Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Síða 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Síða 21
nokkrum sérfræðingum sem fengnir höfðu verið til að leggja mat á endurmat stofnunarinnar á stærð þorskstofnsins og vinnuaðferðum stofnunarinnar, að engar framfarir höfðu átt sér stað. Þeir tala enn um bíómassa (lífþunga) hrygningarstofns og veiðistofns og nota þau hugtök til að reikna út æskilega nýtingu og væntanlega endur- nýjun þorskstofnsins eins og ekkert sé sjálfsagðara. Til að lesendur mínir átti sig vel á fáránleika þessara vinnubragða vil ég reyna að skýra út fyrir þeim hvernig þessir bíómassar eru búnir til. Fyrst eru notaðar ýmsar aðferðir til að reyna að komast að því hve margir fiskar eru í hverjum árgangi. Þar má nefna upplýs- ingar úr veiðiröllum og aflaskýrslum og jafnvel notuð svonefnd ald- urs/aflagreining sem á að sýna hvernig árgangur breytist miðað við upplýsingar eftir því sem tíminn líður. Síðan er tekinn meðalþungi einstaklinga í árgangi og f tilviki hrygningarstofns einnig hlutfall frjósamra einstaklinga í árgangi. Mest eru þetta upplýsingar sem rannsóknarfólk hefur unnið og ég tel notandi þó svo ekki séu þær fullkomnar. En nú er komið að töfralæknunum, sérfræðingunum, sem eru ráðgjafar ríkisstjórna vítt og breitt um heiminn að með- höndla “hráefnið” og hvað skyldu þeir nú gera? Jú þeir margfalda saman meðalþunga og fjölda í árgangi og leggja svo saman niður- stöðutölur allra árganganna og þá er kominn bíómassi. Það þarf enga meðalskussa ttil að drepa allar nothæfar upplýsingar með einni aðgerð án þess að skammast sín. Ástæður þess að bíómassar eru ónothæfir við útreikninga á nán- ast öllu sem máli skiptir varðandi náttúruvalspíramída eru að þeir eðlisþættir sem eru valdir að viðkomandi breytingu eru breytilegir milli árganga og árgangaskipan viðkomandi bíómassa getur verið afar breytileg innan svipaðra bíómassa. Ég hef því kosið að nefna þetta aðferð tossanna vegna þess að hún gæti virkað ef stofnform- ið væri alltaf eins sem það getur aldrei orðið nema í meðaltölum. Gífurleg áhætta Flættur þess að beita saman smáfiskvernd sem tekur mið af hlut- fallslegum fjölda í afla og aflareglu eru gífurlegar og ég er nokkuð viss um að sóknarmynstur af svipuðum toga var aðalástæða fyrir framleiðslutapi þorskstofnsins okkar frá 1985 til 1996. Þorskstofnar samanstanda bæði af ungum og eldri þorskum. Það er nokkuð Ijóst að því eldri sem þorskar verða því færri verða í hverjum árgangi. Það ætti því jafnframt að vera Ijóst að þess yngri sem þorskur er veiddur þess meiri líkur eru á að til sé annar til að fylla upp í skarð hans og nota það rými sem brotthvarf hans skap- ar. Náttúran er fljótari að fylla upp í stór skörð því neðar sem þau eru höggvin í vistkerfinu. En þetta er bara önnur hlið málsins þegar um náttúruvalspíramída er að ræða. Gífurleg frjósemi þorska og vaxandi árangur eftir þroska og aldri leggst á sömu hlið vogar- skálarinnar. Það er vægast sagt afar heimskuleg ráðstöfun að vernda t.d. 50 þús. tonn af smáfiski í stórum árgangi á kostnað eldri fiska. Stundum er sá hluti stofns sem mestu máli skiptir við endur- nýjun lítið meira en 50 þús. tonn og slíkan stofn er hægt að gelda á einum mánuði. Rökum sem þessum hafa fyndnir vísindamenn vís- að á bug með þeim vísdómi að fiskar þurfi fyrst að fá að vera litlir og vaxa áður en þeir verða stórir. Ég vil biðja þá hina sömu að reyna að ávaxta þá 80 milljón nýliða sem vantaði árlega í þorsk- stofninn framleiðsluárin 1985 til 1996 og skila þar með þjóðinni þeim 2 milljónum tonna sem vantar í mögulega veiði eða uppbygg- ingu heilbrigðs þorskstofns á tímabilinu. Röng ráðgjöf Eftir að hafa hlustað á prófessora við erlenda háskóla staðfesta ofmat upp á 18% og lýsa í sömu andrá stuðningi við notkun afla- reglu upp á 25% er mér ekki lengur hlátur í huga. Það skiptir engu zl1 y/' Dn t\ m ii 17 te §} S) oii . §i / Hámarksafli í hverju kasti meö átaks- og lengdarmælum frá VAKA DNG Fyrir dragnótarbáta • Mælir átak og lengd á togi • Mælir raunhraða á voðinni yfir botni þegar híft er • Sýnir átakiö á línuriti • Stillanleg viðvörun á beygjupunktum og átaki • Allt að þremur fleiri köst á dag 'J/rawlI/éc Fyrir togskip • Mælir átak og lengd á vírum • Stillanleg viövörun fyrir átak og lengd • Sýnir átakið á línuriti • Sett í togskip 14m til 120m • Hentar vel fyrir veiöar með þremur trollum samtfmis • Möguleiki fyrir tengingu viö aflanema VAKI DNG Armúli 44 • IS-108 Reykjavik simi 595 3000 • fax 595 3001 • vaki@vaki.is • www.vaki.is Sjómannablaðið Víkingur - 21

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.