Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Page 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Page 20
Sveinbjörn Jónsson sjómaður Marg oft hef ég verið beðinn að gera á einfaldan hátt grein fyrir helstu þáttum þeirrar gagnrýni sem ég hef um all nokkur ár haft í frammi á stjórn fiskveiða, sérstak- lega hvað varðar verndun smá- fiskjar og beitingu hinnar svo nefndu aflareglu. Ég tel mig reynd- ar hafa komið skoðunum mínum þokkalega á framfæri fyrir nokkrum árum, en verð samt að viðurkenna að árangursleysi mitt við að breyta vinnubrögðum stjórn- valda og vísindamanna benda til þess að rök mín hafi ekki hlotið náð fyrir augum þeirra. Ég tel því við hæfi að gera enn eina atlögu þar sem ekkert hefur gerst á sið- ustu árum sem telja mætti afsönn- un á hugmyndum mínum, en aftur á móti ýmislegt sem mér þykir renna traustari stoðum undir þær. í því sambandi mætti nefna seiða- vísitöluna 1999 upp á 9400 sem hlýtur að styðja mjög þá ályktun mína að frjósemi sé þorskstofnum Sveinbjörn Jónsson sjómaður ekki síður tæki til fæðuöflunar en til viðhalds og ætti einnig að styðja við þá lýsingu sem ég hef látið frá mér um eðli og form náttúruvalspíramída. ( sjá t.d. Um afstæðan líftfma 1. okt 1997 Morgunblaðið ) Ég vil taka það fram að þó svo skoðanir mínar séu að einhverju leyti sprottnar af reynslu minni sem sjó- maður og viðræðum við aðra sjó- menn eru megin rökin fyrir tilgátum mínum sótt í gögn fiskifræðinga. Tel ég því að það hafi verið í fyllsta máta óviðeigandi að þurfa að sitja undir samhljóma þögn þeirra svo árum skiptir. Er mér næst að halda að fiski- fræðingar sem starfa á Hafrannsókn- arstofnun séu nánast fangar stofnun- arinnar og kann það ekki góðri lukku að stýra ef rétt er. Fáránleg vinnubrögð Aðal ástæða þess að ég tek til við skriftir nú er sú að ég varð þess á- skynja á kynningarfundi sem Haf- rannsóknarstofnun efndi til með 20 - Sjómannablaöiö Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.