nefna
að þar axla sjómenn stóran hlut byrðanna. Benedikt Valsson fram-
kvæmdastjóri FFSÍ tók þátt í umræðu um málið og benti á að
menn selja kvóta og fyrirtæki fyrir fé sem ekki er endurfjárfest fyrir í
greininni. Ýmsir urðu til að taka undir þetta sjónarmið og til dæmis
nefndu sumir forstjórar útgerðarfyrirtækja kaup á aflaheimildum
sem þátt í skuldasöfnuninni. Enda er það deginum Ijósara að þeir
sem fengu gjafakvótanum úthlutað hafa farið út með söluhagnað-
inn. Þeir sem eftir eru hafa skuldsett sig stórlega til að kaupa kvót- .
ann af þessum aðilum. En hjá LÍÚ mega menn ekki heyra á slíkt
minnst sem eina meginorsök skuldasöfnunar.
Hér hefur aðeins verið drepið á tvö atriði sem sýna að það er
sama hvað gagnrýnt er í núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi; LÍÚ ver
kerfið með kjafti og klóm hvað sem á dynur. Ríkisstjórnin boðar
endurskoðun laganna um stjórn fiskveiða og ráðherrar segja að
víðtækri sátt þurfi að ná í málinu. En með tilliti til þeirra sjónarmiða
sem ráða ferðinni hjá LÍÚ hlýtur sú spurning að vakna hverju verði
breytt til að ná sáttum. Hversu langt treystir ríkisstjórnin sér að
ganga til að koma til móts við sjónarmið þeirra sem gagnrýna kerf-
ið? Og hversu langt fær hún að ganga fyrir ofríki LÍÚ? Eftir er að
sjá hvaða tillögur koma frá nefnd um endurskoðun fiskiveiðistjórn-
unarinnar. Ekki er vafi á að um þær verður mikil umræða en að lok-
um er það meirihluti Alþingis sem verður að taka af skarið og
ákveða hvaða breytingar verða gerðar. Ef svo færi að hróflað yrði
verulega við núverandi kerfi verður sendiboðinn að pakka niður á
ný og halda í nýjar langferðir með breyttan boðskap. En hvað mun-
ar eina málpípu um að breyta um tón í hljóðpípu sinni?
Sæmundur Guðvinsson
Útgefandi: Farmanna- og fiskimannasamband Islands,
Borgartúni 18, 105 Reykjavik.
Afgreiðsla og áskrift: sími 562 9933
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sæmundur Guðvinsson,
sími 868 2159, netfang sgg@mmedia,is.
Auglýsingastjóri: Sigrún Gissurardóttir, sími 587 4647
Ritnefnd: Benedikt Valsson, Eiríkur Jónsson, Hilmar Snorrason
Forseti FFSÍ: Grétar Mar Jónsson
Framkvæmdastjóri: Benedikt Valsson.
Umbrot, filmuvinnsla, prentun og bókband: Grafík
Aðildarfélög FFSÍ: Félag íslenskra skipstjórnarmanna, Skipstjórafélag Norðlend-
inga, Félag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta, Félag matreiðslumanna,
Skipstjóra- og stýrimannafélögin: Aldan, Reykjavík; Bylgjan. ísafirÝi; Sindri,
Neskaupstað; Verðandi, Vestamannaeyjum; Vísir, Suðurnesjum; Ægir, Reykjavík.
Blaðið kemur út fjórum sinnum á ári.
6 Stofnun Félags íslenskra skipstjórnarmanna
8-9 Skólaslit Stýrimannaskólans
10-12 Fréttir
14-15 Viðtal við Magnús Örn Einarsson sem dúxaði í Stýrimannaskólanum og er nú stýrimaður á varðskipinu Ægi
16-19 Siglt þrisvar yfir miðbauginn. Ferðasaga Eiríks Jónssonar stýrimanns sem sigldi Sveini Jónssyni KE frá Akranesi til Suður-Afríku
20-23 Jónas Haraldsson hdl skrifar um óhaffærni skips og riftun ráðningarsamnings Sagan sem enn hefur ekki verið skráð.
24-25 Steingrímur Hermannsson segir frá tilurð kvótakerfisins og fullyrðir að þar hafi Kristján Ragnarsson haft sitt fram
26-29 Áhrif vaktavinnu á heilsu, líðan og svefn. Grein eftir Júlíus K. Björnsson sálfræðing
30-33 Willard Fiske Ólafsson skipstjóri er kominn í land eftir áratuga sjómennsku. Hann rifjar upp sitt hvað frá ferlinum í viðtali við blaðið
33-35 Utan úr heimi
36-37 Fréttir og Sigling um netið
38-39 Fjölmargir stigu brottkastvalsinn
40-41 Nýjungar í fjarskiptum við skip
42-43 Krossgáta og Frívaktin
44-47 Viðtal við Jafet S. Ólafsson verðbréfamiðlara um leiðir til sparnaðar
48-63 Fréttir og þjónustuefni
Sjómannablaðið Víkingur - 5