Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Síða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Síða 28
Poki in hífður inn. (Ljósm. Haraldur Blöndal) Hafliði Magnússon Nyfundnaland að var sumarið 1958. Ég var á togaranum Ágúst frá Hafnarfirði. Við veiddum karfa við Nýfundnaland. Það var sól og sumar og fjögra daga sigling á miðin. Þá var verið að vinna við að gera við veiðarfærin á leiðinni og var unnið í dagvinnu frá kl 9 til 5, en sumir hásetanna stóðu stímvaktir, sem gengu allan sólarhringinn. Það var létt yfir skipverjum í sólarblíðunni og þegar á miðin var komið voru settar vaktir, en mokið var slíkt af karfanum, að þær voru fljótlega leystar upp aftur og allir unnu á dekki við að fylla skipið. Þá var haldið heim á leið að nýju og dútlað í dagvinnunni við veiðarfærin. Svo var gjarnan sest við spil eftir kvöldmatinn. Gísli Ólafsson var skipstjóri, ágætur drengur og Halldór Baldvinsson eða Túlli, eins og hann var ætíð nefndur, var stýrimaður. Hann var faðir Björgvins Halldórssonar söngvara. Túlli var mikill um sig og digur og góður náungi. Ég hafði keypt geysilega fallegt armbandsúr af einum kunningja mínum eitt sinn er ég var í landi. Hann kvaðst hafa unnið það í póker og því trúði ég vel, því ég vissi að hann stundaði mikið spila- mennsku. Frændi pókermanns réðst um borð er leið á haustið og honum varð iðulega allstarsýnt á úrið á úlnliði mínum og spurði hvar ég hefði fengið það. Hann kvaðst vita nokkur deili á úrinu og smám saman gerðist hann opinskárri. Hann sagði það vera úr inn- brotsgóssi og hefði hann við annan mann brotist inn í skartgripa- verslun að næturþeli veturinn áður og fengið þýfið geymt um sinn hjá þessum frænda sínum, sem svo stal nokkrum úrum úr góssinu og tók að selja. Heldur brá mér við þessar upplýsingar og hefði ég sem heiðarlegur borgari átt að tilkynna í skyndi til lögreglunnar um að málið væri upplýst. Ekki var ég þó svo skynugur að úr því yrði, enda vorum við mjög ungir og vitlausir í þá daga. Tók nú piltur að segja mér nánar frá málinu. Höfðu þeir fljótlega sótt góssið til frændans og múrað það niður í skemmugólf úti í Skerjafirði. Þar átti það að varðveitast þar til róast færi um málið, en síðan ætluðu þeir að komast með það til Englands og selja það gyðingi nokkrum, sem þeir höfðu kynnst, en sá verslaði með þýfi. Er lagt var af stað í næsta túr kallaði piltungur þessi á mig í leyni- legt viðtal niður í hásetaklefa. Hann hafði borið ferðatösku mikla um borð og opnaði hana nú og þar var helst að sjá niður í sem í kvik- myndum, er sjóreyfarar skoða feng sinn í kistum. Hann hafði haft spurnir af að skipið ætti fljótlega að fara í svokallaða átta ára klöss- un í Englandi og nú skyldi fara með þýfið, selja það gyðingnum og lifa svo eins og kóngur um sinn. Stórviðri á jólum Við fórum enn á Nýfundnalandsmið skömmu fyrir jól og nú var ekki lengur sumar og sól. Tekið var að kólna og veður gerðust nú illúðlegri. Á jólunum skall á stórviðri með grimmdarfrosti. Sjávar- skvetta sem kom innfyrir lunningu og snerti skipið var stokkfrosin um leið. ís byrjaði fljótlega að hlaðast á skipið og skyndilega voru loftnetsvírarnir orðnir jafnsverir mannsbúk. Möstrin margfölduðust að breidd og ísbingur var kominn á hvalbakinn. Skipið fór að taka þungar veltur og var mun lengur en vanalega að rétta sig við aftur. 28 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.