Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Side 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Side 15
enda varð ég strax bull-andi sjóveikur. Ef túrinn hefði verið allur svona og ég ekki lagast af sjóveikinni hefði ég ekki farið aftur á sjó. Það er slæmt að vera sjóveikur en samt eru sumir að pína sig á sjónum nánast alla ævi og alltaf sjóveikir. Síðan var ég á sjónum af og til en í hestamennsku þess á milli. Stundaði tamningar og þegar ég var orðinn leiður á því fór ég út á sjó og svo aftur í tamningar- nar. Ég skipti þessu svona á milli og fannst það ágætt." Minni áhugi á skipstjórnarnámi -Verður þú var við áhuga hjá gömlum skipsfélögum að fara í Stýrimannaskólann og afla sér menntunar? „Mér finnst það hafa minnkað mikið. Þegar nóga vinnu er að hafa í landi vilja menn frekar vera þar. Meðan er svona mikil velsæld í þjóðfélaginu er úr nógu að velja í landi en menn fara frekar aftur út á sjó þegar kreppir að til þess að ná sér í tekjur. En eins og ég sagði áðan er erfitt fyrir fjölskyldumenn að rífa sig upp og fara í skólann þegar búið er að lengja námið. Þetta er fjárhagslega erfitt fyrir þá. Og þó að fjarkennsla geti komið að vissum notum hafa menn ekki alltaf tíma til að stunda hana. Það er kannski meiri möguleiki fyrir menn á stærri skipum eins og frystitogurum.“ -En er hugsunarhátturinn orðinn þannig að það þyki ekki fínt að vera á sjó? „Ég tel svo vera. Það þykir fínna að sitja á kontórum og sýsla með verðbréf. Svo virðist sem frekar sé litið niður á sjómannastétti- na. Þetta eru ekki hetjur hafsins eins og áður var. Þá er lítið sem ekkert kennt um sjómennsku og sjávarútveg í almennum skólum og ekki er það til að bæta ástandið. Nú þarf að manna fiskvinnsluna með útlendingum að stórum hluta og þykir ófínt starf.“ -Ertu nú ráðinn í að gera sjómennsku að ævistarfi? „Já. Þegar ég er kominn með þessa menntun þá blasir það við. Eftir að ég byrjaði hjá Gæslunni þá má segja að starfið þar sé að mörgu leyti fjölskylduvænt ef svo má segja. Það eru fastir túrar og hægt að skipuleggja fram í tímann. Það er gott að vera hjá Gæslunni og ég hitt oft stráka sem ég var með í skóla þegar við erum að fara í heimsóknir um borð í skip.“ -Hvað er það við sjóinn sem togar í þig? „Það er erfitt að lýsa því. Maður kemur inn í allt annað samfélag úti á sjó. Þetta er þröngur hópur sem lifir og hrærist saman gegnum súrt og sætt. Ef eitthvað kemur uppá verða menn að treysta á sjálfa sig. En sjórinn togar í menn. Margir eru alltaf á leiðinni að hætta til sjós en eftir að hafa verið nokkrar vikur í landi eru þeir komnir aftur út á sjó. Sjórinn hefur visst aðdráttarafl. Ég finn þetta og á þó ekki ættir að rekja til sjómanna." Fjórar konur í áhöfn Við förum að spjalla um lífið um borð í Ægi. Magnús Örn segir að samskipti fiskimanna og varðskipsmanna séu góð að langmestu leyti. Þeir fari um borð í báta og skip og kanni meðal annars afla og veiðarfæri og hvort réttindamál séu í lagi. Brottkast afla berst í tal og Magnús segir núverandi kvótakerfi bjóða uppá brottkast. Það Magnús og Elín í hestamennskunni. Að leik með dótturinni Höllu Maríu. segi sig sjálft að þeir sem leigja kvóta háu verði hirði bara verðmesta fiskinn. Hann kann vel við sig á Ægi. Neitar því að þar ríki heragi, en ákveðinn agi þó. Mórallinn um borð sé mjög góður. Mikið sé að gera við eftirlit og æfingar. Hann fór líka túr á Óðni ekki alls fyrir löngu. „Við fórum í vitatúr og það var mjög gaman. Þá kemur maður á staði út í eyjum og hér og þar sem maður kæmi aldrei á af landi. Ég er búinn að sjá meira af landinu þessi tvö sumur sem ég hef verið hjá Gæslunni en ég hefði gert ef ég væri í landi.“ -Þið voruð með eitthvað af kvenfólki í áhöfn Ægis. Hvernig tókst það? „Já, það voru fjórar konur um borð í síðasta túr og það var ágætt. Þær standa sig vel ekki síður en strákarnir. Það eina sem þeir hafa framyfir þær eru líkamsburðir þegar á þeim þarf að halda. En að öllu öðru leyti standa þær strákunum jafnfætis." Öryggismál sjómanna bar á góma og Magnús Örn bar lof á Slysavarnarskóla sjómanna. Það væri nauðsynlegt fyrir alla sjó- menn að sækja skólann og kennslan þar væri til fyrirmyndar. Enda væri greinilegt að sjómenn huguðu mun meira að öryggismálum en áður og nýliðafræðsla í flestum skipum væri orðin til fyrirmyndar. Að endingu var Magnús spurður hvort hann vildi ráðleggja ungum mönnum að leggja fyrir sig sjómennsku. „Alla vega að prófa það. Enginn verður svikinn af þvi að reyna sig á sjónum og kynnast sjómannslífinu," sagði Magnús Örn Einarsson.-SG ■ Vj VlJJ-l^jJjJJÆQj1 Siglingastofnunar Asjómannadaginn veitir Siglingastofnun viðurkenningar til eigenda og áhafna skipa sem taldar eru hafa sýnt góða framkvæmd á öryggisreglum og umhirðu á undanförnum árum. Hún á að vera hvatning fyrir áhöfn og eigendur skipa að halda þessum málum í sem bestu horfi. Á sjómannadaginn í ár fengu eftirtalin skip viðurkenningu: Antares VE, Björgvin EA, Gissur hvíti ÍS, Kristrún RE, Skinney, Þorsteinn GK og Örvar SH. Þá hefur Siglingastofnun einnig veitt Ragnari Konráðssyni skipstjóra á Örvari SH skipshöfn og útgerð skipsins, viðurken- ningarskjal fyrir góða framkvæmd á öryggisreglum og umhirðu skips. Þetta er í annað skipti sem Ragnar fær slíka viðurken- ningu. í fyrra skiptið var það árið 1991 er hann var skipstjóri á Saxhamri SH. ■ Sjómannablaðið Víkingur -15

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.