Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Qupperneq 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Qupperneq 36
flutningastarfsemin og hins vegar fjárfestingarstarfsemin. Fjárfest- ingarhlutinn hefur verið að skila talsvert meiru en flutningahlutinn.” Strandsiglingar áfram - Er jafnvel fyrirhugað að Eimskip hætti reglubundnum strand- siglingum? „Það eru ekki uppi áform um slíkt. Hins vegar er því ekki að leyna að það verður að skapa skilyrði fyrir strandflutningunum. Það er ekki hægt að horfa framhjá því að þeir flutningar eiga í nokkuð mikilli samkeppni við landflutningana og vissulega er álitamál hvort rétt sé gefið í þeim efnum. Þá er ég meðal annars að horfa til skatt- lagningar þessara flutningaþátta.” - En eru einhverjar verulegar breytingar framundan í rekstri Eim- skips almennt? „Vitaskuld er alltaf verið að horfa til vaxtarmöguleika og aukinnar þjónustu á ýmsum sviðum. Það eru verkefni sem eru til skoðunar með reglubundnum hætti. Nú er verið að gera fjárhagsáætlun fyrir næsta ár og þá eru ýmsir þættir til skoðunar. Ég á von á að niður- stöður liggi fyrir öðru hvoru megin við áramót. En það eru engar stórbyltingar í vændum.” - Hver finnst þér vera helsti munurinn á að sitja hér í stóli for- stjóra Eimskips frá því að vera bæjarstjóri? „Þetta er miklu harðara samkeppnisumhverfi heldur en menn eiga að venjast í sveitarstjórnarmálum þótt vissulega sé töluverð samkeppni milli einstakra sveitarfélaga. En þetta starf eins og bæj- arstjórastarfið snýst um almenna stjórnsýslu, fjármálastjórn, áætl- anagerð til lengri tíma, markmiðssetningu og mannleg samskipti.” - Forveri þinn lét svo ummælt þegar hann lót af störfum sem for- stjóri að hann hefði haft lítinn tíma til að sinna fjölskyldunni. Ertu hræddur um að starfið gleypi þig, ef svo má segja? „Ég hef verið í þannig störfum að þau hafa kallað á mjög langan vinnudag. En að sjálfsögðu reynir maður að spila þannig úr því að maður geti átt farsælt fjölskyldulíf og það hefur mér og minni fjöl- skyldu tekist það sem af er. Ég vonast til að svo verði áfram. Þetta verður allt að falla saman til þess að hlutirnir gangi upp.” -Kona þín er leikskólakennari. Heldur hún þvi starfi áfram? „Hún er í hálfu starfi og ég á von á því að hún haldi því áfram.” - Það hefði einhvern tíman ekki þótt viðeigandi að forstjórafrú Eimskips kenndi í leikskóla? „Það má vel vera,” segir Ingimundur og getur ekki varist hlátri. “En ég sé ekki af hverju hún ætti ekki að halda áfram sínu starfi, sem hún hefur mjög gaman af, þó að ég sé í þessari stöðu,” sagði Ingimundur Sigurpálsson.-SG Rafsuðuhjálmar öndunarbúnaður Heyrnarhlífar Heyrnartól Eyrnatappar Samskiptakerfi Andlitshlífar Öryggisgleraugu Öryggishjálmar Ljós Rafhlöður Handluktir Dragðu ekki lengur að vería þíg gegn stysí! Hlífðarfatnaöur Vinnufatnaður Frá árinu 1954 hefur Dynjandi sérhæft sig í sölu og kynningu á viðurkenndum öryggisbúnaði fyrir starfsfólk i islensku atvinnulífi. Áratuga reynsia tryggir aó einungis eru á boð- stóLnum vióurkennd vörumerki sem hafa staðist ströngustu gæóapróf og eru ísLenskum iðnaðar- mönnum að góðu kunn. D Y NXJ AXN D I allt fyrir öryggið SKEIFAN 3 REYKJAVIK SIMI 588 5080 FAX 568 0470 36 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.