Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Side 30
Þegar sjómaður tekur
pokann sinn eftir að
hafa sótt sjóinn í yfir
hálfa öld er margs að
minnast. Willard Fiske
Ólason skipstjóri stiklar
á stóru frá löngum ferli
í viðtali við Víkinginn
Kallinn hýr á svip í brúarglugganum.
Willard Fiske Ólason skipstjóri í Grindavík var að koma í land
eftir áratuga sjómennsku. Hann hefur lengi verið kenndur við
Grindvíking GK þar sem hann hefur verið skipstjóri undanfarin 20
ár og gott betur. Hann er einn af stofnendum og eigendum Fiska-
nes hf sem nú er að sameinast Þorbirni hf og Valdimar hf í Vogum,
sem verður þar með eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins.
Willard segir þetta því rétta tímann til að hætta. Hann man tímana
tvenna til sjós og rifjar upp eitt og annað frá ferlinum í spjalli við
Sjómannablaðið Víking.
Þegar ég settist yfir rjúkandi kaffi í eldhúsinu heima hjá Willard
og Valgerði Gísladóttur konu hans á vistlegu heimili þeirra í Grinda-
vík hef ég á orði að hann heiti ekki algengu nafni. Ólíklegt væri að
mannanafnanefnd samþykkti slíkt nafn ef óskað væri samþykki fyrir
því nú. „Ég er Grímseyingur að ætt og uppruna," segir Willard og
þar með er skýringin komin. Hann er skirður í höfuðið á bandariska
fræðimanninum Willard Fiske sem nam norræn fræði á Norðurlönd-
um og ferðaðist um ísland 1879. Hann var yfirbókavörður og pró-
fessor við Cornellháskóla í New Yorkríki og stofnaði þar fræðistofn-
un um ísland, en þar er nú stærsta íslenska bókasafnið í Norður
Ameríku. Og hann tók hann sérstöku ástfóstri við Grímseyinga.
„Það er merkilegt að hann kom aldrei í eyna, en sigldi þar fram-
hjá á sínum tíma. Hann spurði hvort það byggju einhverjir þarna
norður í hafi. Þá var honum sagt að eyjaskeggjar væru góðir skák-
menn. Nafni minn skrifaði prestinum í eynni og þeir áttu bréfaskipti
sín á milli. Presturinn sendi honum nokkrar skákir eyjaskeggja og
hann varð svo hrifinn að hann sendi skákborð á hvert heimili í
Grímsey og einnig gaf hann Grímseyingum gott bókasafn," segir
Willard skipstjóri um þennan nafna sinn. Sjálfur hefur hann ekki
gengið í annan háskóla en háskóla lífsins.
„Eftir barnaskóla var ég tvo vetur við nám í Laugarnesskólanum í
Reykjavík. Þar voru meðal skólafélaga strákar sem seinna urðu
meðal þekktustu pólitíkusa landsins. Þar má nefna Jón Baldvin
Hannibalsson, Halldór Blöndal og svo Ragnar Stefánsson jarð-
skjálftafræðing. Þeir voru þá strax orðnir þrælpólitískir og gaman að
hlusta á rökræður þeirra. Þetta var unglingaskóli og eftir hann fór
ég á gagnfræðaskólann að Laugum. Þetta er nú mín skólaganga
fyrir utan einn vetur í Sjómannaskólanum. Síðan tók við skóli lífsins
og þetta voru einu veturnir sem ég var í landi."
Einangrað samfélag
-Hvernig var að alast upp í Grímsey?
„Það var mjög gott en einangrað samfélag. Enginn flugvöllur var
á eynni á þessum tíma en hins vegar lítill bryggjustubbur. Flóabát-
urinn Ester kom hálfsmánaðarlega á sumrin og á þriggja vikna
fresti yfir veturinn. Það var stór dagur þegar báturinn kom. Faðir
minn var sjómaður, en raunar voru þetta allt svokallaðir útvegs-
bændur því þeir voru líka með kindur og kýr. Ég byrjaði snemma á
sjónum. Við fórum að róa á árabát með færi tveir guttar, sjö eða
átta ára gamlir. Fórum að vísu ekki langt og fólk virtist ekki vera
hrætt um okkur. Svo fór ég að róa á trillu níu eða tíu ára og var
rosalega sjóveikur. Það var oft sem ég ældi strax á morgnana áður
en farið var út. Ég var sjóveikur meðan á var á trillunum og fyrst eft-
ir að ég byrjaði á vertíð. Síðan hef ég vel skilið sjóveika menn. Þeir
verða máttlausir og kærulausir um allt. Yngri menn fóru á vertíð á
veturna og þá voru kvæntir menn eftir í eynni ásamt konum, börn-
um og gamalmennum. Ég hef líklega verið átján ára þegar ég fór
fyrst á vertíð. Það var á bát frá Reykjavík sem hét Arnfirðingur og
Gunnar Magnússon var skipstjóri. Þetta var mjög „norðlenskur" bát-
30 - Sjómannablaðið Vikingur