Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Blaðsíða 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Blaðsíða 52
Þjónustusíður Gunnar Baldvinsson, forstöðumaður ALVÍB. Má LjuDsj þér með lítilli fyrirhöfn? Meö því aö gera samning um lífeyrissparnaö eignast þú meiri eignir en ef þú velur annaö sparnaöarform. Samanburóur leiöir í Ijós aö á löngum tíma getur munaö mörgum milljónum! Launþegar og sjálfstæðir atvinnurekendur geta nú greitt 4% af heildarlaunum sem viðbótariðgjöld til lífeyrissparnaðar. Þeir sem nýta sér þessa heimild fá til viðbótar 0,4% mótframlag frá launa- greiðanda sem er endurgreitt tryggingagjald. í mörgum kjarasamn- ingum hefur einnig verið samið um að launagreiðendur skuli gegn framlagi launþega greiða mótframlag sem nemur allt að 2% af launum. Þannig getur heildarsparnaðurinn verið á bilinu 4,4% til 6,4% af launum (ekki hefur verið samið um mótframlag frá launa- greiðendum í kjarasamningum sjómanna). Vegna hagstæðrar skattlagningar og mótframlags launagreið- anda er lífeyrissparnaður afar góður sparnaðarkostur. í samanburði við annan sparnað getur munað mörgum milljónum á löngum tíma. Meðallaun sjómanns í fullu starfi árið 1999 voru 375 þúsund krónur á mánuði samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun. Ef meðalsjómaðurinn greiðir 4,4% af launum til lífeyrissparnaðar í 40 ár eignast hann 29 milljónir (eftir skatta) sem er 11 milljónum meira en ef hann hefði valið annað sparnaðarform. Ekki slæmur kostur það! Þægilegt sparnaðarform Lífeyrissparnaður er mjög þægilegt sparnaðarform sem byggist á því að einstaklingar gera samning við séreignarsjóð eða fjármála- fyrirtæki um að launagreið- andi skuli mánaðarlega draga tiltekna fjárhæð frá launum og greiða sem við- bótariðgjöld í séreignarsjóð eða inn á lífeyrissparnaðar- reikning hjá fjármálafyrir- tækjum. Inneignin er laus til úttektar frá 60 ára aldri og er greidd út á sjö árum eða á þeim tíma sem eig- anda vantar upp á 67 ára aldur. Lífeyrissparnaður erfist við fráfall. Með því að gera samn- ing um lífeyrissparnað samþykkja launþegar að hluta af mánaðarlegum iaunum sé varið til lífeyris- sparnaðar. í raun lækka ráðstöfunartekjur minna en sem nemur sparnaðinum Útbúum lyfjakistur fyrir skip og báta Eigum ávallt tilbúna sjúkrakassa fyrir vinnustaði, bifreiðarog heimili. Lyf & heilsa • Kringlan 1. hæð, sími: 568 9970 • Hafnarstræti Akureyri, sfmi: 460 3452 Lyf&heiisa mmmm mmmm BETRI LÍBAN þar sem lífeyrissparnaðurinn er dreginn af launum fyrir skatta. Sjó- maður sem hefur 375 þúsund krónur í mánaðarlaun og gerir samn- ing um að verja 4,0% af launum til lífeyrissparnaðar greiðir mánað- arlega 15.000 kr. sem viðbótariðgjöld í lífeyrissparnað en ráðstöfun- artekjur lækka hins vegar um 9.200 krónur. Hagstæð skattlagning Um lífeyrissparnað gilda mjög hagstæðar skattareglur. Inneign í séreignarsjóði eða lífeyrissparnaðarreikningi er eignarskattfrjáls og ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur af vaxtatekjum. Iðgjöld til líf- eyrissparnaðar eru greidd óskattlögð í séreignarsjóð en útborganir eru hinsvegar skattlagðar. í raun er tekjuskattinum frestað þar til inneignin er tekin út en í sumum tilvikum lækkar tekjuskattur. Það Rærð þú öruggu skipi til fiskjar ? RT hf RAFAGNATÆKNI P.O.BOX 8555-128 REYKJAVÍK SÍMI 568 7555 FAX 568 7556 Stöðugleikavakt Varar fljótt við of litlum stöðugleika *vegna rangrar hleðslu *vegna siglingarstefnu *vegna yfirísingar *vegna lítillar kjölfestu *vegna leka 52 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.