Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Síða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Síða 21
aðalvélin drap á sér út í sjó. Flatrak skipið iðulega og allt upp í 12 klst., áður en skip- verjunum tókst að koma að- alvélinni í gang með lítilli og lélegri varaljósavél. Eitt skipti var skipið að reka upp í fjöru, en þá tókst að draga skipið frá landi. Þrátt fyrir það var haffæri skipsins í lok október 1999 framlengt út desember, þar sem skipið átti samkvæmt upplýsingum útgerðarinnar að fara til viðgerðar upp úr miðjum desember, en róa þangað til. Ekki var skipið þó skoðað, áður en haffær- isskírteini þess var fram- lengt, heldur alfarið byggt á upplýsingum útgerðarinnar. Síðar lýsti skipaskoðunar- maðurinn því yfir í bréfi til samgönguráðherra af gefnu tilefni, að framlengingu haf- færisskírteinisins hefði út- gerðin fengið með blekking- um. Svipting haffæris- skírteinis Eftir að framlenging haf- færisskírteinisins var fengin hélt skipið áfram veiðum, en þó ekki lengur en í nokkra daga, þar sem lekinn með skrúfuásnum jókst verulega, dælur slóu út og ekki lengur hægt að skipta skrúfu eða andæfa. Var þá hökt á skipinu í land og lagzt að bryggju. Var skipið þá þegar svipt haffærisskírteini sínu. Deginum áður hafði áhöfninni verið sagt upp og það vegna slipptöku á skipinu, eins og það var orðað í upp- sagnarbréfinu. í því sambandi vakti það athygli yfirmanna skipsins, að þótt skip- ið ætti að fara í slipp, þá tæki slík viðgerð varla nema nokkrar vikur miðað við að uppsagnarfrestur yfirmanna er þrír mánuðir. Varð þá mönnum það Ijóst, að ekki stóð til að gera skipið meir út og ekki á- hugi yfirhöfuð hjá útgerðinni að eiga skipið, sem kom á daginn, enda var skipið selt, þegar loks kaupandi fannst að þvi. Hóf skipið ekki aftur róðra hjá hinum nýja eiganda, fyrr en hálfu ári seinna og þá fyrst orðið haffært. Tvö önnur skip útgerðar línuskipsins, sem lagt var á svipuðum tíma, liggja enn. Daginn eftir uppsögn útgerðarinnar á ráðningasamningi áhafnarinnar, þ.e. 30. nóvember 1999 tilkynntu yfirmennirnir útgerðinni formlega að þeir riftu ráðniugarsamningi sínum þar sem skipið væri óhaffært og var ástæðum þess nánar lýst í riftunartilkynningu yfirmannannanna. Stuttu síðar varð samkomulag milli nokkurra fyrrum yfirmanna á skipinu og útgerðarinnar að sérstakri beiðni útgerðarinnar að þeir sigldu skipinu til Reykjavíkur til slipptöku, eins og útgerðin fullyrti. Við þessari bón brugðust nokkrir yfirmannanna vel, enda vildu þessir fyrrum skipverjar leggja sitt að mörkum að útgerðin gæti loksins komið skipinu í haffært ástand, þótt ráðningu þeirra á skipinu væri lokið. Fékkst bráðabirgðahaf- færisskírteini til þess að hökta mætti með skipið til slipptöku og viðgerðar að því er menn héldu. Við komuna til Reykjavíkur kom í Ijós að ekkert pláss var þar fyr- ir skipið og enginn slippurinn. Var skipinu þá siglt til Hafnarfjarðar og enginn slippurinn þar heldur. Var því skipinu lagt þar við bryggju í þanghafinu, þar sem skipið lá næstu mánuði. Varð mönnum Ijóst, að allt fyrra tal um að skipið ætti að fara í slipp til viðgerða var bara fyrirsláttur. í fyrra skiptið til þess að fá haffærisskírteinið framlengt. í síðara skiptið til að koma skipinu í burtu frá útgerðarstaðnum, þannig að það yrði ekki fyrir augum heimamanna, lekt og ryðgað, þeim til ama og leiðinda næstu mánuðina meðan verið væri að reyna að selja það. Málaferli hefjast Skipverjarnir kröfðu nú útgerðina um laun í uppsagnarfresti vegna riftunar þeirra á ráðningarsamningnum í samræmi við 19. gr. sjómannalaganna. Byggðu skipverjarnir rök sín í fyrsta lagi á 1. tölulið 16. gr. laga um eftirlit með skipum, að skipið hefði í fyrsta lagi verið formlega óhaffært, þar sem skipið hefði verið svipt haf- færisskírteininu. í öðru lagi byggðu þeir á 3. tölulið 16. gr., að skipið með eða án haffærisskírteinis hefði verið efnislega óhaffært. í því sambandi var m.a. vísað í bréf frá Siglingastofnun íslands, þar sem fram kemur með skýrum hætti að skipið hafi ekki fullnægt ákvæð- um 3. töluliðar 16. gr. og hafi því verið efnislega óhaffært. í bréfinu segir orðrétt, eftir að efni 3. töluliðar hefur verið rakið. „Telja verður að bilun í skiptibúnaði og leki með skrúfuhaus í m.s. ( nafn skips- ins) þýði að hættulegra sé að vera með skipið í förum.“ Skipverjarnir byggðu mál sitt á því, að þeir uppfylltu lagaskilyrði 19. gr. sjómannalaganna til að rifta ráðningunni, þar sem skipið hefði verið óhaffært og skipstjórinn eigi bætt úr því. í því sambandi breytti ( engu sú staðreynd, að skipstjórinn hefði ekki haft nein tök á að bæta úr ágöllunum, þrátt fyrir ítarlegar tilraunir, þar sem það væri alfarið í valdi útgerðarinnar að gera skipið haffært og ekkert farið eftir ítrekuðum kröfum skipstjórans um úrbætur. Stjórnsýslukæra Af hálfu útgerðarinnar var á hinn bóginn fyrst og fremst á því byggt, að útgerðin hefði kært þá ákvörðun skipaskoðunarmannsins að svipta skipið haffærisskírteininu, þar sem skipaskoðunarmaður- inn hefði ekki kynnt sér sjálfur ástand skipsins við skoðun, og hefði auk þess ekki gefið útgerðinni kost á að tjá sig um málið, áður en hann svipti skipið haffærisskírteininu. Þar af leiðandi hefði hann brotið í bága við stjórnsýslulög, bæði hvað snertir svokallaða rann- sóknarreglu og andmælaregluna. Ráðuneyti það, sem mál þetta átti undir, féllst á þessi rök og felldi ákvörðun skipaskoðunarmannsins úr gildi með úrskurði. Síðar skrifaði skipaskoðunarmaðurinn ráðherra bréf og kvartaði yfir því, að ráðuneytið hefði með úrskurðinum sjálft brotið gegn þessum sömu grundvallarreglum stjórnasýsluréttar um rannsóknarregluna og andmælaregluna með því að rannsaka málið ekki betur og hafa ekki gefið sér kost á að bera hönd fyrir höfuð sér, þar sem verið væri í raun að bera sig sökum um afglöp í starfi. Hefði ráðuneytið ► SLIPI R 0 K K A R - sterkir & RAFVER SKEIFUNNI 3E-F • SfMI 581 2333 ■ FAX 568 0215 ■ rafver@simnet.is Engin þörf fyrir lykil i k v (c m n i Sjómannablaðið Víkingur - 21

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.