Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Blaðsíða 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2000, Blaðsíða 58
Búnðarbankinn Verðbréf Lífeyrisauki Búnaðarbankans - eitt hagstæðasta sparnaðarform sem völ er á Viðbótarlífeyrissparnaður starfandi einstaklinga í Lífeyrisauka Bún- aðarbankans er eitt hagstæðasta sparnaðarform sem völ er á. Fyrir því eru einkum tvær ástæður: launagreiðandi greiðir mótframlag og skattaleg meðferð er mjög hagstæð. Aukið skattfrelsi og hækkandi mótframlag í maí sl. voru samþykktar á Alþingi breytingar á lögum sem hafa í för með sér að starfandi einstaklingar geta greitt 4% frjálst viðbótariðgjald af heildarlaunum skattfrjálst í lífeyrissparnað í stað 2% áður. Jafnframt hækkar það hámark sem launagreiðandi greiðir á móti úr 0,2% í 0,4% sem samsvarar strax 10% ávöxtun. Þessar breytingar gera viðbótar- lífeyrissparnaðinn ennþá hagstæðari en hann er í dag. Skattarnir lækka enn meira og mótframlag atvinnurekanda hækkar (sjá töflu 1). Við útborgun lífeyrissparnaðar er svo greiddur tekjuskattur en nýta má persónuafslátt til að lækka skattinn. Ávöxtun er fjármagnstekju- skattfrjáls og inneign er eignarskatt- og erfðafjárskattfrjáls. Jafnframt má geta þess að Sjómannafélag Reykjavíkur hefur samið um fyrir hluta sinna félagsmanna að mótframlag launagreiðenda hækki í tveimur áföngum um 2% af launum. Mótframlagið hækkaði um 1% af launum á þessu ári og mun það svo hækka aftur um 1% af launum 1. janúar 2002. Ein af kröfum Sjómannasambands íslands í samningaviðræðum þess við LÍÚ er einmitt sú að félagsmenn aðild- arfélaga sambandsins fái sambærilegar kjarabætur. Tafla 1 sýnir skattalega hagræðið af því að greiða mánaðarlega 4% af launum í Lífeyrisaukann, fjárhæð mótframlags launagreiðanda og hvað laun- þegi greiðir í raun lítinn hluta af heildariðgjaldi. september sl. Sjóðirnir skiluðu á árinu 1999 hæstu ávöxtun allra fjár- festingarleiða sem í boði eru á viðbótarlífeyrissparnaði hjá bönkum og verðbréfafyrirtækjum. Góð ávöxtun fjárfestingarleiða Ávöxtun er eitt af því sem skiptir megin máli í lífeyrissparnaði þar sem miklu munar um hvert prósentustig þegar fé er ávaxtað til langs tíma. Ávöxtun fjárfestingarleiða Lífeyrisaukans á síðasta ári má sjá á myndinni hér fyrir neðan. Nafnávöxtun fjárfestingarleiða Lífeyrisauka Búnaðarbankans 1999 ■ Framsækni alþjóða blutabréfasjóðurinn Alþjóða hlutabrcfasjóðurinn I Ilutabrcfasjóður BÍ hf. & Ávöxlunarlcið 3 ■ Ávöxlunarlciö 2 ■ Ávöxtunarleið 1 ■ Lílcyrisbók Tafla 1 Skattafrádráttur og mótframlag launagreiðanda Heildarlaun launþega á mánuði 100.000 kr. 200.000 kr. 300.000 kr. 6,4% heildariðgjald af launum í Lífeyrisaukann 6.400 kr. 12.800 kr. 19.200 kr. Af heildariðgjaldi greiðir launagreiðandi 2.400 kr. 4.800 kr. 7.200 kr. Staðgreiðsla skatta launþega lækkar um 1.535 kr. 3.070 kr. 4.604 kr. Af heildariðgjaldi greiðir launþegi í raun aðeins 2.465 kr. 4.930 kr. 7.396 kr. Árlegt mótframlag launagreiðanda er 28.800 kr. 57.600 kr. 86.400 kr. Árleg lækkun staðgreiðslu skatta er 18.420 kr. 36.840 kr. 55.248 kr. Eins og sjá má er skattafrádrátturinn töluverður. Af 200.000 kr. mán- aðarlaunum fara 12.800 kr. í Lífeyrisaukann en launþegi greiðir að- eins 4.930 kr. af þeirri fjárhæð, mánaðarleg lækkun skatta nemur 3.070 kr. og mótframlag launagreiðanda 4.800 kr. Fjölbreyttar fjárfestingarleiðir Lífeyrisaukinn býður upp á mun meira frelsi til fjárfestinga en almennt er í boði varðandi lífeyrissparnað. Þannig má í raun velja þá fjárfest- ingarleið sem hentar þörfum hvers og eins eða blanda fjárfestingar- leiðum saman eftir hentugleika. Bæði yngra fólk og þeir sem sækjast eftir góðri ávöxtun og eru tilbúnir að sitja af sér meiri sveiflur geta á- vaxtað lífeyrissparnað sinn eingöngu í hlutabréfasjóðum, t.d. í Fram- sækna alþjóðlega hlutabréfasjóðnum og Alþjóða hlutabréfasjóðnum en þeir hafa skilað 48,6% og 42,9% ávöxtun sl. 12 mánuði m.v. 1 Helstu kostir Lífeyrisauka Búnaðarbankans • Ríkið greiðir mótframlag • Iðgjöldin ásamt vöxtum eru séreign hvers og eins og erfast við fráfall. • Séreignin er ekki aðfararhæf. • Hvorki þarf að greiða fjármagnstekjuskatt af ávöxtun né eignarskatt af inneign. • Séreignin er erfðafjárskattsfrjáls. • Fjölbreyttar fjárfestingarleiðir eru í boði. • Tekjuskattur er greiddur við útgreiðslu en nýta má persónuafslátt til að lækka skattinn. • Yfirlit yfir stöðu og innborganir má sjá í Heimilisbanka Búnaðarbankans á Netinu. Mikilvægi lífeyrirssparnaðar Mikilvægt er að sjómenn íhugi alvarlega að nýta sér viðbótarlífeyris- sparnaðinn enda um mjög hagstætt sparnaðarform að ræða. Menn eru einnig að átta sig á mikilvægi lífeyrissparnaðar. Vegna framfara í læknavísindum lifa menn lengur en áður, ellilífeyrisaldur fer lækkandi og menn gera kröfur um sambærilegar tekjur á stærstum hluta ellilíf- eyrisáranna og menn höfðu í starfi. Þessar staðreyndir kalla á auk- inn lífeyrissparnað. ■ 58 - Sjómannablaðið Vikingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.