Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Side 40
mg
Um borð í Framnesi IS á áttunda áratugnum. Sigurður Pétursson skipstjóri er vægast sagt
vígaiegur með tvær byssur. Hann þótti með svalari togaraskipstjórum og togaði gjarnan inni
í ísnum.
ISeiði Grænlands, nýrri bók
Reynis Traustasonar, fyrrver-
andi skipstjóra og núverandi rit-
stjórnarfulltrúa á DV, er fjallað
um sex íslendinga á Grænlandi.
Stefán Hrafn Magnússon er
hreindýrabóndi í Isortoq á Suð-
ur-Grænlandi, Helgi Jónasson er
ferðafrömuður í Narsaq á Suður-
Grænlandi. Kristjana Motzfeldt
er landstjórafrú Grænlendinga
og býr í Nuuk. Hjónin Gunnar
Bragi Guðmundsson, forstjóri
eins stærsta sjávarútvegsfyrir-
tækis Grænlendinga, og Hall-
dóra Grétarsdóttir hjúkrunar-
fræðingur búa í Nuuk. Sigurður
Pétursson, fyrrverandi togara-
skipstjóri býr í Kuummiit,
skammt frá Kulusuk. Hann sneri
baki við allsnægtalífi á íslandi til
að setjast að í einu frumstæð-
asta byggðarlagi á Grænlandi
þar sem hann veiðir grálúðu á
plastbáti eða niður um
ís.Sjómannablaðið Víkingur birt-
ir kafla úr frásögn Sigurðar.
A
Upphaf togarasjómennskunnar
„Árið 1968 kynntist ég togarasjómennsku fyrst þegar ég fór á
Neptúnus með Jóhanni Sveinssyni skipstjóra. Þetta var lærdóms-
ríkur tími en útgerðarmaðurinn var Tryggvi Ófeigsson sem á þeim
árum var þjóðsagnapersóna eftir farsælan feril sem skipstjóri og
aflakló. Fyrst þegar ég kom um borð í dallinn í Reykjavíkurhöfn leist
mér ekkert á blikuna. Þarna var æði subbulegt miðað við það sem
ég þekkti af bátunum fyrir vestan. Þar sem ég var að klöngrast yfir
dekkið hitti ég strák sem spurði mig hvort ég hefði verið á Nept-
únusi áður. Ég sagði svo ekki vera og ég væri að fara í minn fyrsta
túr. „Þú veist ekki hvað þú ert að fara út í. Skipstjórinn hérna er kol-
vitlaus og rotar þig ef þú stígur í vitlausa löpp,” sagði hann og alvar-
an skein úr hverjum andlitsdrætti. Mér leist orðið ekkert á þetta æv-
intýri mitt. Þetta var að kvöldlagi og dimmt þarna á dekkinu þar sem
væntanlegur skipsfélagi varaði mig við því er verða skyldi.
Síðan er haldið úr höfn og ég fór upp í brú og hitti þennan skip-
stjóra sem hafði slíkt orð á sér. Jóhann var hár maður og grannur
og sagði fátt. Ég heilsaði honum með lotningu minnugur þess að
hann gæti átt það til að rota mig. Ég var svo skráður á skipið og
síðan voru landfestar leystar og haldið áleiðis suður fyrir land. Við
gerðum klárt á dekkinu en fórum síðan í koju. Suður af Vestmanna-
eyjum var ræst og okkur sagt að fara á dekk til að láta trollið fara.
Ég dreif mig í gallann en þegar upp kom leist mér ekki á blikuna.
Ljóslaust var á dekkinu og þegar ég leit upp í brúargluggana sá ég
að þar voru hörkuslagsmál. Bátsmaðurinn hafði orðið vitlaus og
skipstjórinn var eitthvað að laga hann til. Þessum handalögmálum
Sjómannablaðið Víkingur - 40