Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Page 38
Umræða um umfang og
ástæður brottkasts afla
reis hátt og tók á sig ýmsar
óvæntar myndir áður en hún
lognaðist útaf i bili
Skipstjórar nær 30 frysti-
v togara sendu sjávarútvegs-
I S ráðherra áskorun um að
, > láta fara fram opinbera
1 rannsókn á brottkasti afla.
38 - Sjómannablaðið Víkingur
Mikil umræða um brottkast afla
gaus upp seinnipartinn í júní og
magnaðist á næstu vikum. Tók hún
sífellt á sig nýjar myndir. Sumir töldu
brottkastið gífurlegt en aðrir að það
væri óverulegt. Gagnrýnendur núver-
andi fiskveiðistjórnunar sögðu brott-
kastið afleiðingu kröfunnar um verð-
mestan fisk að landi. Talsmenn kerf-
isins vildu lítið gera úr málinu í upp-
hafi og fráleitt væri að brottkast hefði
eitthvað með fiskveiðistjórnunina að
gera. Þetta væri rógur í garð sjó-
manna því útgerðir vildu ekkert
brottkast. Sjómenn fóru að koma
fram opinberlega og játa á sig þátt-
töku í brottkasti. Þeir lýstu ástæðun-
um og vönduðu kerfinu ekki kveðj-
urnar. Þá breyttist umræðan og kerf-
ismenn hættu að andmæla því að
brottkast væri umtalsvert, en það
hefði alltaf viðgengist. Nú var eins og
stífla brysti og menn ruddust fram
hver um annan þveran og játuðu á
sig gömul brot í þessa veru, jafnvel
þingmenn og ráðherrar. Það væri
gamall siður að veiða fisk til þess að
henda honum aftur í sjóinn og hefði
ekkert með kvótakerfi að gera.
Landsmenn urðu sífeilt langleitari eft-
ir því sem leið á umræðuna en
spaugarar lögðu til að settar yrðu ör-
yggismyndavélar um borð í öll fiski-
skip. Loks þótti fiskistofustjóra nóg
komið. Breiddi úr sér á skjánum og
hótaði að senda pólití og saksóknara
á hvern þann er dirfðist að játa á sig
brottkast afla. Sagði slíkar játningar
engu skárri en að játa á sig fíkni-
efnasmygl og varð þá mörgum orð-
fall. Það fjaraði undan umræðunni í
bili.
Sprengjunni kastað
Það var þann 22. júní sem Guðjón
A. Kristjánsson alþingismaður kom
fram í fjölmiðlum og gerði að umtals-
efni athugun Fiskistofu á aflasam-
setningu tiltekinna báta. Við þá at-
hugun kom fram vísbending um
verulegan mun á aflasamsetningu
þegar eftirlitsmaður var um borð og
þegar enginn slíkur var með í för.
Mismunurinn virtist liggja í brottkasti.
Guðjón sagði arðsemiskröfuna orðna
svo mikla að enginn gæti leyft sér að
koma með fisk að landi sem væri
undir 70 sentimetra langur. Hann
sagði brottkastið afleiðingu af frjálsu
framsali.
Áður en lengra er haldið er rétt að
fara aftur til 17. júní. Þann dag birtist
í Morgunblaðinu álit nokkurra stjórn-
enda sjávarútvegsfyrirtækja á á-
kvörðun sjávarútvegsráðherra um