Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Qupperneq 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Qupperneq 19
Togaraskipstjórar vilja breytingu á viðmiðunarmörkum við skyndilokanir á þorski Nú er nóg komið Skipstjórar á 21 togara sendu skeyti fyrir skömmu til sjávarútvegsráðherra þar sem þeir mótmæla sí- felldum skyndilokunum vegna smáfisks á togslóð fyrir Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Þeir vilja lækka viðmiðunarmörk á smáfiski úr 55 sentimetrum í 50 svo unnt verði að halda uppi veiðum. Sjávarútvegs- ráðherra segir þetta ekki hafa komið til umræðu ennþá. Hins vega sé staðan óþægileg og athugað verði hvaða möguleikar eru fyrir hendi. í skeyti skipstjóranna segir: „Þar sem á liðnu ári virðist vera aukin gengd af smærri fiski en verið hefur síðastliðin 2 til 3 ár á veiði- svæðum fyrir Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi, er nú svo komið að skyndilokanir og nú síðast reglu- gerðarlokun, sem nær frá Halamiðum allt austur á Strandagrunn, gerir togurum nær ókleift að stunda veiðar á þessu svæði. Fari svo fram sem horfir, verður komin reglugerðarlokun frá Víkurál norður og austur og suður um allt að Hvalbak. Við teljum að nú sé nóg kom- ið. Reglugerð á Hornbanka, skiljuhólf í Þverál og nú reglugerðin frá 6. desember. Það þarf ekki glöggan mann til að sjá að allt að 90% af veiðislóð togara fyrir Vestfjörðum og Norðvesturlandi er lokuð eða háð veru- legum takmörkunum. Við undirritaðir skipstjórar förum fram á að viðmiðun- armörkum við skyndilokanir á þorski verði breytt og þau færð niður úr 55 sentimetrum í 50 sentimetra, sem telst undirmáls- fiskur. Fordæmi eru fyrir að það hafi verið gert í að minnsta kosti tvö skipti, í 53 og 50 sentimetra. Við teljum að þetta sé eina leiðin til að skapa frið um nýtingu á þessum svæðum. Aðrar leiðir, sem ræddar hafa verið, svo sem stækkun möskva í 155 millimetra og skiljunotkun, hafa að okkar mati það stóra óvissuþætti í för með sér um það hvað verður um fiskinn eftir möskvasmug og það að fara í gegnum skiljurist.” ■ Hvalveiðar að nýju Enn er ekki Ijóst hvenær hvalbátarnir geta hafið veiðar á ný í fjárlögum ársins 2000 er gert ráð fyrir að varið verði 15 millj- ónum króna til kynningar á stefnu íslands í hvalamálum og sama fjárhæð áætluð til kynningar á næsta ári. Greiddar hafa verið rúm- ar átta milljónir króna til verkefnisins. Sérstök kynning á hvalamál- um hefur verið undirbúin í Bandaríkjunum. Framkvæmd hennar verður hafin eftir að nýr forseti hefur tekið við völdum vestan hafs. Jafnframt er sjávarútvegsráðuneytið að skoða hver áhrif innganga íslands í hvalveiðiráðið að nýju hefði og þar með hver lagaleg staða okkar yrði. Þetta kom meðal annars fram í svari Árna M. Mathiesen sjávar- útvegsráðherra á Alþingi við fyrirspurn Svanfríðar Jónasdóttur um kynningu á þingsályktun um hvalveiðar. í þeirri ályktur er kveðið á um að ríkisstjórnin skuli hefja undirbúning að hvalveiðum, meðal annars með því að kynna stefnu íslands í hvalamálum meðal við- skiptaþjóða landsins. í svari ráðherra kemur fram að í samræmi við þetta hafi verið lögð sérstök áhersla á að kynna stefnu íslands í hvalamálum á fundum sjávarútvegsráðherra með fulltrúum ann- arra þjóða, fulltrúum frjálsra félagasamtaka og blaðamönnum. Ráðherra hefur til dæmis átt fundi með sendiherrum fjölmargra ríkja. Meðal þeirra eru Bandaríkin, Kanada, Japan, Þýskaland og Kína. Fréttamenn frá m.a. frönskum, breskum, bandarískum, þýskum, kanadískum, spænskum og norrænum fjölmiðlum hafa átt viðtöl við sjávarútvegsráðherra sem hefur gert þeim grein fyrir stefnu íslands í hvalamálum. Sjávarútvegsráðherra segir að unnið sé að málinu á grundvelli þingsályktunarinnar með það að mark- miði að hefja hvalveiðar að nýju. Sjómannablaðið Víkingur -19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.