Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Qupperneq 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Qupperneq 31
gjaldmiðla. í þessu sambandi hafa samtökin einna helst vísað til þeirrar lausnar að allur fiskur verði seldur á uppboðsmarkaði eða markaðstengdu verði. Formannaráðstefna Farmanna- og fiskimannasambands íslands hafnar öllum tillögum sem fela í sér að sjómenn beri hluta af hugs- anlegu veiðigjaldi eða auðlindaskatti í sjávarútvegi. Jafnframt telja samtökin það afar undarleg vinnubrögð hjá svonefndri auðlinda- nefnd, sem á rúmlega tveggja ára starfstíma sínum hirti aldrei um að leita sjónarmiða og umsagnar hjá samtökum sjómanna á íslandi um það viðfangsefni sem hún var að fást við. Formannaráðstefna Farmanna- og fiskimannasambands íslands, beinir því til samninganefndar fiskimanna að halda fast við þá kröfu í yfirstandandi kjaraviðræðum að kauptrygging skipstjórnarmanna verði hækkuð verulega. Formannaráðstefna Farmanna- og fiskimannasambands íslands, beinir því til samninganefndar fiskimanna að halda fast við þá kröfu að bætur vegna slysatryggingar taki mið af reglum skaðabótalaga nr. 50/1993, með síðari breytingum. Formannaráðstefna Farmanna- og fiskimannasambands íslands varar við því að hróflað verði við gildandi sjómannaafslætti, sem er hluti af kjörum sjómanna og verður ekki lagður niður nema að fullar kjarabætur komi þar á móti. Um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna Formannaráðstefna Farmanna- og fiskimannasambands íslands, haldin í Keflavik dagana 23. og 24. nóvember 2000, mótmælir fram- komnu frumvarpi til laga um áhafnir íslenskra skipa, en þar er með- al annars verið að leggja til róttækar breytingar á reglum um at- vinnuréttindi skipstjórnarmanna á fiskiskipum. Samkvæmt þessum breytingum verða minni kröfur gerðar um atvinnuréttindi skipstjórn- armanna sem óhjákvæmilega leiðir til fækkunar á réttindamönnum á fiskiskipum sem sfðan leiðir til þess að verulega er slegið af ör- yggisstuðlinum um borð. Þetta skýtur skökku við með hliðsjón af þeirri metnaðarfullu vinnu sem samgönguráðherra hefur beitt sér fyrir varðandi gerð á öryggisáætlun sjófarenda. Formannaráðstefn- an beinir því til samgönguráðherra að öll ákvæði um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna á fiskiskipum í framangreindu lagafrumvarpi verði felld niður. Um aukinn ufsakvóta Formannaráðstefna Farmanna- og fiskimannasambands íslands, haldin í Keflavík dagana 23. og 24. nóvember 2000, ítrekar áskorun til sjávarútvegsráðherra að hann taki á- kvörðun um að auka heildarkvóta á ufsa strax. Samþykkt stjórnar FFSÍ þann 9. nóvember 2000 um sama efni er svohljóðandi: „Fundur sambandsstjórnar Farmanna- og fiskimannasambands íslands, haldinn 9. nóvember 2000, skorar á sjávarútvegs- ráðherra að auka leyfilegan heildarafla í ufsa um 20 þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Skipstjórnarmenn á fiskiskipum eru sammála um að ufsagengd hér við land sé nú meiri en undanfarin ár. Verði heild- arafli ufsa ekki aukinn þegar í stað er allt eins víst að við missum af þessu tækifæri til að auka veiðina. Auk þess er það miklum vandkvæðum bundið að forðast ufsa sem meðafla þegar sótt er í aðrar botnfisktegundir. Þetta býður þeirri hættu heim að fiski verði kastað í ríkara mæli fyrir borð. Fundur sambandsstjórnar Farmanna- Jóhannes Jóhannesson og Örn Einarsson, Vísi Grétar Mar Jónsson forseti FFSÍ og fiskimannasambands íslands beinir því einnig til sjávarútvegs- ráðherra að rannsóknir á göngum, vexti og viðkomu á ufsa verði auknar.” Um uppboðsmarkaði Formannaráðstefna Farmanna- og fiskimannasambands íslands, haldin í Keflavík dagana 23. og 24. nóvember 2000, samþykkir að ein af aðalkröfum í samningum vegna endurnýjunar kjarasamninga fiskimanna sé að allur fiskur verði seldur á uppboðsmarkaði. ^ Sjómannablaðið Víkingur - 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.