Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Blaðsíða 8
í samtali við Sæmund Guðvinsson kemur
Matthías Johannessen skáld og ritstjóri víða við.
Hann ræðir kynni sín af sjónum og sjómönnum,
viðtalið sem hneykslaði Hvatarkonur, Úranus
heimtan úr helju, auðlindagjald og sambúð
skálds og ritstjóra, svo eitthvað sé nefnt
g er alinn upp við dálítið sérstakt umhverfi í vesturbænum.
Þetta var hlýlegt umhverfi og alveg nýtt nema gömlu húsin. í
þessu umhverfi var mikið af mönnum sem störfuðu við sjó-
mennsku. Maður var alinn upp við það að bera virðingu fyrir sjó-
mönnum og það gerði ég alltaf. Mér fannst sjómennskan heillandi
og þessi heimur blandaðist saman við þennan nýja borgaralega
heim sem vex síðan upp í vesturbænum. Til dæmis við Hávallagöt-
una þar sem ég bjó var sambland af opinberum starfsmönnum og
fólki sem sá sér farboða með öðrum hætti.
í húsinu við hliðina á okkur bjó Jón Bogason sem mér þótti ó-
skaplega skrautlegur þegar hann kom niður götuna f sínum ein-
kennisbúningi sem bryti á Dettifossi. Þetta var í stríðinu og það ger-
ist að Dettifoss er skotinn niður og Jón er meðal þeirra sem farast.
Maður ólst upp við það að þekkja deili á sjómönnum sem fórust,
ýmist af slysförum eða í stríðinu. Þetta var mér ungum dreng mjög
mikið íhugunarefni, þessi barátta hvernig menn ættu að lifa af og
ég dróst að því að sjómenn gegndu hættulegu starfi, gríðarlega
merkilegu og maður ætti að bera virðingu fyrir þessu starfi.
í Ijóðabók minni, Morgunn í maí, er Ijóð um Jón Bogason og þeg-
ar hann ferst. Maður elti stríðið og þá ekki síst stríðið á sjónum.Til
er mynd af mér þar sem ég er að horfa á Fróða þar sem hann kem-
ur til hafnar með líkkisturnar á dekki og séra Árni Sigurðsson
stendur á stýrishúsinu og er að blessa mannskapinnn. Þetta verður
mér allt minnisstætt og í mínum huga voru þetta fallnar hetjur. Þetta
Ijóð um Jón er ort löngu eftir að hann fórst, en það má sjá f þessari
bók hvers konar endurminningar fylgja þessum strák í vesturbæn-
um inn í lífið.
Á þessum árum var maður við hugann við það og foreldrar
manns einnig, hvernig maður gæti tengst merkilegri arfleifð, gæti
vaxið inn í þessa arfleifð. Þegar ég var strákur var ég sendur í sveit
8 - Sjómannablaðið Víkingur