Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Side 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Side 11
E/S Brúarfoss (I). Fyrsta frystiskip ísiendinga en þar var Matthías Johannessen messadrengur. og aðra arfleifð og ég hafði ekki eins mikla unun af neinu eins og að glíma við tungutak þessara manna í samtölum við þá fyrir Morg- unblaðið. Sum þessara samtala skrifaði ég eins og ég væri að skrifa smásögu og upplifði þetta eins og skáld upplifir efni sitt. í síð- asta smásagnasafni mínu, Flugnasuð í farangrinum, eru sögur sem eiga rætur í þessari reynslu minni og tengslum mínum við sjóinn, tengslum blaðamannsins við þetta umhverfi sem hann sóttist eftir og óx aldrei frá. ú segist hafa sannfrétt að ekki hafi allir lesendur Morgun- blaðsins verið sáttir við það þegar ég birti viðtalið við Jón sjómann og seglasaumara. Þegar ég heyrði af seglasaumar- anum eygði ég nýtt ævintýri. Það var þannig að annar sjómaður, Jón Tómasson skipstjóri og frístundamálari, sem var merkilegur maður og hluti af umhverfi gamla miðbæjarins, segir við mig: - Heyrðu, þú hefur aldrei hitt hann Jón seglasaumara. - Nei, segi ég. - Hver er það? - Nú, hann Jón Magnússon. Gamall skútukarl og skipstjóri, nú seglasaumari. Ég fer með þig þangað. Hann fór síðan með mig til seglasaumarans sem var í bragga í Grófinni. Þar hitti ég Jón og skrifaði við hann að mig minnir tvö samtöl og lagði mig fram um að skila manninum eins vel og ég gat. Þegar hann var að segja frá ævintýrum sínum í Færeyjum talaði hann um að hann hefði verió eins og hvur annar fjaliatussi. Ég skrifaði þetta náttúrlega í Morgunblaðið, en Jón hefur átt við fjalla- þurs eða eitthvað slíkt. Bjarni Benediktsson var þá ritstjóri Morgun- blaðsins. Hann bað mig um að tala við sig. Guðrún móðir hans var í stjórn Hvatar og Bjarni sagði við mig: - Þær eru voðalega reiðar, konurnar í Hvöt! - Jæja, segi ég. - Er eitthvað að? - Já, það er samtalið þitt við hann Jón seglasaumara. - Er það satt?, segi ég. - Það er ekkert að því samtali. - Ja, þeim finnst þetta svo orðljótt samtal að það eigi ekki heima í Morgunblaðinu. Svo hló Bjarni ógurlega. Þannig slitum við talinu því Bjarni hafði góðan húmor. Það hefði verið gaman að heyra þegar hann var að tala við mömmu sína, Guðrúnu gömlu frá Engey, um þetta sérstaka atriði. Sigríður kona Bjarna var af miklum sjómannaættum og Björn vinur minn menntamálaráðherra ber þetta sjómannsnafn afa síns með miklum ágætum. Það var mikið salt í kringum Sigríði. Næst þegar Bjarni átti stórafmæli vorum við Morgunblaðsmenn boðnir í veisluna. Þegar ég kem inn er allt fullt af fólki. - Jæja, Matthías minn, segir Bjarni. - Komdu hérna með mér. Svo fer hann með mig í gegnum þröngina í stofunni og segir: - Hérna er hún mamma. Ég þarf að kynna þig fyrir henni. - Nú, segi ég og hrekk rosalega við. Þarna situr sú gamla í stól og Bjarni segir: - Mamma. Þetta er hann Matthías sem skrifaði samtalið við hann Jón seglasaumara. Síðan hverfur hann um leið til að sinna öðrum gestum.Ég hélt að ég yrði ekki eldri og hún mundi fá slag. Ég hef aldrei gert mér grein fyrir því hvernig þessu lauk. En ég get ímyndað mér að Bjarni hafi skemmt sér. Sú mynd, sem mér er ógleymanlegust úr starfi mínu á Morg- unblaðinu, er af togaranum Úranusi, þegar hann siglir út úr svörtum bakgrunni dauðans inn í lífið - heim. Myndin birtist í Morgunblaðinu 14. jan. 1960. Þá trúðu því fæstir að skipið væri ofan sjávar. Daginn áður var sagt frá því í 5-dálka fyrirsögn á for- síðu blaðsins, að óttazt væri um skipið og ekkert hefði heyrzt til þess frá því á sunnudag. Á tuttugu ára ritstjóraferli mínum þykir mér vænst um þessa forsíðu Morgunblaðsins - og þessa mynd.” (Matthías Johannessen: Félagi orð - 1979) JT g fer ekkert ofan af þvi að þessi forsíðumynd og frétt tekur öllu fram þau 50 ár sem ég hef unnið hér, þar af 42 ár sem ritstjóri. Þetta er einhver stórkostlega frétt sem hægt er að fá - að heimta 27 manns úr hrammi dauðans. Hér er mynd af forsíð- Sjómannablaðið Víkingur - 11

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.