Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Side 54
greiðir hátekjuskatt. Et hann er einn greiðir hann hátekjuskatt
en ef hann er giftur (eða í sambúð) og tekjur maka eru lægri
en 171 þúsund krónur á mánuði greiðir hann ekki hátekju-
skattinn. í þessari grein er reiknað dæmi fyrir einstakling með
375 þúsund krónur á mánuði sem greiðir hátekjuskatt.
Ávinningurinn nemur milljónum
Besta leiðin til að sjá kosti lífeyrissparnaðar er að bera
hann saman við annan sparnað. Taflan fyrir neðan sýnir slík-
an samanburð en þar er reiknað með að einstaklingur greiði
4,0% af launum til lífeyrissparnaðar af 375 þúsund króna
mánaðarlaunum og fái 0,4% mótframlag frá launagreiðanda.
Dæmið sýnir ávinninginn af lífeyrissparnaði umfram annan
sparnað en á löngum tíma munar verulegum fjárhæðum á
höfuðstól eftir hvor leiðin er valin.
Reiknað er með að einstaklingur hafi 375 þúsund krónur í
laun á mánuði og greiði af þeim 4,4% til lífeyrissparnaðar.
Einstaklingurinn greiðir eignarskatt og hátekjuskatt. Ávöxtun
á ári er 7,5%..
Vegna mótframlags launagreiðanda og hagstæðrar skatt-
lagningar vex lífeyrissparnaður meira en annar sparnaður og
er mismunurinn 11,7 milljónir eftir 40 ára sparnaðartíma.
Lífeyrissparnaður hjá VÍB
VÍB býður sjómönnum að greiða viðbótariðgjöldin í ALVÍB
(fjölmennasti séreignarsjóðurinn) og/eða inn á Eftirlauna-
launareikning en þar geta einstaklingar skilgreint fjárfesting-
arstefnuna sjálfir og búið til sinn eigin séreignarsjóð.
í ALVÍB geta sjóðfélagar valið á milli þriggja verðbréfa-
safna, Ævisafna I, II og III. Eignasamsetning safnanna tekur
mið af aldri sjóðfélaga, þ.e. eignum er raðað saman í hlutföll-
um sem talin eru henta fyrir mismunandi aldursskeið. Sjóðfé- ►
Allt á einu bretti!
til línuveiða
Eitt símtal • Ein pöntun • Ein sending
IMETASALAIV
Skútuvagi 1B-L • Sími 5E8 1813 • Fax 5E8 1BE4
Apstekið
liþurð og lægra verð
Það er ómetanlegt að geta
brugðist rétt við ef slys eða óhapp
ber að höndum. Þá er nauðsynlegt að hafa vel búinn sjúkrakassa við hendina.
Apótekið býður vandaða sjúkrakassa sem auðvelda þér að bregðast rétt við
meiðslum og óhöppum þegar á reynir. Líttu við í Apótekinu og fáðu sjúkrakassa
sem eykur á öryggi þitt og þinna.
Smáratorgi
Fjarðargötu
Kringlunni
Smiðjuvegi
Allur er
varinn góður...